Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Árásin í Bankastræti Club í gærkvöldi verður fyrirferðarmikil í hádegisfréttum Bylgjunnar en þar urður þrír ungir menn fyrir hnífstungum. Einnig verður fjallað um loftslagsráðstefnuna COP27 í Egyptalandi og aurskriðuna sem féll fyrir norðan í gærmorgun.

Árásarmennirnir í gærkvöldi voru um 25 talsins og allir grímuklæddir. Fjórir hafa verið handteknir og útilokar lögregla ekki fleiri handtökur í dag en rannsókn málsins er í fullum gangi.

Evrópusambandið lýsti í morgun yfir vilja til aðildar að svokölluðum loftslagshamfarasjóði handa fátækari ríkjum. Formaður ungra umhverfissinna segir að um gríðarlegt framfaraskref sé að ræða. 

Enn er óvíst hvenær hægt verður að senda mannskap til að hreinsa aurinn sem liggur yfir Grenivíkurveg eftir að stærðarinnar skriða féll á veginn í gærmorgun. Sérfræðingar leggja nú mat á aðstæður í fjallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×