Strætóbílstjórinn virti ekki biðskyldu í banaslysinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2022 11:35 Myndin er tekin í akstursátt strætisvagnsins. Grænt ljós logar fyrir gangandi vegfarendur og umferð suðvestur Skeiðarvog. Steinstólpar og umferðarskilti eru á norðvesturhorni gatnamótanna og umferðarljós á miðeyjunni. RNSA Ökumaður strætisvagnsins virti ekki biðskyldu í banaslysi sem varð á gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs í nóvember í fyrra. Þetta er meðal niðurstaðna Rannsóknarnefnda samönguslysa sem birt hefur skýrslu sína um málið. Það var á níunda tímanum að morgni 25. nóvember sem strætisvagni var ekið á konu á sjötugsaldri sem var á leið gangandi yfir Gnoðarvog til suðurs á grænu gönguljósi. Myrkur var úti og rigning. Konan hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. Í orsakagreiningu nefndarinnar á slysinu segir að ökumaður, sem var á grænu ljósi, hafi ekki virt skyldu um bið á gatnamótunum í hægri beygju og ekið á gangandi vegfaranda sem var á grænu ljósi á gangbraut. Fram kemur að ökumaður strætisvagnsins hafi ekki séð gangandi vegfarandann. Skýrsluna má lesa hér. Staðsetning biðstöðvar varhugaverð Þá vekur nefndin athygli á því að staðsetning bæði biðstöðvar og gangbrautar á slysstað sé varhugaverð og ytri aðstæður krefjandi. Nefndin minnir á sérstakar skyldur gagnvart gangandi vegfaraendum og vísar til umferðarlaga. Þar kemur fram að við gönguþverun þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum skuli ökumaður bíða eftir gangandi vegfaranda sem er á gangbrautinni á leið yfir akbrautina þótt umferð sé að öðru leyti heimil í akstursstefnu ökumannsins. Yfirlitsmynd af vettvangi. Strætisvagninum var ekið suðvestur Skeiðarvog. Hann var stöðvaður við biðstöð og síðan ekið af stað og beygt til norðvesturs inn á Gnoðarvog.RNSA „Ef gönguþverunin er við gatnamót og ökumaður kemur að henni úr beygju á gatnamótunum skal hann aka hægt og bíða meðan gangandi vegfarandi sem er á þveruninni eða á leið út á hana kemst fram hjá. Mikilvægt er að ökumenn og aðrir vegfarendur sem um gatnamót fara sýni sérstaka aðgæslu og séu ávallt viðbúnir að bregðast við óvæntri hættu,“ segir í ábendingum nefndarinnar. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur ökumenn til þess að haga akstri sínum ávallt með aðgæslu í huga, stunda svokallaðan varnarakstur. Í því felst að ökumenn séu ávallt viðbúnir að bregðast við hættu í umferðinni, reyni að sjá fyrir mistök annarra vegfarenda og gæti vel að ökuhraða. Við gatnamót, líkt og hér er fjallað um, þarf að fara mjög hægt, og jafnvel stöðva ökutæki, til þess að vera viss um að ekki séu gangandi vegfarendur á gangbraut sem eru á akstursleið ökutækja.“ Varúðarskylda gangandi vegfarenda Þá nefnir nefndin að allir vegfarendur verði að gera sér grein fyrir áhrifum myrkurs og bleytu á sýn ökumanna. „Erfiðara verður að greina umhverfi sitt sökum þess að ljósgeislar dreifast á annan hátt en þegar þurrt er. Ökumenn verða fyrir auknu áreiti, meðal annars af völdum endurkasts frá t.d. aðalljósum bifreiða og götulýsingu. Þessi skilyrði geta valdið því að ökumenn beina athyglinni fyrst og fremst fram fyrir sig og dregið þannig úr líkum á að sjá með jaðarsviðinu. Þá verður erfiðara að sjá bifreið eða gangandi vegfaranda nálgast frá hlið.“ Einnig minnir nefndin á varúðarskyldu gangandi vegfarenda. „Samkvæmt umferðalögum á gangandi vegfarandi sem ætlar yfir akbraut eða hjólastíg að hafa sérstaka aðgát gagnvart ökutækjum sem nálgast. Í umferðarfræðslu Samgöngustofu kemur einnig fram að mikilvægt sé ávallt að stoppa, hlusta og líta til beggja hliða áður en gengið er yfir akbraut. Gangandi vegfarendur ættu ávallt að bera skýr endurskinsmerki við göngu í myrkri þar sem þau auka sýnileika og gefa ökumönnum aukna möguleika á að bregðast tímanlega við.“ Tengd skjöl RNSA-skyrslaPDF870KBSækja skjal Banaslys við Gnoðarvog Strætó Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Tengdar fréttir Rannsókn lögreglu á banaslysinu í Gnoðarvogi lokið Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á banaslysinu sem varð á horni Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík 25. nóvember síðastliðinn. Þar lést gangandi vegfarandi, kona á sjötugsaldri, eftir að hún varð fyrir strætisvagni. 20. janúar 2022 07:38 Strætóslysið falli hugsanlega undir manndráp af gáleysi Andlát konu á sjötugsaldri, sem lést þegar hún varð fyrir strætisvagni, er rannsakað sem sakamál. 