„Maður var bara hálfsmeykur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. nóvember 2022 11:34 Mildi þykir að ekki fór verr er aurskriða féll á veginn. Vísir/Tryggvi Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun. Tveir bílar sem voru á veginum þegar skriðan féll lentu í henni miðri og enduðu utan vegar. Þrír voru í bílunum en engan þeirra sakaði. Það var um sex leytið í morgun sem skriðan féll en íbúar á bænum urðu ekki varir við neitt. „Við fréttum af þessu fyrst þegar lögreglan hringdi í morgun og sagði okkur frá þessu. Það var það hvasst í morgun að maður heyrði ekki neitt fyrir vindunum en það eru alveg ægilegir skruðningar þarna núna enn þá. Maður heyrir það núna. Það er að leka þarna vatn og hrynja grjót. Bévaður óþverri,“ segir Guðmundur Björnsson bóndi á Fagrabæ. Klippa: Aurskriða féll nálægt Fagrabæ í Grýtubakkahreppi Mildi að ekki fór verr Hann skoðaði aðstæður fyrir stundu og segir sárið í fjallinu stórt. „Þar sem er breiðast í miðju fallinu myndi ég skjóta á svona tvo hundruð metra breitt. Það mjókkar bæði upp og niður og dreifir sér svolítið þarna. Fer yfir túnin hjá mér þarna upp frá og girðingar og vegriðið náttúrulega á veginum og lengdin þarna upp og niður það eru tveir, þrír kílómetrar eða eitthvað. Maður sér nú svo sem ekkert nema svona brúnt sár eins og er með allar svona skriður. Alveg ofan af eiginlega toppi af fjallinu og það rétt vantar aðeins að það fari niður í sjó og bíll þarna á leiðinni niður í sjóinn. Alveg hrikalegt að sjá það. Ég hefði ekki viljað vera í honum. Það er eiginlega það hrikalegasta.“ Litlu hafi mátt muna að bílarnir hafi endað úti í sjó.. „Hann fór býsna langt niður eftir. Það vantar ekkert rosa mikið upp á að hann fari alveg fram af.“ Mikil læti Guðmundur segir að sér hafi ekki litist á blikuna þegar hann skoðaði svæðið í morgun. „Ég var nú frekar fljótur til baka. Það voru svo mikil læti. Maður var bara hálfsmeykur. Maður verður ekkert voðalega stór þegar náttúruöflin eru annars vegar.“ Hann er þó ekki á því að yfirgefa heimili sitt að svo stöddu. „Auðvitað getur þetta komið á fleiri stöðum hérna. Það er fjall hérna fyrir ofan hjá okkur en nei nei, við erum ekkert að hugsa um að fara neitt.“ Snjóflóð hafa stundum fallið á svæðinu en aurskriður eru ekki það sem íbúar eiga að venjast. „Það var kominn pínu snjór þarna uppi í fjöllin sem að náttúrulega er búinn að bráðna núna mjög hratt. Það hefur verið sjálfsagt í bland við þessa rigningu sem var fyrir nokkrum dögum síðan án þess ég viti það en það hefur ekki rignt í allavega fjóra daga en þar áður mjög mikið.“ Hlýtt miðað við árstíma Guðmundur segir þó söguna sýna að aurskriður hafi áður fallið á svæðinu. „Það var hérna bær hérna, torfbær, hérna í gamla daga fyrir eitthvað hundrað og fimmtíu árum síðan sem fór í drulluflóði.“ Óvenjulegt tíðafar hafi mögulega sitt að segja en miðað við árstíma hefur verið fremur hlýtt. „Það er náttúrulega núna tíu stiga hiti og sunnanvindur þannig það er náttúrulega alveg með ólíkindum hvernig þetta veður er núna.ׅ“ Fylgst vel með Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í morgun og hafa farið vel yfir stöðuna. „Það sem sagt virðist vera leysingaskriða en við eigum eftir í rauninni að fá staðfest samt sem áður nákvæmlega hvers eðlis hún er.“ segir Esther Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegurinn til Grenivíkur er enn lokaður. Þá er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur og hvort hætta sé á að fleiri skriður falli. „Það er alltaf mjög erfitt að spá fyrir um svona leysingaskriður en við reynum að meta það sem að hægt er en þetta er svo staðbundið alltaf. Þannig það er ekki hægt að spá fyrir þeim og í rauninni erfitt að segja hvort að það séu aðstæður en það sem við sjáum munum við koma á framfæri ef það verður hægt að meta það.“ Esther segir vel fylgst með Austurlandi og Suðausturlandi núna vegna rigninganna undanfarið. „Það er náttúrulega óvenju hlýtt núna og það er það sem að kannski veldur þessu að það er óvenju hlýtt. Svo kemur þarna meiri vindur sem orsakar það að leysingin verður hraðri og það væntanlega nægir og svo er það algjörlega staðbundið hvort að lækur stíflast og veldur þessu eða eitthvað þess háttar.