Á fleygiferð til tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2022 11:15 Orion geimfarið á milli tunglsins og jarðarinnar. NASA Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. Í morgun, þegar rúmur sólarhringur var liðinn frá því að Orion-geimfarinu var skotið á loft var það komið í um 196 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðinni og var þá um 279 þúsund kílómetra frá tunglinu. Geimfarið var þá á tæplega fimm þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Time lapse footage from @NASA_Orion as #Artemis I journeys to the Moon. Orion is scheduled to make its closest approach to the vicinity of the Moon on Nov. 21. pic.twitter.com/6ki89b8lHk— NASA's Johnson Space Center (@NASA_Johnson) November 17, 2022 Geimfarið verður komið til tunglsins þann 21. nóvember og verður á braut um tunglið um nokkuð skeið. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd, fer Orion-geimfarið næst tunglinu í fyrstu sporbraut þess og þeirri síðustu, þegar þyngdarkraftur tunglsins verður notaður til að senda það aftur til jarðarinnar. Í millitíðinni verður geimfarið í um sjötíu þúsund kílómetra fjarlægð frá tunglinu. Heilt yfir á geimferðin að taka tæpa 26 daga. Mynd sem sýnir ferðalag Artemis-1 og smágervihnatta sem einnig er verið að flytja til tunglsins.NASA Helstu markmiðin sem starfsmenn NASA vilja ná með Artemis-1 eru að tryggja að Orion-geimfarið og öll kerfin sem að því snúa virki vel. Um borð er vísindabúnaður sem nota á til að greina möguleg áhrif geimferðar sem þessar á menn en þær greiningar snúa meðal annars að geislun. Geimfarið ber einnig tíu smágervihnetti sem nota á til rannsókna á yfirborði tunglsins og leggja grunn að mönnuðum ferðum þangað. While #Artemis I is uncrewed, a manikin named "Commander Moonikin Campos" is among the test devices flying aboard @NASA_Orion. The name honors NASA engineer Arturo Campos, who helped bring the Apollo 13 crew safely home to Earth. https://t.co/B5x3fSQQ74 pic.twitter.com/2gs2eC7pWi— NASA (@NASA) November 16, 2022 Ánægðir með eldflaugina Þetta var í fyrsta sinn sem Space Launch System eldflauginni var skotið á loft en hún er öflugasta eldflaug sem hefur verið notuð við geimskot og á að vera burðarhestur Artemis-áætlunarinnar. Þróun og framleiðsla SLS hefur einkennst af töfum og vandræðum. SLS hefur reynst mun dýrari en upprunalega stóð til en upprunalega stóð til að skjóta þeirri fyrstu á loft árið 2016. NASA og Boeing hafa þó frestað geimskotinu ítrekað í gegnum árin. Wall Street Journal hefur eftir yfirmönnum NASA að þeir séu ánægðir með það hvernig fyrsta geimskot SLS fór. Það er eftir að fresta þurfti geimskotinu nokkrum sinnum vegna eldsneytisleka og annarra vandræða sem tengdust eldflauginni. Vel gekk að dæla eldsneyti á tanka eldflaugarinnar í aðdragnada geimskotsins en seinna meir greindist leki á einum tankinum. Starfsmönnum NASA tókst þó að laga hann svo hægt var að skjóta eldflauginn og geimfarinu á loft. We are going.For the first time, the @NASA_SLS rocket and @NASA_Orion fly together. #Artemis I begins a new chapter in human lunar exploration. pic.twitter.com/vmC64Qgft9— NASA (@NASA) November 16, 2022 Gerðu annan samning við SpaceX Forsvarsmenn NASA tilkynntu á þriðjudaginn að samningur hefði verið gerður við fyrirtækið SpaceX um að lenda mönnum á tunglinu árið 2027, þegar Artemis-4 verður skotið á loft. Áður hafði samningur verið gerður um að lenda mönnum á tunglinu árið 2025. Þá stendur til að skjóa Artemis-3 á loft og verður það í fyrsta sinn sem menn lenda á tunglinu frá árinu 1972. Fyrst verður þó að skjóta Artemis-2 á loft. Þá verða menn um borð í Orion-geimfari sem fara á svipaða ferð og Artemis-1. Til stendur að fara þá geimferð árið 2024. Bandaríkin Artemis-áætlunin Tunglið Vísindi SpaceX Tengdar fréttir Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Tunglið gæti hafa myndast á nokkrum klukkustundum Mögulegt er að tunglið hafi myndast mun hraðar en talið hefur verið fram að þessu. Hermun tölvulíkans bendir til þess að það kunni að hafa myndast á aðeins nokkrum klukkustundum eftir árekstur jarðarinnar við aðra frumreikistjörnu. 19. október 2022 15:04 Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. 