Lífið

James Bond sýnir ó­trú­legar mjaðma­hreyfingar

Elísabet Hanna skrifar
Leikarinn dansar um París í auglýsingunni.
Leikarinn dansar um París í auglýsingunni. Skjáskot/Youtube

Leikarinn Daniel Craig sýnir danstaktana sína þar sem hann dansar um París í vodka auglýsingu sem er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Taika Waititi.

Samkvæmt Variety er auglýsingin góð leið fyrir leikarann að sýna á sér aðrar hliðar eftir að hann kvaddi James Bond hlutverkið fyrir fullt og allt. Miðillinn tengdi upphafsatriði auglýsingarinnar, þar sem hann birtist alvörugefinn og í hvítum jakkafötum, við hlutverkið sem hann gengur svo brosandi frá.

Í auglýsingunni hljómar lag frá Ritu Ora og Griggs sem samið var fyrir verkefnið. Tónlistarkonan Rita Ora og leikstjórinn Taika Waititi eru par og er jafnvel talið að þau séu búin að gifta sig á laun. Leikarinn er glettinn þar sem hann hreyfir sig í takt við tónlistina. 

Auglýsingin hefur hlotið mikið lof á Youtube og segir einn notandinn: „Þetta er besta vodkaauglýsing í sögu vodkaauglýsinga.“

Hér að neðan má sjá Daniel Craig sýna danstaktana:


Tengdar fréttir

„Ég hitti Daniel Cra­ig og hann er draug­leiðin­legur“

Þrír af helstu sérfræðingum í James Bond á Íslandi kunnu vel að meta No Time to Die, nýjustu myndina um einkaspjæjara hinnar hátignar. Einn hefur hitt Daniel Craig, sem lék Bond í fimmta og síðasta skiptið í myndinni, og ber honum ekki vel söguna.

Tökur hefjist í fyrsta lagi eftir tvö ár

Aðdáendur ofurnjósnarans James Bond þurfa að sætta sig við dágóða bið eftir næstu mynd samkvæmt upplýsingum frá Barböru Broccoli, framleiðanda myndanna. Framleiðsla myndarinnar muni ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×