“ Grýtubakkahreppur Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun. Tveir bílar sem voru á veginum þegar skriðan féll lentu í henni miðri og enduðu utan vegar. Þrír voru í bílunum en engan þeirra sakaði. Það var um sex leytið í morgun sem skriðan féll en íbúar á bænum urðu ekki varir við neitt. „Við fréttum af þessu fyrst þegar lögreglan hringdi í morgun og sagði okkur frá þessu. Það var það hvasst í morgun að maður heyrði ekki neitt fyrir vindunum en það eru alveg ægilegir skruðningar þarna núna enn þá. Maður heyrir það núna. Það er að leka þarna vatn og hrynja grjót. Bévaður óþverri,“ segir Guðmundur Björnsson bóndi á Fagrabæ. Klippa: Aurskriða féll nálægt Fagrabæ í Grýtubakkahreppi Mildi að ekki fór verr Hann skoðaði aðstæður fyrir stundu og segir sárið í fjallinu stórt. „Þar sem er breiðast í miðju fallinu myndi ég skjóta á svona tvo hundruð metra breitt. Það mjókkar bæði upp og niður og dreifir sér svolítið þarna. Fer yfir túnin hjá mér þarna upp frá og girðingar og vegriðið náttúrulega á veginum og lengdin þarna upp og niður það eru tveir, þrír kílómetrar eða eitthvað. Maður sér nú svo sem ekkert nema svona brúnt sár eins og er með allar svona skriður. Alveg ofan af eiginlega toppi af fjallinu og það rétt vantar aðeins að það fari niður í sjó og bíll þarna á leiðinni niður í sjóinn. Alveg hrikalegt að sjá það. Ég hefði ekki viljað vera í honum. Það er eiginlega það hrikalegasta.“ Litlu hafi mátt muna að bílarnir hafi endað úti í sjó.. „Hann fór býsna langt niður eftir. Það vantar ekkert rosa mikið upp á að hann fari alveg fram af.“ Mikil læti Guðmundur segir að sér hafi ekki litist á blikuna þegar hann skoðaði svæðið í morgun. „Ég var nú frekar fljótur til baka. Það voru svo mikil læti. Maður var bara hálfsmeykur. Maður verður ekkert voðalega stór þegar náttúruöflin eru annars vegar.“ Hann er þó ekki á því að yfirgefa heimili sitt að svo stöddu. „Auðvitað getur þetta komið á fleiri stöðum hérna. Það er fjall hérna fyrir ofan hjá okkur en nei nei, við erum ekkert að hugsa um að fara neitt.“ Snjóflóð hafa stundum fallið á svæðinu en aurskriður eru ekki það sem íbúar eiga að venjast. „Það var kominn pínu snjór þarna uppi í fjöllin sem að náttúrulega er búinn að bráðna núna mjög hratt. Það hefur verið sjálfsagt í bland við þessa rigningu sem var fyrir nokkrum dögum síðan án þess ég viti það en það hefur ekki rignt í allavega fjóra daga en þar áður mjög mikið.“ Hlýtt miðað við árstíma Guðmundur segir þó söguna sýna að aurskriður hafi áður fallið á svæðinu. „Það var hérna bær hérna, torfbær, hérna í gamla daga fyrir eitthvað hundrað og fimmtíu árum síðan sem fór í drulluflóði.“ Óvenjulegt tíðafar hafi mögulega sitt að segja en miðað við árstíma hefur verið fremur hlýtt. „Það er náttúrulega núna tíu stiga hiti og sunnanvindur þannig það er náttúrulega alveg með ólíkindum hvernig þetta veður er núna.ׅ“ Fylgst vel með Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í morgun og hafa farið vel yfir stöðuna. „Það sem sagt virðist vera leysingaskriða en við eigum eftir í rauninni að fá staðfest samt sem áður nákvæmlega hvers eðlis hún er.“ segir Esther Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegurinn til Grenivíkur er enn lokaður. Þá er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur og hvort hætta sé á að fleiri skriður falli. „Það er alltaf mjög erfitt að spá fyrir um svona leysingaskriður en við reynum að meta það sem að hægt er en þetta er svo staðbundið alltaf. Þannig það er ekki hægt að spá fyrir þeim og í rauninni erfitt að segja hvort að það séu aðstæður en það sem við sjáum munum við koma á framfæri ef það verður hægt að meta það.“ Esther segir vel fylgst með Austurlandi og Suðausturlandi núna vegna rigninganna undanfarið. „Það er náttúrulega óvenju hlýtt núna og það er það sem að kannski veldur þessu að það er óvenju hlýtt. Svo kemur þarna meiri vindur sem orsakar það að leysingin verður hraðri og það væntanlega nægir og svo er það algjörlega staðbundið hvort að lækur stíflast og veldur þessu eða eitthvað þess háttar.“
Grýtubakkahreppur Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira