Innlent

Þrjár brasilískar konur fluttu inn 1,8 kíló af kókaíni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19
Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19

Þrjár brasilískar konur hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Konurnar eru grunaðar um að hafa flutt saman til landsins 1.785 grömm af kókaíni með flugi frá París. 

Konurnar komu allar saman með flugi frá París til Keflavíkurflugvallar þann 4. september síðastliðinn. Kókaínið sem þær fluttu inn var með 88 til 89 prósent styrkleika og ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Kókaínið földu konurnar innvortis, samtals í 221 pakkningu. 

Konurnar þrjár eru í gæsluvarðhaldi og sitja inni í fangelsinu á Hólmsheiði Þær eru á aldrinum 25 ára til 37 ára. Krafist er þess að þær verði dæmdar til refsingar og greiði allan sakarkostnað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×