11. desember 2021 07:50 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Það var á níunda tímanum að morgni 25. nóvember sem strætisvagni var ekið á konu á sjötugsaldri sem var á leið gangandi yfir Gnoðarvog til suðurs á grænu gönguljósi. Myrkur var úti og rigning. Konan hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. Í orsakagreiningu nefndarinnar á slysinu segir að ökumaður, sem var á grænu ljósi, hafi ekki virt skyldu um bið á gatnamótunum í hægri beygju og ekið á gangandi vegfaranda sem var á grænu ljósi á gangbraut. Fram kemur að ökumaður strætisvagnsins hafi ekki séð gangandi vegfarandann. Skýrsluna má lesa hér. Staðsetning biðstöðvar varhugaverð Þá vekur nefndin athygli á því að staðsetning bæði biðstöðvar og gangbrautar á slysstað sé varhugaverð og ytri aðstæður krefjandi. Nefndin minnir á sérstakar skyldur gagnvart gangandi vegfaraendum og vísar til umferðarlaga. Þar kemur fram að við gönguþverun þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum skuli ökumaður bíða eftir gangandi vegfaranda sem er á gangbrautinni á leið yfir akbrautina þótt umferð sé að öðru leyti heimil í akstursstefnu ökumannsins. Yfirlitsmynd af vettvangi. Strætisvagninum var ekið suðvestur Skeiðarvog. Hann var stöðvaður við biðstöð og síðan ekið af stað og beygt til norðvesturs inn á Gnoðarvog.RNSA „Ef gönguþverunin er við gatnamót og ökumaður kemur að henni úr beygju á gatnamótunum skal hann aka hægt og bíða meðan gangandi vegfarandi sem er á þveruninni eða á leið út á hana kemst fram hjá. Mikilvægt er að ökumenn og aðrir vegfarendur sem um gatnamót fara sýni sérstaka aðgæslu og séu ávallt viðbúnir að bregðast við óvæntri hættu,“ segir í ábendingum nefndarinnar. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur ökumenn til þess að haga akstri sínum ávallt með aðgæslu í huga, stunda svokallaðan varnarakstur. Í því felst að ökumenn séu ávallt viðbúnir að bregðast við hættu í umferðinni, reyni að sjá fyrir mistök annarra vegfarenda og gæti vel að ökuhraða. Við gatnamót, líkt og hér er fjallað um, þarf að fara mjög hægt, og jafnvel stöðva ökutæki, til þess að vera viss um að ekki séu gangandi vegfarendur á gangbraut sem eru á akstursleið ökutækja.“ Varúðarskylda gangandi vegfarenda Þá nefnir nefndin að allir vegfarendur verði að gera sér grein fyrir áhrifum myrkurs og bleytu á sýn ökumanna. „Erfiðara verður að greina umhverfi sitt sökum þess að ljósgeislar dreifast á annan hátt en þegar þurrt er. Ökumenn verða fyrir auknu áreiti, meðal annars af völdum endurkasts frá t.d. aðalljósum bifreiða og götulýsingu. Þessi skilyrði geta valdið því að ökumenn beina athyglinni fyrst og fremst fram fyrir sig og dregið þannig úr líkum á að sjá með jaðarsviðinu. Þá verður erfiðara að sjá bifreið eða gangandi vegfaranda nálgast frá hlið.“ Einnig minnir nefndin á varúðarskyldu gangandi vegfarenda. „Samkvæmt umferðalögum á gangandi vegfarandi sem ætlar yfir akbraut eða hjólastíg að hafa sérstaka aðgát gagnvart ökutækjum sem nálgast. Í umferðarfræðslu Samgöngustofu kemur einnig fram að mikilvægt sé ávallt að stoppa, hlusta og líta til beggja hliða áður en gengið er yfir akbraut. Gangandi vegfarendur ættu ávallt að bera skýr endurskinsmerki við göngu í myrkri þar sem þau auka sýnileika og gefa ökumönnum aukna möguleika á að bregðast tímanlega við.“ Tengd skjöl RNSA-skyrslaPDF870KBSækja skjal
Banaslys við Gnoðarvog Strætó Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Tengdar fréttir Rannsókn lögreglu á banaslysinu í Gnoðarvogi lokið Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á banaslysinu sem varð á horni Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík 25. nóvember síðastliðinn. Þar lést gangandi vegfarandi, kona á sjötugsaldri, eftir að hún varð fyrir strætisvagni. 20. janúar 2022 07:38 Strætóslysið falli hugsanlega undir manndráp af gáleysi Andlát konu á sjötugsaldri, sem lést þegar hún varð fyrir strætisvagni, er rannsakað sem sakamál. 11. desember 2021 07:50 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Rannsókn lögreglu á banaslysinu í Gnoðarvogi lokið Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á banaslysinu sem varð á horni Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík 25. nóvember síðastliðinn. Þar lést gangandi vegfarandi, kona á sjötugsaldri, eftir að hún varð fyrir strætisvagni. 20. janúar 2022 07:38
Strætóslysið falli hugsanlega undir manndráp af gáleysi Andlát konu á sjötugsaldri, sem lést þegar hún varð fyrir strætisvagni, er rannsakað sem sakamál. 11. desember 2021 07:50
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent