Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2022 19:21 Börn í bænum Solonka í Lviv héraði skammt frá landamærunum að Póllandi skoðuðu í dag sprengjugíg eftir rússneska eldflaug í gær. AP/Mykola Tys Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa. Umheiminum var brugðið í gærkvöldi þegar eldflaug varð tveimur að bana skammt frá bænum Przewodów rétt innan landamæra Póllands og Úkraínu. Pólska stjórnin boðaði þjóðaröryggisráð sitt saman og NATO-leiðtogar á leiðtogafundi tuttugu helstu iðnríkja heims á Balí réðu ráðum sínum. Leiðtogar NATO ríkja og G7 komu saman til neyðarfundar á ráðstefnu G20 ríkjanna á Balí í Indónesíu í morgun vegna Úkraínu og Póllands.AP/Doug Mills Í fyrstu var sterkur grunur um að rússneska eldflaug hefði verið að ræða, enda skutu þeir um hundrað eldflaugum á borgir og bæi í Úkraínu í gær og ollu miklu tjóni á innviðum landsins. Það hefði getað þýtt árás Rússa á NATO ríki og þar með kallað á viðbrögð þeirra. Úkraínumenn sögðust þó hafa náð að skjóta um 70 af eldflaugum Rússa niður. Í dag varð svo ljóst að það var ein loftvarnaflauga þeirra sem hafnaði í Póllandi. Andrzej Duda forseti Póllands segir Úkraínumenn hafa verið í fullum rétti til að verja sig fyrir umfangsmiklum eldflaugaárásum Rússa.AP/Peter Dejong Andrzej Duda forseti Póllands segir því ekkert benda til að um skipulega árás á Pólland hafi verið að ræða. Rússar hefðu hins vegar skotið fjölda eldflauga á borgir eins Lviv nærri landamærum Póllands. „Úkraína var að verja sig sem kallaði á eldflaugaskot til að granda rússneskum eldflaugum. Þetta var mjög alvarleg ögrun sem í þetta skiptið eins og í gegnum allt stríðið var algerlega á ábyrgð Rússa. Þannig að Rússar eru einir ábyrgir fyrir bardaganum í gær,“ sagði Duda í dag. Stór hluti Úkraínu var rafmagnslaus eftir árásir gærdagsins. Hús voru víða án húshitunar og vatns. Þá blasir við mikil eyðilegging þaðan sem Rússar hafa flúið í Kherson héraði. „Það er ekkert vatn. Sem betur fer höfum við aðgang að brunni. Án hans væri ástandið enn verra. Við kaupum vatn. Þeir bera það frá Mykolayiv. Þannig er líf okkar núna,“ segir Olha Ismailova innan um rústirnar af heimili hennar í bænum Posad-Pokrovske. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Rússa bera alla ábyrgð á því að loftvarnaskeyti Úkraínumanna hafnaði í Póllandi.AP/Olivier Matthys Leiðtogar NATO ríkja á G20 fundinum ítrekuðu allir áframhaldandi stuðning sinn við Úkraínu og það gerði forystufólk Evrópusambandsins einnig. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir ekkert benda til að Rússar undirbúi árás á NATO-ríki. „En ég undristrika að þetta er ekki Úkraínu að kenna. Rússar bera alla ábyrgð með stöðugum og ólöglegum stríðsrekstri sínum gegn Úkraínumönnum,“ segir Stoltenberg. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Pólland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54 Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Umheiminum var brugðið í gærkvöldi þegar eldflaug varð tveimur að bana skammt frá bænum Przewodów rétt innan landamæra Póllands og Úkraínu. Pólska stjórnin boðaði þjóðaröryggisráð sitt saman og NATO-leiðtogar á leiðtogafundi tuttugu helstu iðnríkja heims á Balí réðu ráðum sínum. Leiðtogar NATO ríkja og G7 komu saman til neyðarfundar á ráðstefnu G20 ríkjanna á Balí í Indónesíu í morgun vegna Úkraínu og Póllands.AP/Doug Mills Í fyrstu var sterkur grunur um að rússneska eldflaug hefði verið að ræða, enda skutu þeir um hundrað eldflaugum á borgir og bæi í Úkraínu í gær og ollu miklu tjóni á innviðum landsins. Það hefði getað þýtt árás Rússa á NATO ríki og þar með kallað á viðbrögð þeirra. Úkraínumenn sögðust þó hafa náð að skjóta um 70 af eldflaugum Rússa niður. Í dag varð svo ljóst að það var ein loftvarnaflauga þeirra sem hafnaði í Póllandi. Andrzej Duda forseti Póllands segir Úkraínumenn hafa verið í fullum rétti til að verja sig fyrir umfangsmiklum eldflaugaárásum Rússa.AP/Peter Dejong Andrzej Duda forseti Póllands segir því ekkert benda til að um skipulega árás á Pólland hafi verið að ræða. Rússar hefðu hins vegar skotið fjölda eldflauga á borgir eins Lviv nærri landamærum Póllands. „Úkraína var að verja sig sem kallaði á eldflaugaskot til að granda rússneskum eldflaugum. Þetta var mjög alvarleg ögrun sem í þetta skiptið eins og í gegnum allt stríðið var algerlega á ábyrgð Rússa. Þannig að Rússar eru einir ábyrgir fyrir bardaganum í gær,“ sagði Duda í dag. Stór hluti Úkraínu var rafmagnslaus eftir árásir gærdagsins. Hús voru víða án húshitunar og vatns. Þá blasir við mikil eyðilegging þaðan sem Rússar hafa flúið í Kherson héraði. „Það er ekkert vatn. Sem betur fer höfum við aðgang að brunni. Án hans væri ástandið enn verra. Við kaupum vatn. Þeir bera það frá Mykolayiv. Þannig er líf okkar núna,“ segir Olha Ismailova innan um rústirnar af heimili hennar í bænum Posad-Pokrovske. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Rússa bera alla ábyrgð á því að loftvarnaskeyti Úkraínumanna hafnaði í Póllandi.AP/Olivier Matthys Leiðtogar NATO ríkja á G20 fundinum ítrekuðu allir áframhaldandi stuðning sinn við Úkraínu og það gerði forystufólk Evrópusambandsins einnig. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir ekkert benda til að Rússar undirbúi árás á NATO-ríki. „En ég undristrika að þetta er ekki Úkraínu að kenna. Rússar bera alla ábyrgð með stöðugum og ólöglegum stríðsrekstri sínum gegn Úkraínumönnum,“ segir Stoltenberg.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Pólland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54 Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54
Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33
Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43