2. júní 2022 08:00 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Í morgun, þegar rúmur sólarhringur var liðinn frá því að Orion-geimfarinu var skotið á loft var það komið í um 196 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðinni og var þá um 279 þúsund kílómetra frá tunglinu. Geimfarið var þá á tæplega fimm þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Time lapse footage from @NASA_Orion as #Artemis I journeys to the Moon. Orion is scheduled to make its closest approach to the vicinity of the Moon on Nov. 21. pic.twitter.com/6ki89b8lHk— NASA's Johnson Space Center (@NASA_Johnson) November 17, 2022 Geimfarið verður komið til tunglsins þann 21. nóvember og verður á braut um tunglið um nokkuð skeið. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd, fer Orion-geimfarið næst tunglinu í fyrstu sporbraut þess og þeirri síðustu, þegar þyngdarkraftur tunglsins verður notaður til að senda það aftur til jarðarinnar. Í millitíðinni verður geimfarið í um sjötíu þúsund kílómetra fjarlægð frá tunglinu. Heilt yfir á geimferðin að taka tæpa 26 daga. Mynd sem sýnir ferðalag Artemis-1 og smágervihnatta sem einnig er verið að flytja til tunglsins.NASA Helstu markmiðin sem starfsmenn NASA vilja ná með Artemis-1 eru að tryggja að Orion-geimfarið og öll kerfin sem að því snúa virki vel. Um borð er vísindabúnaður sem nota á til að greina möguleg áhrif geimferðar sem þessar á menn en þær greiningar snúa meðal annars að geislun. Geimfarið ber einnig tíu smágervihnetti sem nota á til rannsókna á yfirborði tunglsins og leggja grunn að mönnuðum ferðum þangað. While #Artemis I is uncrewed, a manikin named "Commander Moonikin Campos" is among the test devices flying aboard @NASA_Orion. The name honors NASA engineer Arturo Campos, who helped bring the Apollo 13 crew safely home to Earth. https://t.co/B5x3fSQQ74 pic.twitter.com/2gs2eC7pWi— NASA (@NASA) November 16, 2022 Ánægðir með eldflaugina Þetta var í fyrsta sinn sem Space Launch System eldflauginni var skotið á loft en hún er öflugasta eldflaug sem hefur verið notuð við geimskot og á að vera burðarhestur Artemis-áætlunarinnar. Þróun og framleiðsla SLS hefur einkennst af töfum og vandræðum. SLS hefur reynst mun dýrari en upprunalega stóð til en upprunalega stóð til að skjóta þeirri fyrstu á loft árið 2016. NASA og Boeing hafa þó frestað geimskotinu ítrekað í gegnum árin. Wall Street Journal hefur eftir yfirmönnum NASA að þeir séu ánægðir með það hvernig fyrsta geimskot SLS fór. Það er eftir að fresta þurfti geimskotinu nokkrum sinnum vegna eldsneytisleka og annarra vandræða sem tengdust eldflauginni. Vel gekk að dæla eldsneyti á tanka eldflaugarinnar í aðdragnada geimskotsins en seinna meir greindist leki á einum tankinum. Starfsmönnum NASA tókst þó að laga hann svo hægt var að skjóta eldflauginn og geimfarinu á loft. We are going.For the first time, the @NASA_SLS rocket and @NASA_Orion fly together. #Artemis I begins a new chapter in human lunar exploration. pic.twitter.com/vmC64Qgft9— NASA (@NASA) November 16, 2022 Gerðu annan samning við SpaceX Forsvarsmenn NASA tilkynntu á þriðjudaginn að samningur hefði verið gerður við fyrirtækið SpaceX um að lenda mönnum á tunglinu árið 2027, þegar Artemis-4 verður skotið á loft. Áður hafði samningur verið gerður um að lenda mönnum á tunglinu árið 2025. Þá stendur til að skjóa Artemis-3 á loft og verður það í fyrsta sinn sem menn lenda á tunglinu frá árinu 1972. Fyrst verður þó að skjóta Artemis-2 á loft. Þá verða menn um borð í Orion-geimfari sem fara á svipaða ferð og Artemis-1. Til stendur að fara þá geimferð árið 2024.
Bandaríkin Artemis-áætlunin Tunglið Vísindi SpaceX Tengdar fréttir Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Tunglið gæti hafa myndast á nokkrum klukkustundum Mögulegt er að tunglið hafi myndast mun hraðar en talið hefur verið fram að þessu. Hermun tölvulíkans bendir til þess að það kunni að hafa myndast á aðeins nokkrum klukkustundum eftir árekstur jarðarinnar við aðra frumreikistjörnu. 19. október 2022 15:04 Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. 2. júní 2022 08:00 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29
Tunglið gæti hafa myndast á nokkrum klukkustundum Mögulegt er að tunglið hafi myndast mun hraðar en talið hefur verið fram að þessu. Hermun tölvulíkans bendir til þess að það kunni að hafa myndast á aðeins nokkrum klukkustundum eftir árekstur jarðarinnar við aðra frumreikistjörnu. 19. október 2022 15:04
Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. 2. júní 2022 08:00
Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43