„Óvenjulega rætin“ ummæli Agnesar um Aldísi dæmd ómerk Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 18:18 Agnes Bragadóttir, fyrrverandi blaðamaður. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fern ummæli Agnesar Bragadóttur, fyrrverandi blaðamanns, um Aldísi Schram ómerk í dag. Framsetning ummæla hennar var talin óvenjulega rætin. Aldís stefndi Agnesi fyrir það sem hún taldi meiðyrði um sig á Facebook-síðu Agnesar og Bryndísar Schram, móður Aldísar. Agnes er vinkona Bryndísar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, foreldra Aldísar en Aldís hefur um árabil sakað föður sinn um kynferðisofbeldi. Hún taldi ummæli Agnesar bæði ósönn og ósmekkleg og til þess fallin að verða virðingu hennar til hnekkis. Ummælin væru ennfremur algerlega án tilefnis. Agnes ýjaði meðal annars að því í ummælum sínum að Aldís hefði reynt að nauðga sér á læstri sjúkrastofu á geðdeild Landspítalans. Hún hafnaði boði Aldísar um að láta málið niður falla gegn því að hún drægi ummælin til baka, bæðist afsökunar og greiddi miskabætur. Klúr, smekklaus og meiðandi framsetning ummæla Héraðsdómur taldi að ummæli Agnesar væru í eðli sínu staðhæfingar um staðreyndir frekar en gildisdómar. Að hluta til hafi þau fjallað um ætlaða refsiverða háttsemi. Ekki var tekin afstaða til þess hvort að fullyrðingar Agnesar um að Aldís hefði ráðist á sig og hótað að naugða sér á geðdeildinni væru sannar eða ekki. Þess í stað taldi dómurinn að Agnes hefði með ummælum sínum brotið gegn trúnaðarskyldum sem hvíldu á henni þegar hún heimsótti Aldísi á geðdeild. Tilgangur ummælanna hafi verið illvilji Agnesar í garð Aldísar. Agnes gæti ekki borið því við að um gildisdóm hafi verið að ræða þar sem þeir þurfi að eiga sér stoð í staðreyndum. Ekki megi heldur setja fram gildisdóma af hreinum illvilja. „Loks er framsetning ummæla stefndu svo klúr, smekklaus og meiðandi að útyfir tekur,“ sagði í dómnum. Niðurstaða dómsins var að í ummælum Agnesar hafi falist meingerð gegn æru Aldísar. Ekkert hafi komið fram í málinu sem gæti réttlætt þau og þau hafi verið engum gögnum eða rökum studd. Agnes hafi jafnframt ekki reynt að bera af sér ummælin á nokkurn hátt og þvert á móti haldið því fram að þau væru sönn. Agnes var þó sýknuð af kröfu Aldísar um að standa straum af birtingu dómsins opinberlega. Hún þarf engu að síður að greiða Aldísi 600.000 krónur í miskabætur og eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Aldís stefndi Agnesi fyrir það sem hún taldi meiðyrði um sig á Facebook-síðu Agnesar og Bryndísar Schram, móður Aldísar. Agnes er vinkona Bryndísar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, foreldra Aldísar en Aldís hefur um árabil sakað föður sinn um kynferðisofbeldi. Hún taldi ummæli Agnesar bæði ósönn og ósmekkleg og til þess fallin að verða virðingu hennar til hnekkis. Ummælin væru ennfremur algerlega án tilefnis. Agnes ýjaði meðal annars að því í ummælum sínum að Aldís hefði reynt að nauðga sér á læstri sjúkrastofu á geðdeild Landspítalans. Hún hafnaði boði Aldísar um að láta málið niður falla gegn því að hún drægi ummælin til baka, bæðist afsökunar og greiddi miskabætur. Klúr, smekklaus og meiðandi framsetning ummæla Héraðsdómur taldi að ummæli Agnesar væru í eðli sínu staðhæfingar um staðreyndir frekar en gildisdómar. Að hluta til hafi þau fjallað um ætlaða refsiverða háttsemi. Ekki var tekin afstaða til þess hvort að fullyrðingar Agnesar um að Aldís hefði ráðist á sig og hótað að naugða sér á geðdeildinni væru sannar eða ekki. Þess í stað taldi dómurinn að Agnes hefði með ummælum sínum brotið gegn trúnaðarskyldum sem hvíldu á henni þegar hún heimsótti Aldísi á geðdeild. Tilgangur ummælanna hafi verið illvilji Agnesar í garð Aldísar. Agnes gæti ekki borið því við að um gildisdóm hafi verið að ræða þar sem þeir þurfi að eiga sér stoð í staðreyndum. Ekki megi heldur setja fram gildisdóma af hreinum illvilja. „Loks er framsetning ummæla stefndu svo klúr, smekklaus og meiðandi að útyfir tekur,“ sagði í dómnum. Niðurstaða dómsins var að í ummælum Agnesar hafi falist meingerð gegn æru Aldísar. Ekkert hafi komið fram í málinu sem gæti réttlætt þau og þau hafi verið engum gögnum eða rökum studd. Agnes hafi jafnframt ekki reynt að bera af sér ummælin á nokkurn hátt og þvert á móti haldið því fram að þau væru sönn. Agnes var þó sýknuð af kröfu Aldísar um að standa straum af birtingu dómsins opinberlega. Hún þarf engu að síður að greiða Aldísi 600.000 krónur í miskabætur og eina og hálfa milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira