Verstappen ósáttur með meðferð fjölmiðla eftir atvikið í Brasilíu og segir skrif þeirra ógeðsleg Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 19:30 Max Verstappen og Sergio Perez ræða málin fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Vísir/Getty Max Verstappen er síður en svo sáttur með meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum undanfarna daga. Verstappen hefur fengið mikla gagnrýni eftir að hafa neitað að hleypa liðsfélaga sínum fram úr í lok Formúlu 1 kappakstursins í Brasilíu. Í kappakstrinum í Sao Paulo á sunnudaginn neitaði Verstappen að gefa eftir sæti sitt í kappakstrinum til liðsfélaga síns hjá Red Bull, Sergio Perez. Verstappen er löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökumanna en Perez á í harðri baráttu um annað sætið í þeirri keppni. Eftir kappaksturinn var Sergio Perez augljóslega ósáttur með að Verstappen hafi hundsað skipanir liðsstjóranna, sérstaklega í því ljósi að hann hefur stutt Verstappen og hjálpað honum að vinna heimsmeistaratitla tvö ár í röð. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Í kjölfar atviksins spratt upp mikil umræða á samfélagsmiðlum þar sem Verstappen var harðlega gagnrýndur og sakaður um að vera hræðilegur liðsfélagi. Nú hefur Verstappen svarað fyrir umræðuna sem hann segir hafa gengið allt of langt. „Að henda mér strax fyrir rútuna er frekar fáránlegt ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Verstappen um meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum. „Þeir vita ekkert um hvernig ég vinn innan liðsins og hvað liðið er ánægt með hjá mér. Hlutirnir sem ég hef lesið eru frekar ógeðslegir.“ Ummæli Verstappen féllu á blaðamannafundi sem haldinn var í dag en næsti kappakstur í Formúlu 1 er í Abu Dhabi um helgina. Verstappen segir að fjölskylda sín hafi einnig fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum. „Fjölskylda mín hefur orðið fyrir árásum. Systir mín, mamma mín, kærasta mín og pabbi minn hafa öll fengið hótanir. Það er er of langt gengið þegar þú veist ekki staðreyndir málsins. Það verður að stoppa þetta.“ „Ef þú hefur eitthvað við mig að sakast þá er það í góðu lagi. Að fara á eftir fjölskyldu minni er óásættanlegt.“ Hann segir að sambandið við Sergio Perez, sem oftast er kallaður Checo, sé gott. „Við höldum áfram. Í sannleika sagt þá á ég í mjög góðu sambandi við Checo. Ég skil ekki af hverju fólk ræðst að mér þegar það hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig.“ Akstursíþróttir Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Í kappakstrinum í Sao Paulo á sunnudaginn neitaði Verstappen að gefa eftir sæti sitt í kappakstrinum til liðsfélaga síns hjá Red Bull, Sergio Perez. Verstappen er löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökumanna en Perez á í harðri baráttu um annað sætið í þeirri keppni. Eftir kappaksturinn var Sergio Perez augljóslega ósáttur með að Verstappen hafi hundsað skipanir liðsstjóranna, sérstaklega í því ljósi að hann hefur stutt Verstappen og hjálpað honum að vinna heimsmeistaratitla tvö ár í röð. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Í kjölfar atviksins spratt upp mikil umræða á samfélagsmiðlum þar sem Verstappen var harðlega gagnrýndur og sakaður um að vera hræðilegur liðsfélagi. Nú hefur Verstappen svarað fyrir umræðuna sem hann segir hafa gengið allt of langt. „Að henda mér strax fyrir rútuna er frekar fáránlegt ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Verstappen um meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum. „Þeir vita ekkert um hvernig ég vinn innan liðsins og hvað liðið er ánægt með hjá mér. Hlutirnir sem ég hef lesið eru frekar ógeðslegir.“ Ummæli Verstappen féllu á blaðamannafundi sem haldinn var í dag en næsti kappakstur í Formúlu 1 er í Abu Dhabi um helgina. Verstappen segir að fjölskylda sín hafi einnig fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum. „Fjölskylda mín hefur orðið fyrir árásum. Systir mín, mamma mín, kærasta mín og pabbi minn hafa öll fengið hótanir. Það er er of langt gengið þegar þú veist ekki staðreyndir málsins. Það verður að stoppa þetta.“ „Ef þú hefur eitthvað við mig að sakast þá er það í góðu lagi. Að fara á eftir fjölskyldu minni er óásættanlegt.“ Hann segir að sambandið við Sergio Perez, sem oftast er kallaður Checo, sé gott. „Við höldum áfram. Í sannleika sagt þá á ég í mjög góðu sambandi við Checo. Ég skil ekki af hverju fólk ræðst að mér þegar það hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig.“
Akstursíþróttir Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira