Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. Við höldum áfram að fjalla um Íslandsbankaskýrsluna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem heitar umræður hafa staðið yfir um hana í dag.

Um eitt hundrað eldflaugum var skotið á íbúðahverfi í nokkrum borgum í Úkraínu í dag og er árásin sú umfangsmesta frá upphafi innrásar Rússa. Nær algjört rafmagsnleysi er í Kænugarði en íbúi segist hafa reiknað með stórri árás eftir hernaðarsigur Úkraínumanna.

Við heyrum í Óskari og hittum rússnesk hjón sem hafa mótmælt stríðinu í Úkraínu og fá ekki pólitískt hæli á Íslandi. Þau verða flutt til Ítalíu á morgun. Hjónin hafa komið reglulega til Íslands með ferðamenn síðan 2018 og hafa þegar fengið atvinnutilboð en kærunefnd Útlendingamála taldi það ekki næga ástæðu til að veita þeim hæli.

Siguratriði Skrekks í ár fjallaði um meinta fordóma fullorðinna gagnvart unglingamenningu – við hittum flytjendur þess, heyrum allt um sögu atriðisins og kíkjum í verslun sem selur ekkert í plastumbúðum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×