Sálfræðiþjónusta á krossgötum Gyða Dögg Einarsdóttir, Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir, Hrafnhildur Lilja Harðardóttir, Logi Úlfarsson, Ásta Sigrún Gunnarsdóttir og Guðrún Carstensdóttir skrifa 15. nóvember 2022 08:30 Síðustu ár hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli inn í heilsugæslu á Íslandi. Þeir starfa á heilsugæslustöðvum, í geðheilsuteymum og geðheilsumiðstöð barna. Sálfræðingar sem starfa í heilsugæslu á landsvísu stofnuðu nýlega Félag sálfræðinga í heilsugæslu. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að standa vörð um samræmd og gagnreynd fyrirmyndarvinnubrögð sem byggja á klínískum leiðbeiningum hjá sálfræðingum sem starfa í heilsugæslu, efla samstarf sálfræðinga í heilsugæslu á landsvísu og standa að fræðslu og umræðu um geðheilbrigðismál og forvarnir. Stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sálfræðiþjónustan er mikilvægur hluti grunnþjónustu heilsugæslunnar, en heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þjónustar um 178.000 einstaklinga. Á síðustu mánuðum hefur sálfræðiþjónustan beðið hnekki vegna þeirra aðgerða sem stjórnendur hafa gripið til. Þær fólust í því að gera breytingar á þjónustu sálfræðinga án samráðs við og í óþökk stórs hluta starfandi sálfræðinga innan heilsugæslunnar. Í tengslum við þessar breytingar hefur fjöldi sálfræðinga sagt upp störfum og hefur mikil reynsla og þekking þannig tapast. Vegna óánægju og brotthvarfs sálfræðinga hefur lítil uppbygging getað átt sér stað síðustu mánuði og í raun má segja að þjónustunni hafi farið aftur. Biðlistar, sem þegar voru langir, hafa lengst enn frekar. Þessar breytingar hafa þannig haft mikil áhrif á aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarleg staða sem framkvæmdarstjórn heilsugæslunnar og stjórnvöld þurfa að bregðast við hið fyrsta. Skert aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að móta stefnu og aðgerðaráætlanir um geðheilbrigðismál síðustu ár. Síðastliðið sumar var samþykkt stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Þar er lögð áhersla á að landsmenn hafi aðgengi að gagnreyndri meðferð við geðheilbrigðisvanda, sem veitt er af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum og í auknum mæli í nærumhverfi fólks. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að hver fagstétt sem sinni geðheilbrigðisþjónustu sé faglega leiðandi í þeirri þjónustu sem sú fagstétt veitir. Það geti hvorki talist eðlilegt né æskilegt að ein fagstétt leiði faglega þróun annarrar fagstéttar því til þess hafi hún ekki þar til bæra sérþekkingu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á sálfræðiþjónustu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu mánuði hafa ekki verið unnar í samráði við fagstéttina og í raun þvert á ráðleggingar hennar. Þessi vinnubrögð leiða til þess að þjónustan verður ekki eins og best verður á kosið. Til þess að byggja upp öfluga geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslu þarf sálfræðiþjónustan að standa á sterkum grunni. Tryggja þarf að sálfræðingar séu faglega leiðandi í þróun þjónustunnar, þar sem þeir hafa besta þekkingu á þeim vinnubrögðum sem þarf til að veita gagnreynda sálfræðimeðferð í heilsugæslu. Þá þarf að tryggja starfsumhverfi sem styður við örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu og síðast en ekki síst þarf að tryggja fjölda stöðugilda í samræmi við þörf. Höfundar eru í stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli inn í heilsugæslu á Íslandi. Þeir starfa á heilsugæslustöðvum, í geðheilsuteymum og geðheilsumiðstöð barna. Sálfræðingar sem starfa í heilsugæslu á landsvísu stofnuðu nýlega Félag sálfræðinga í heilsugæslu. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að standa vörð um samræmd og gagnreynd fyrirmyndarvinnubrögð sem byggja á klínískum leiðbeiningum hjá sálfræðingum sem starfa í heilsugæslu, efla samstarf sálfræðinga í heilsugæslu á landsvísu og standa að fræðslu og umræðu um geðheilbrigðismál og forvarnir. Stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sálfræðiþjónustan er mikilvægur hluti grunnþjónustu heilsugæslunnar, en heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þjónustar um 178.000 einstaklinga. Á síðustu mánuðum hefur sálfræðiþjónustan beðið hnekki vegna þeirra aðgerða sem stjórnendur hafa gripið til. Þær fólust í því að gera breytingar á þjónustu sálfræðinga án samráðs við og í óþökk stórs hluta starfandi sálfræðinga innan heilsugæslunnar. Í tengslum við þessar breytingar hefur fjöldi sálfræðinga sagt upp störfum og hefur mikil reynsla og þekking þannig tapast. Vegna óánægju og brotthvarfs sálfræðinga hefur lítil uppbygging getað átt sér stað síðustu mánuði og í raun má segja að þjónustunni hafi farið aftur. Biðlistar, sem þegar voru langir, hafa lengst enn frekar. Þessar breytingar hafa þannig haft mikil áhrif á aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarleg staða sem framkvæmdarstjórn heilsugæslunnar og stjórnvöld þurfa að bregðast við hið fyrsta. Skert aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að móta stefnu og aðgerðaráætlanir um geðheilbrigðismál síðustu ár. Síðastliðið sumar var samþykkt stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Þar er lögð áhersla á að landsmenn hafi aðgengi að gagnreyndri meðferð við geðheilbrigðisvanda, sem veitt er af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum og í auknum mæli í nærumhverfi fólks. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að hver fagstétt sem sinni geðheilbrigðisþjónustu sé faglega leiðandi í þeirri þjónustu sem sú fagstétt veitir. Það geti hvorki talist eðlilegt né æskilegt að ein fagstétt leiði faglega þróun annarrar fagstéttar því til þess hafi hún ekki þar til bæra sérþekkingu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á sálfræðiþjónustu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu mánuði hafa ekki verið unnar í samráði við fagstéttina og í raun þvert á ráðleggingar hennar. Þessi vinnubrögð leiða til þess að þjónustan verður ekki eins og best verður á kosið. Til þess að byggja upp öfluga geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslu þarf sálfræðiþjónustan að standa á sterkum grunni. Tryggja þarf að sálfræðingar séu faglega leiðandi í þróun þjónustunnar, þar sem þeir hafa besta þekkingu á þeim vinnubrögðum sem þarf til að veita gagnreynda sálfræðimeðferð í heilsugæslu. Þá þarf að tryggja starfsumhverfi sem styður við örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu og síðast en ekki síst þarf að tryggja fjölda stöðugilda í samræmi við þörf. Höfundar eru í stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun