Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar heyrum við í fulltrúum Bankasýslu ríkisins að loknum fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem fram fór í morgun.

Þar var skýrsla Ríkisendurskoðunar til umfjöllunar en í skýrslunni kemur fram hörð gagnrýni á Bankasýsluna. 

Einnig fjöllum við um sprenginguna sem var í Póllandi í gær en um tíma var óttast að Rússar hefðu gert árás á Natóríkið Pólland, sem hefði getað haft voveiflegar afleiðingar. Nú virðist ljóst að um hafi verið að ræða loftvarnaflaug sem skotið var af Úkraínumönnum og lenti fyrir slysni innan landamæra Póllands.

Þá verður fjallað um stóra kókaínmálið svokallaða en fyrirtaka var í málinu í morgun. 

Að endingu fjöllum við um dag íslenskrar tungu, sem haldinn er hátíðlegur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×