Ólga meðal kennara í Hvassaleitisskóla og skólastjóri í leyfi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 15:00 Mikil ólga og óánægja ríkir innan Hvassaleitisskóla. Vísir/Vilhelm Óánægja og ókyrrð ríkir meðal starfsfólks Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Óánægjan snýr að stjórnunarháttum skólastjórans og starfsaðstæðum í skólanum. Fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. Hann er sem stendur í leyfi frá störfum. Tuttugu og tveir núverandi starfsmenn skólans segjast í yfirlýsingunni telja framkomu skólastjórans óviðunandi og vinnuumhverfi óboðlegt. Þau lýsa yfir vantrausti á hendur skólastjóranum vegna trúnaðarbrota og staðhæfa að mismunun eigi sér stað í skólanum. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ segir í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á dögunum. Skólastjóri í leyfi til mánaðarmóta Á heimasíðu Hvassaleitisskóla eru skráðir fjörutíu og sjö starfsmenn. Tæpur helmingur þeirra skrifar undir yfirlýsinguna, auk þess sem þrír fyrrverandi starfsmenn lýsa yfir stuðningi sínum. Skólastjórinn hóf störf hjá skólanum árið 2020 og er sem stendur í leyfi frá störfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann væntanlegur aftur til starfa um mánaðamótin. Annar stjórnandi var fenginn til að standa vaktina á meðan. Lýsti málinu sem mannlegum harmleik Í yfirlýsingu starfsfólks segir að í starfstíð skólastjórans hafi fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Starfsfólk Hvassaleitisskóla hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu.Vísir/Vilhelm Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða hans vegna þess. Hann lýsti málinu sem „mannlegum harmleik“ og óskaði eftir vinnufriði. Hér má sjá yfirlýsingu starfsfólks skólans í heild sinni: Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar. Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Tuttugu og tveir núverandi starfsmenn skólans segjast í yfirlýsingunni telja framkomu skólastjórans óviðunandi og vinnuumhverfi óboðlegt. Þau lýsa yfir vantrausti á hendur skólastjóranum vegna trúnaðarbrota og staðhæfa að mismunun eigi sér stað í skólanum. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ segir í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á dögunum. Skólastjóri í leyfi til mánaðarmóta Á heimasíðu Hvassaleitisskóla eru skráðir fjörutíu og sjö starfsmenn. Tæpur helmingur þeirra skrifar undir yfirlýsinguna, auk þess sem þrír fyrrverandi starfsmenn lýsa yfir stuðningi sínum. Skólastjórinn hóf störf hjá skólanum árið 2020 og er sem stendur í leyfi frá störfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann væntanlegur aftur til starfa um mánaðamótin. Annar stjórnandi var fenginn til að standa vaktina á meðan. Lýsti málinu sem mannlegum harmleik Í yfirlýsingu starfsfólks segir að í starfstíð skólastjórans hafi fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Starfsfólk Hvassaleitisskóla hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu.Vísir/Vilhelm Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða hans vegna þess. Hann lýsti málinu sem „mannlegum harmleik“ og óskaði eftir vinnufriði. Hér má sjá yfirlýsingu starfsfólks skólans í heild sinni: Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar.
Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar.
Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira