Maddison segist klár í slaginn en Walker missir af fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 23:01 Frá æfingu enska liðsins á Al Wakrah leikvanginum í dag. Vísir/Getty Kyle Walker verður ekki með Englendingum í fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst á sunnudag. James Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef hann fær kallið. Allir leikmenn enska landsliðsins æfðu saman í dag í fyrsta skipti síðan Gareth Soutgate landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í síðustu viku. Þar á meðal Kyle Walker sem fór í aðgerð á nára í október og hefur ekki leikið með Manchester City síðan þá. James Maddison meiddist í síðasta leik Leicester í ensku úrvalsdeildinni gegn West Ham á laugardaginn. Óttast var um þátttöku hans í Katar en Maddison vann sér sæti í enska landsliðshópnum með frábærri frammistöðu í ensku deildinni undanfarnar vikur. Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef Southgate þarf á honum að halda. „Ég þarf að vera tilbúinn ef ég fæ kallið. Mér finnst ég vera í góðu formi, hef verið að skora mörk. Við erum með frábæran hóp og það gæti verið að þú fáir bara eitt tækifæri til að sýna öllum hvað þú getur gert og að þú sért maðurinn til að hjálpa liðinu. Ég verð tilbúinn þegar það tækifæri kemur,“ sagði Maddison á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Ég fór í skoðun daginn áður en hópurinn kom saman og sú skoðun var jákvæð. Ég var í smá vandræðum í vikunni fyrir leikinn gegn West Ham, eftir leikinn gegn Everton. Ég vildi spila gegn West Ham, ég vildi reyna vegna heimsmeistaramótsins. Ég vildi hjálpa Leicester,“ bætti Maddison við. Hann segir að meiðslin sem hann varð fyrir gegn West Ham hafi verið smávægileg. „Mér tókst að skora snemma og halda áfram eftir það. Ég var aumur og varð verri eftir því sem leið á leikinn. Mér fannst betra að ég kæmi útaf og að einhver annar leikmaður kæmi inn sem væri ekki í vandræðum með að klára heilan sprett. Það er smá vinna framundan með sjúkraþjálfurunum en það ætti ekki að vera neitt áhyggjuefni.“ Sama verður ekki sagt um Kyle Walker sem æfði þó með enska liðinu í dag. Í frétt Skysports kemur fram að Walker verði ekki með í fyrsta leik Englendinga gegn Íran á mánudag. Enska liðið er þó ekki á flæðiskeri statt hvað varðar hægri bakverði því tveir slíkir eru í hópnum fyrir utan Walker og það er eru engir aukvisar, Trent Alexander Arnold leikmaður Liverpool og Kieran Trippier leikmaður Newcastle. HM 2022 í Katar Enski boltinn Tengdar fréttir Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Allir leikmenn enska landsliðsins æfðu saman í dag í fyrsta skipti síðan Gareth Soutgate landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í síðustu viku. Þar á meðal Kyle Walker sem fór í aðgerð á nára í október og hefur ekki leikið með Manchester City síðan þá. James Maddison meiddist í síðasta leik Leicester í ensku úrvalsdeildinni gegn West Ham á laugardaginn. Óttast var um þátttöku hans í Katar en Maddison vann sér sæti í enska landsliðshópnum með frábærri frammistöðu í ensku deildinni undanfarnar vikur. Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef Southgate þarf á honum að halda. „Ég þarf að vera tilbúinn ef ég fæ kallið. Mér finnst ég vera í góðu formi, hef verið að skora mörk. Við erum með frábæran hóp og það gæti verið að þú fáir bara eitt tækifæri til að sýna öllum hvað þú getur gert og að þú sért maðurinn til að hjálpa liðinu. Ég verð tilbúinn þegar það tækifæri kemur,“ sagði Maddison á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Ég fór í skoðun daginn áður en hópurinn kom saman og sú skoðun var jákvæð. Ég var í smá vandræðum í vikunni fyrir leikinn gegn West Ham, eftir leikinn gegn Everton. Ég vildi spila gegn West Ham, ég vildi reyna vegna heimsmeistaramótsins. Ég vildi hjálpa Leicester,“ bætti Maddison við. Hann segir að meiðslin sem hann varð fyrir gegn West Ham hafi verið smávægileg. „Mér tókst að skora snemma og halda áfram eftir það. Ég var aumur og varð verri eftir því sem leið á leikinn. Mér fannst betra að ég kæmi útaf og að einhver annar leikmaður kæmi inn sem væri ekki í vandræðum með að klára heilan sprett. Það er smá vinna framundan með sjúkraþjálfurunum en það ætti ekki að vera neitt áhyggjuefni.“ Sama verður ekki sagt um Kyle Walker sem æfði þó með enska liðinu í dag. Í frétt Skysports kemur fram að Walker verði ekki með í fyrsta leik Englendinga gegn Íran á mánudag. Enska liðið er þó ekki á flæðiskeri statt hvað varðar hægri bakverði því tveir slíkir eru í hópnum fyrir utan Walker og það er eru engir aukvisar, Trent Alexander Arnold leikmaður Liverpool og Kieran Trippier leikmaður Newcastle.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Tengdar fréttir Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05
B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01