Selenskí heimsótti Kherson Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2022 10:46 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, með úkraínskum hermönnum í Kherson. Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá. Selenskí sakaði Rússa í gærkvöldi um ítrekuð ódæði í borginni og Kherson-héraði. Hann sagði rannsakendur hafa fundið sannanir fyrir því að Rússar hafi framið að minnsta kosti 400 stríðsglæpi í Kherson. Sjá einnig: Segir Rússa seka um stríðsglæpi í Kherson Yfirvöld í Rússlandi halda því fram að Kherson sé rússnesk borg, eftir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu fyrr í haust. Talsmaður Pútíns vildi ekki tjá sig um heimsókn Selenskís til borgarinnar að öðru leyti en að segja að hann væri á rússnesku landsvæði. The national flag has officially been raised in de-occupied #Kherson. Video: Presidential Office pic.twitter.com/j5NFFmuavd— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 14, 2022 Fjölmargir rússneskir hermenn eru sagðir skammt frá Kherson-borg, á austurbakka Dniproár en þar eru Rússar meðal annars með mikið magn stórskotaliðsvopna. Til marks um það heyrðust sprengingar skammt frá þegar Selenskí ávarpaði fólk í borginni í morgun. Vólódímír Selenskí í Kherson.AP/Bernat Armangue Mikil fagnaðarlæti hafa átt sér stað í Kherson eftir að Rússar flúðu þaðan í síðustu viku. Úkraínumenn hafa sagt einhverja rússneska hermenn hafa verið eftir á vesturbakkanum og eru Rússar einnig sagðir hafa skilið eftir sig mikið magn af jarðsprengjum og gildrum. Sjá einnig: Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp Kherson-borg er gífurlega mikilvæg hafnarborg og frelsun hennar markar gífurlega mikilvægan sigur fyrir Úkraínumenn. Borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar höfðu hernumið frá því þeir hófu innrásina í febrúar. Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað rúman helming þess landsvæðis sem Rússar höfðu lagt undir sig þegar mest var. Asked why he came to Kherson Zelensky jokes, "because I wanted a watermelon", before adding that he felt it was important to support the people here despite the risk. pic.twitter.com/7VvsiGuW1p— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) November 14, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lofar að láta Pútín heyra það Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að láta ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, heyra það á fundi þjóðarleiðtoga stærstu þjóða heims í vikunni. 13. nóvember 2022 16:23 Banksy staddur í Úkraínu Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. 12. nóvember 2022 07:46 Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. 11. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Selenskí sakaði Rússa í gærkvöldi um ítrekuð ódæði í borginni og Kherson-héraði. Hann sagði rannsakendur hafa fundið sannanir fyrir því að Rússar hafi framið að minnsta kosti 400 stríðsglæpi í Kherson. Sjá einnig: Segir Rússa seka um stríðsglæpi í Kherson Yfirvöld í Rússlandi halda því fram að Kherson sé rússnesk borg, eftir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu fyrr í haust. Talsmaður Pútíns vildi ekki tjá sig um heimsókn Selenskís til borgarinnar að öðru leyti en að segja að hann væri á rússnesku landsvæði. The national flag has officially been raised in de-occupied #Kherson. Video: Presidential Office pic.twitter.com/j5NFFmuavd— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 14, 2022 Fjölmargir rússneskir hermenn eru sagðir skammt frá Kherson-borg, á austurbakka Dniproár en þar eru Rússar meðal annars með mikið magn stórskotaliðsvopna. Til marks um það heyrðust sprengingar skammt frá þegar Selenskí ávarpaði fólk í borginni í morgun. Vólódímír Selenskí í Kherson.AP/Bernat Armangue Mikil fagnaðarlæti hafa átt sér stað í Kherson eftir að Rússar flúðu þaðan í síðustu viku. Úkraínumenn hafa sagt einhverja rússneska hermenn hafa verið eftir á vesturbakkanum og eru Rússar einnig sagðir hafa skilið eftir sig mikið magn af jarðsprengjum og gildrum. Sjá einnig: Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp Kherson-borg er gífurlega mikilvæg hafnarborg og frelsun hennar markar gífurlega mikilvægan sigur fyrir Úkraínumenn. Borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar höfðu hernumið frá því þeir hófu innrásina í febrúar. Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað rúman helming þess landsvæðis sem Rússar höfðu lagt undir sig þegar mest var. Asked why he came to Kherson Zelensky jokes, "because I wanted a watermelon", before adding that he felt it was important to support the people here despite the risk. pic.twitter.com/7VvsiGuW1p— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) November 14, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lofar að láta Pútín heyra það Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að láta ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, heyra það á fundi þjóðarleiðtoga stærstu þjóða heims í vikunni. 13. nóvember 2022 16:23 Banksy staddur í Úkraínu Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. 12. nóvember 2022 07:46 Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. 11. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lofar að láta Pútín heyra það Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að láta ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, heyra það á fundi þjóðarleiðtoga stærstu þjóða heims í vikunni. 13. nóvember 2022 16:23
Banksy staddur í Úkraínu Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. 12. nóvember 2022 07:46
Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. 11. nóvember 2022 10:48