Telja göngubann ekki samræmast lögum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 11:49 Gylfi Arnbjörnsson er formaður stjórnar Útivistar. Ferðafélagið Útivist telur bann við göngu upp Kirkjufell samræmist ekki lögum um almannarétt. Ekki sé hægt að setja ferðir óvanra göngumanna undir sama hatt og ferðir skipulagðra hópa sem búa að mikilli þekkingu. Í síðustu viku tilkynntu landeigendur við Kirkjufell við Grundarfjörð að allar göngur á fjallið yrðu bannaðar þar til um miðjan júní. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar þess að ferðamaður lést er hann var á göngu á fjallinu fyrir tæpum mánuði síðan. „Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður,“ segir í yfirlýsingu sem landeigendurnir sendu frá sér. Stjórn ferðafélagsins Útivist er sammála um að draga þurfi úr slysahættu á fjallinu og segja það vera skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Stjórnin telur þó bannið ekki vera í samræmi við lög um almannarétt. Þá sé mikill munur á skipulögðum göngum hópa og ferðum óvanra göngumanna sem ekki þekkja aðstæður. „Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks,“ segir í ályktun stjórnar Útivistar um bannið. Stjórnin telur mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli. Til dæmis sé hægt að setja upp upplýsingaskilti um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum slóðum. Hér fyrir neðan má lesa ályktun stjórnarinnar í heild sinni. Nú nýverið tóku eigendur lands við Kirkjufell hjá Grundarfirði ákvörðun um að banna gönguferðir á fjallið í vetur eða allt þar til varptíma lýkur næsta vor. Þetta er gert í ljósi mikillar slysahættu á fjallinu og þeirra dauðaslysa sem þar hafa orðið á síðustu árum. Áhyggjur af slysahættu á fjallinu eru skiljanlegar. Vaxandi umferð af óvönum og illa búnum göngumönnum hefur haft hörmulegar afleiðingar á undanförnum árum eins og fram kemur í tilkynningu landeiganda. Jafnframt hafa björgunaraðilar þurft að setja sig í mjög erfiðar aðstæður í kjölfar þessara slysa. Fram hjá þessu verður ekki litið og því skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til einhverra aðgerða. Engu að síður telur stjórn Útivistar rétt að minna á almannaréttinn sem fjallað er um í IV kafla náttúruverndarlaga. Bann landeiganda við göngu á fjallið er ekki í samræmi við lög um almannarétt. Jafnframt bendir stjórnin á að ekki er hægt að setja undir sama hatt gönguferðir óvanra illa búna göngumanna, sem ekki þekkja aðstæður, og ferðir skipulagða hópa sem sem búa að mikilli þekkingu til að tryggja öryggi og meta aðstæður. Ferðafélagið Útivist hefur staðið fyrir ferðum á Kirkjufell og þá ávallt staðið þannig að málum að öryggi sé tryggt sem best. Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks. Í þessu ljósi telur stjórn Útivistar mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli, m.a með uppsetningu upplýsingaskilta um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum stöðum. Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. 8. nóvember 2022 21:00 Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. 8. nóvember 2022 17:56 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Í síðustu viku tilkynntu landeigendur við Kirkjufell við Grundarfjörð að allar göngur á fjallið yrðu bannaðar þar til um miðjan júní. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar þess að ferðamaður lést er hann var á göngu á fjallinu fyrir tæpum mánuði síðan. „Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður,“ segir í yfirlýsingu sem landeigendurnir sendu frá sér. Stjórn ferðafélagsins Útivist er sammála um að draga þurfi úr slysahættu á fjallinu og segja það vera skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Stjórnin telur þó bannið ekki vera í samræmi við lög um almannarétt. Þá sé mikill munur á skipulögðum göngum hópa og ferðum óvanra göngumanna sem ekki þekkja aðstæður. „Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks,“ segir í ályktun stjórnar Útivistar um bannið. Stjórnin telur mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli. Til dæmis sé hægt að setja upp upplýsingaskilti um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum slóðum. Hér fyrir neðan má lesa ályktun stjórnarinnar í heild sinni. Nú nýverið tóku eigendur lands við Kirkjufell hjá Grundarfirði ákvörðun um að banna gönguferðir á fjallið í vetur eða allt þar til varptíma lýkur næsta vor. Þetta er gert í ljósi mikillar slysahættu á fjallinu og þeirra dauðaslysa sem þar hafa orðið á síðustu árum. Áhyggjur af slysahættu á fjallinu eru skiljanlegar. Vaxandi umferð af óvönum og illa búnum göngumönnum hefur haft hörmulegar afleiðingar á undanförnum árum eins og fram kemur í tilkynningu landeiganda. Jafnframt hafa björgunaraðilar þurft að setja sig í mjög erfiðar aðstæður í kjölfar þessara slysa. Fram hjá þessu verður ekki litið og því skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til einhverra aðgerða. Engu að síður telur stjórn Útivistar rétt að minna á almannaréttinn sem fjallað er um í IV kafla náttúruverndarlaga. Bann landeiganda við göngu á fjallið er ekki í samræmi við lög um almannarétt. Jafnframt bendir stjórnin á að ekki er hægt að setja undir sama hatt gönguferðir óvanra illa búna göngumanna, sem ekki þekkja aðstæður, og ferðir skipulagða hópa sem sem búa að mikilli þekkingu til að tryggja öryggi og meta aðstæður. Ferðafélagið Útivist hefur staðið fyrir ferðum á Kirkjufell og þá ávallt staðið þannig að málum að öryggi sé tryggt sem best. Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks. Í þessu ljósi telur stjórn Útivistar mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli, m.a með uppsetningu upplýsingaskilta um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum stöðum.
Nú nýverið tóku eigendur lands við Kirkjufell hjá Grundarfirði ákvörðun um að banna gönguferðir á fjallið í vetur eða allt þar til varptíma lýkur næsta vor. Þetta er gert í ljósi mikillar slysahættu á fjallinu og þeirra dauðaslysa sem þar hafa orðið á síðustu árum. Áhyggjur af slysahættu á fjallinu eru skiljanlegar. Vaxandi umferð af óvönum og illa búnum göngumönnum hefur haft hörmulegar afleiðingar á undanförnum árum eins og fram kemur í tilkynningu landeiganda. Jafnframt hafa björgunaraðilar þurft að setja sig í mjög erfiðar aðstæður í kjölfar þessara slysa. Fram hjá þessu verður ekki litið og því skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til einhverra aðgerða. Engu að síður telur stjórn Útivistar rétt að minna á almannaréttinn sem fjallað er um í IV kafla náttúruverndarlaga. Bann landeiganda við göngu á fjallið er ekki í samræmi við lög um almannarétt. Jafnframt bendir stjórnin á að ekki er hægt að setja undir sama hatt gönguferðir óvanra illa búna göngumanna, sem ekki þekkja aðstæður, og ferðir skipulagða hópa sem sem búa að mikilli þekkingu til að tryggja öryggi og meta aðstæður. Ferðafélagið Útivist hefur staðið fyrir ferðum á Kirkjufell og þá ávallt staðið þannig að málum að öryggi sé tryggt sem best. Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks. Í þessu ljósi telur stjórn Útivistar mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli, m.a með uppsetningu upplýsingaskilta um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum stöðum.
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. 8. nóvember 2022 21:00 Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. 8. nóvember 2022 17:56 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
„Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. 8. nóvember 2022 21:00
Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. 8. nóvember 2022 17:56
„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15