Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma Bjarki Sigurðsson skrifar 17. nóvember 2022 13:59 Hagfræðideild Landsbankans spáir 9,3 prósent verðbólgu í nóvember. Vísir/Vilhelm Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Deildin hafði spáð 0,44 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs og raunveruleg hækkun því meiri en von var á. Deildin segir að mesta hækkun á matvöruverði síðan í maí árið 2020 skýri hækkunina. Kjöt hækkaði um 4,8 prósent í verði milli mánaða. Verð á lambakjöti hækkaði mest eða um 16,7 prósent. Húsaleiga og verð á húsgögnum hækka Í Hagsjánni segir að spáð sé 0,27 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Ef svo fer mun tólf mánaða verðbólga fara aftur niður í 9,3 prósent. Spáð er 0,89 prósent hækkun á húsaleigu og mun sú hækkun bera ábyrgð á helmingi hækkun vísitölu neysluverðs. Þá mun verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækka um 0,77 prósent. Veikst hratt á skömmum tíma Hagfræðideildin segir gengi krónunnar hafa veikst hratt á stuttum tíma. Evran var 143 krónur í upphafi mánaðar en fór yfir 150 evrur fyrir þremur dögum síðan. „Þetta er mjög hröð veiking á stuttum tíma en veikinguna má að mestu leyti rekja til aukins vöruskiptahalla á síðustu mánuðum. Hann skýrist svo aftur bæði af auknum vöruinnflutningi og minni vöruútflutningi,“ segir í Hagsjánni. Gengisþróun meginóvissuþáttur Spáð er umtalsvert hærri verðbólgu á næstu mánuðum en spáð var í síðasta mánuði. Upphaflega var spáð 8,8 prósent verðbólgu í nóvember en því var síðar breytt í 9,3 prósent. Nú er spáð 9,5 prósent verðbólgu í desember en gert ráð fyrir að hún falli fljótt eftir það. Hún verði komin í 8,8 prósent í janúar og 8,4 prósent í febrúar. „Líkt og oft áður er gengisþróun krónunnar einn meginóvissuþátturinn í spánni. Sem fyrr segir gerum við samt ráð fyrir því að krónan muni leita til styrkingar til lengri tíma litið og skýrist það af því að við teljum að strax á næsta ári verði afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir í Hagsjánni. Neytendur Íslenska krónan Landsbankinn Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Deildin hafði spáð 0,44 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs og raunveruleg hækkun því meiri en von var á. Deildin segir að mesta hækkun á matvöruverði síðan í maí árið 2020 skýri hækkunina. Kjöt hækkaði um 4,8 prósent í verði milli mánaða. Verð á lambakjöti hækkaði mest eða um 16,7 prósent. Húsaleiga og verð á húsgögnum hækka Í Hagsjánni segir að spáð sé 0,27 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Ef svo fer mun tólf mánaða verðbólga fara aftur niður í 9,3 prósent. Spáð er 0,89 prósent hækkun á húsaleigu og mun sú hækkun bera ábyrgð á helmingi hækkun vísitölu neysluverðs. Þá mun verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækka um 0,77 prósent. Veikst hratt á skömmum tíma Hagfræðideildin segir gengi krónunnar hafa veikst hratt á stuttum tíma. Evran var 143 krónur í upphafi mánaðar en fór yfir 150 evrur fyrir þremur dögum síðan. „Þetta er mjög hröð veiking á stuttum tíma en veikinguna má að mestu leyti rekja til aukins vöruskiptahalla á síðustu mánuðum. Hann skýrist svo aftur bæði af auknum vöruinnflutningi og minni vöruútflutningi,“ segir í Hagsjánni. Gengisþróun meginóvissuþáttur Spáð er umtalsvert hærri verðbólgu á næstu mánuðum en spáð var í síðasta mánuði. Upphaflega var spáð 8,8 prósent verðbólgu í nóvember en því var síðar breytt í 9,3 prósent. Nú er spáð 9,5 prósent verðbólgu í desember en gert ráð fyrir að hún falli fljótt eftir það. Hún verði komin í 8,8 prósent í janúar og 8,4 prósent í febrúar. „Líkt og oft áður er gengisþróun krónunnar einn meginóvissuþátturinn í spánni. Sem fyrr segir gerum við samt ráð fyrir því að krónan muni leita til styrkingar til lengri tíma litið og skýrist það af því að við teljum að strax á næsta ári verði afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir í Hagsjánni.
Neytendur Íslenska krónan Landsbankinn Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Sjá meira