Skrifar martraðabækur og sækir innblástur úr kennslustofunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 14:31 Rakel Þórhallsdóttir. Vísir/Vilhelm „Ætli ég hafi ekki alltaf vitað það svona innst inni,“ segir barnabókahöfundurinn Rakel. Hún var að gefa út bókina Martröð á netinu. Bókin er framhald af bók hennar, Martröð í Hafnarfirði. „Mér hefur lengi þótt gaman að skrifa en tók smávegis pásu frá skrifum þegar ég fór í menntaskóla og svo háskóla. Eftir að ég kláraði námið fór ég að leika mér að þessu aftur og mundi þá hvað þetta var skemmtilegt.“ Níu ára byrjaði Rakel að búa til teiknimyndasögur fyrir systur sína. „Stuttu seinna fór ég að skrifa smásögur, ljóð og fleira. Á unglingsárunum byrjaði ég síðan nokkrum sinnum á mismunandi skáldsögum og skrifaði dagbækur. “ En hvaðan kom innblásturinn að bókinni Martröð í Hafnarfirði? „Ég er sjálf kennari og get fengið endalausan innblástur í starfinu. Ég var að byrja í mínu fyrsta starfi þegar þessi hugmynd skaut upp kollinum. Hvað ef til væri kennari sem hefði eitthvað að fela, væri kannski yfirnáttúruleg vera? Martröð í Hafnarfirði fjallar líka um einelti en í starfinu hef ég því miður stundum orðið vitni að slíku og mér fannst mikilvægt að koma því að í bókinni,“ útskýrir Rakel. Bækur Rakelar.Samsett Mikill heiður Hún segir að fyrri bókin hafi fengið mjög góð viðbrögð og er spennt fyrir viðtökunum á nýju bókinni. „Ég hef hitt þó nokkur börn sem tala vel um bókina og sá góð ummæli um hana þegar hún birtist á storytel líka. Innblásturinn að Martröð á netinu kom líka í vinnunni, en þar heyri ég nemendur mína oft tala um hina ýmsu tölvuleiki. Ég fór því að ímynda mér tölvuleik sem hefði einhverja yfirnáttúrulega krafta, leik sem hefði áhrif á raunverulegt líf leikmanna.“ Rakel segir að börn frá níu ára hafi lesið bækurnar en að unglingar hafi líka mjög gaman af þeim. Í Hafnarfirði fór af stað samstarfsverkefni á milli bókasafns bæjarins og frístundaheimila grunnskólanna í bænum þar sem krakkarnir gerðu bíómynd upp úr bókinni hennar Martröð í Hafnarfirði. „Þetta var gert í tengslum við Bóka - og bíóhátíð. Ein bók er valin og útfæra krakkarnir í Hafnarfirði handrit, leikmynd og allt sem við kemur til að flytja efni úr skáldsögu yfir á skjáinn. Bókasafnið sér svo um að klippa efnið saman og sýna í nokkra daga yfir hátíðina. Ég er auðvitað í skýjunum yfir þessu. Kennarinn í mér elskar líka að sjá krakka nota sköpunarhæfileika sína til að koma einhverju á framfæri, og það að mín bók hafi orðið fyrir valinu er þvílíkur heiður.“ Rakel Þórhallsdóttir er kennari og branabókahöfundur og sækir innblástur í skólastarfið.Vísir/Vilhelm Rakel er í fæðingarorlofi eins og er en skrifar á meðan dóttirin sefur. „Ég hvet alla krakka til að vera duglegir að lesa í vetur, það er svo yndislegt að gleyma sér í góðri bók á köldum dögum,“ segir hún að lokum. Bókaútgáfa Krakkar Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
„Mér hefur lengi þótt gaman að skrifa en tók smávegis pásu frá skrifum þegar ég fór í menntaskóla og svo háskóla. Eftir að ég kláraði námið fór ég að leika mér að þessu aftur og mundi þá hvað þetta var skemmtilegt.“ Níu ára byrjaði Rakel að búa til teiknimyndasögur fyrir systur sína. „Stuttu seinna fór ég að skrifa smásögur, ljóð og fleira. Á unglingsárunum byrjaði ég síðan nokkrum sinnum á mismunandi skáldsögum og skrifaði dagbækur. “ En hvaðan kom innblásturinn að bókinni Martröð í Hafnarfirði? „Ég er sjálf kennari og get fengið endalausan innblástur í starfinu. Ég var að byrja í mínu fyrsta starfi þegar þessi hugmynd skaut upp kollinum. Hvað ef til væri kennari sem hefði eitthvað að fela, væri kannski yfirnáttúruleg vera? Martröð í Hafnarfirði fjallar líka um einelti en í starfinu hef ég því miður stundum orðið vitni að slíku og mér fannst mikilvægt að koma því að í bókinni,“ útskýrir Rakel. Bækur Rakelar.Samsett Mikill heiður Hún segir að fyrri bókin hafi fengið mjög góð viðbrögð og er spennt fyrir viðtökunum á nýju bókinni. „Ég hef hitt þó nokkur börn sem tala vel um bókina og sá góð ummæli um hana þegar hún birtist á storytel líka. Innblásturinn að Martröð á netinu kom líka í vinnunni, en þar heyri ég nemendur mína oft tala um hina ýmsu tölvuleiki. Ég fór því að ímynda mér tölvuleik sem hefði einhverja yfirnáttúrulega krafta, leik sem hefði áhrif á raunverulegt líf leikmanna.“ Rakel segir að börn frá níu ára hafi lesið bækurnar en að unglingar hafi líka mjög gaman af þeim. Í Hafnarfirði fór af stað samstarfsverkefni á milli bókasafns bæjarins og frístundaheimila grunnskólanna í bænum þar sem krakkarnir gerðu bíómynd upp úr bókinni hennar Martröð í Hafnarfirði. „Þetta var gert í tengslum við Bóka - og bíóhátíð. Ein bók er valin og útfæra krakkarnir í Hafnarfirði handrit, leikmynd og allt sem við kemur til að flytja efni úr skáldsögu yfir á skjáinn. Bókasafnið sér svo um að klippa efnið saman og sýna í nokkra daga yfir hátíðina. Ég er auðvitað í skýjunum yfir þessu. Kennarinn í mér elskar líka að sjá krakka nota sköpunarhæfileika sína til að koma einhverju á framfæri, og það að mín bók hafi orðið fyrir valinu er þvílíkur heiður.“ Rakel Þórhallsdóttir er kennari og branabókahöfundur og sækir innblástur í skólastarfið.Vísir/Vilhelm Rakel er í fæðingarorlofi eins og er en skrifar á meðan dóttirin sefur. „Ég hvet alla krakka til að vera duglegir að lesa í vetur, það er svo yndislegt að gleyma sér í góðri bók á köldum dögum,“ segir hún að lokum.
Bókaútgáfa Krakkar Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira