Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 08:01 Faðirinn hélt áfram að kalla til Brynjars Karls á leið sinni aftur að áhorfendapöllunum. Á meðan biðu leikmenn liðanna. Skjáskot/Vimeo-síða Þórs Þorlákshafnar Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. Atvikið átti sér stað í leik sameinaðs liðs Aþenu og Leiknis við sameinað lið Hamars og Þórs, í Þorlákshöfn fyrr í þessum mánuði. Á myndbandi frá leiknum má heyra glöggt þegar faðirinn lætur Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfara Aþenu/Leiknis, heyra það. „Nú skaltu hætta þessu bulli hérna. Hvað er að þér þarna klikkhaus? Stelpan er grátandi hérna út af þér,“ segir faðirinn meðal annars. Brynjar hafði skipt dóttur mannsins af velli snemma leiks og varið drjúgum tíma í að ræða við og skamma leikmanninn, sem kominn er á þrítugsaldur. Ljóst er að faðirinn fékk að lokum nóg, gerði sér ferð af áhorfendapöllunum og yfir að hliðarlínunni á hinum enda vallarins, þar sem Brynjar, dóttirin og aðrir varamenn voru. Leikurinn var sýndur á Vimeo-síðu Þórs Þorlákshafnar og hér að neðan má sjá brot þaðan úr leiknum þegar faðirinn og Brynjar deila, áður en að dómari skerst í leikinn og sér til þess að faðirinn snúi aftur í sæti sitt. Textun myndbandsins er Vísis. Klippa: Faðir hellti sér yfir þjálfara í Þorlákshöfn „Þú skalt passa þig“ Eftir að dómarinn hafði blandað sér í málið hélt faðirinn áfram og talaði til dómarans: „Heyrðu, það verður að hafa stjórn á honum hérna. Hann er að ráðast hérna á hana,“ áður en leikmaðurinn bað pabba sinn um að hætta. Áður en faðirinn gekk aftur til síns sætis kallaði hann ítrekað til Brynjars: „Þú skalt passa þig.“ Vísir leitaði viðbragða Brynjars við málinu en hann kvaðst ekkert vilja tjá sig og furðaði sig á því að blaðamaður teldi að um fréttaefni væri að ræða. Hvorki náðist í föður leikmannsins né leikmanninn sjálfan. Brynjar er sennilega umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins en þjálfunaraðferðir hans vöktu mikla athygli eftir útkomu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, þar sem hann og stúlknalið sem hann þjálfaði voru í sviðsljósinu. Voru aðferðir hans sérstaklega gagnrýndar þar sem að þá var hann að þjálfa börn. Þjálfunaraðferðir Brynjars vöktu fyrst athygli eftir að hann hafði þjálfað stelpur í Stjörnunni en í yfirlýsingu eftir brotthvarf hans bað félagið iðkendur og foreldra innilega afsökunar á framferði þjálfarans. Hann fór þaðan til ÍR og stýrði liðinu sem er í aðalhlutverki í Hækkum rána, en hætti þar vorið 2019 og gerðist svo yfirþjálfari nýstofnaðs liðs Aþenu þar sem Brynjar stýrir nú meistaraflokksliði, sem sameinaðist Leikni í sumar og leikur í næstefstu deild eins og fyrr segir. Aganefnd KKÍ virðist ekki hafa borist málið í Þorlákshöfn til neinnar úrlausnar en í síðustu viku ákvað hún að áminna Aþenu/Leikni vegna háttsemi stuðningsmanna í fyrsta heimaleik liðsins eftir ferðina til Þorlákshafnar, þegar liðið mætti Ármanni 5. nóvember. Körfubolti Þór Þorlákshöfn Leiknir Reykjavík Ölfus Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Atvikið átti sér stað í leik sameinaðs liðs Aþenu og Leiknis við sameinað lið Hamars og Þórs, í Þorlákshöfn fyrr í þessum mánuði. Á myndbandi frá leiknum má heyra glöggt þegar faðirinn lætur Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfara Aþenu/Leiknis, heyra það. „Nú skaltu hætta þessu bulli hérna. Hvað er að þér þarna klikkhaus? Stelpan er grátandi hérna út af þér,“ segir faðirinn meðal annars. Brynjar hafði skipt dóttur mannsins af velli snemma leiks og varið drjúgum tíma í að ræða við og skamma leikmanninn, sem kominn er á þrítugsaldur. Ljóst er að faðirinn fékk að lokum nóg, gerði sér ferð af áhorfendapöllunum og yfir að hliðarlínunni á hinum enda vallarins, þar sem Brynjar, dóttirin og aðrir varamenn voru. Leikurinn var sýndur á Vimeo-síðu Þórs Þorlákshafnar og hér að neðan má sjá brot þaðan úr leiknum þegar faðirinn og Brynjar deila, áður en að dómari skerst í leikinn og sér til þess að faðirinn snúi aftur í sæti sitt. Textun myndbandsins er Vísis. Klippa: Faðir hellti sér yfir þjálfara í Þorlákshöfn „Þú skalt passa þig“ Eftir að dómarinn hafði blandað sér í málið hélt faðirinn áfram og talaði til dómarans: „Heyrðu, það verður að hafa stjórn á honum hérna. Hann er að ráðast hérna á hana,“ áður en leikmaðurinn bað pabba sinn um að hætta. Áður en faðirinn gekk aftur til síns sætis kallaði hann ítrekað til Brynjars: „Þú skalt passa þig.“ Vísir leitaði viðbragða Brynjars við málinu en hann kvaðst ekkert vilja tjá sig og furðaði sig á því að blaðamaður teldi að um fréttaefni væri að ræða. Hvorki náðist í föður leikmannsins né leikmanninn sjálfan. Brynjar er sennilega umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins en þjálfunaraðferðir hans vöktu mikla athygli eftir útkomu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, þar sem hann og stúlknalið sem hann þjálfaði voru í sviðsljósinu. Voru aðferðir hans sérstaklega gagnrýndar þar sem að þá var hann að þjálfa börn. Þjálfunaraðferðir Brynjars vöktu fyrst athygli eftir að hann hafði þjálfað stelpur í Stjörnunni en í yfirlýsingu eftir brotthvarf hans bað félagið iðkendur og foreldra innilega afsökunar á framferði þjálfarans. Hann fór þaðan til ÍR og stýrði liðinu sem er í aðalhlutverki í Hækkum rána, en hætti þar vorið 2019 og gerðist svo yfirþjálfari nýstofnaðs liðs Aþenu þar sem Brynjar stýrir nú meistaraflokksliði, sem sameinaðist Leikni í sumar og leikur í næstefstu deild eins og fyrr segir. Aganefnd KKÍ virðist ekki hafa borist málið í Þorlákshöfn til neinnar úrlausnar en í síðustu viku ákvað hún að áminna Aþenu/Leikni vegna háttsemi stuðningsmanna í fyrsta heimaleik liðsins eftir ferðina til Þorlákshafnar, þegar liðið mætti Ármanni 5. nóvember.
Körfubolti Þór Þorlákshöfn Leiknir Reykjavík Ölfus Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira