Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Úkraínskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 784,5,% frá 1. desember sl. Í byrjun mánaðarins voru alls 2.114 úkraínskir ríkisborgarar skráðir til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá, sem er fjölgun um 1.875 einstaklinga á tímabilinu.
Sömuleiðis hefur orðið umtalsverð fjölgun ríkisborgara frá Venesúela eða um 160,0% á umræddu tímabili og eru nú 1.185 einstaklingar með venesúelskt ríkisfang búsettir hér á landi. Einnig fjölgar rúmenskum ríkisborgurum töluvert þ.e. um 809 einstaklinga eða um 29,4%
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 1.951 einstaklinga eða um 9,2% og eru pólskir ríkisborgarar nú 6,0% landsmanna. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 1.443 einstaklinga eða um 0,4%.