Landsliðskonurnar okkar sáu Brady spila, vinna og setja met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 13:01 Tom Brady var kátur á blaðamananfundi eftir sigur Tampa Bay Buccaneers. Getty/Sebastian Widmann Allt snerist um NFL-deildina í München í gær þegar þar var spilaður í fyrsta sinn leikur í NFL-deildinni á þýskri grundu. Gríðarlegur áhugi var á leiknum en miðarnir seldust upp á svipstundu enda stukku Þjóðverjar á tækifærið að sjá Tom Brady, besta leikmann sögunnar, spila í sínu eigin landi. Brady brást heldur ekki því hann leiddi lið sitt, Tampa Bay Buccaneers til 21-16 sigur á Seattle Seahawks á Allianz Arena. Brady átti tvær snertimarkssendingar og sú fyrri á annan reynslubolta, Julio Jones, var fyrsta snertimarkið sem var skorað í NFL-deildinni á þýskri grundu. Með því að vinna þennan leik í gær þá hefur Brady nú unnið NFL leik í Bandaríkjunum, á Englandi, í Mexíkó og nú í Þýskalandi. Enn eitt NFL-metið í eigu kappans. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Það var gríðarleg stemmning á leikvanginum og sungu áhorfendur meðal annars saman nokkra góða kantrýslagara sem Brady kunnu sérstaklega að meta eins og kom fram á blaðamannafundi hans eftir leik. Það má sjá Brady ræða þetta með því að fletta hér fyrir ofan. Útlitið var ekki bjart hjá Brady og félögum á dögunum eftir þrjú töp í röð og fimm töp í sex leikjum. Nú hefur liðið aftur á móti unnið tvo leiki í röð og það er að birta til í herbúðum Buccaneers. Meðal þeirra sem fengu miða voru leikmenn kvennaliðs Bayern og eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum tveggja íslenskra landsliðskvenna þá voru þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á vellinum í gær. Bayern birti meðal annars mynd af fótboltastelpunum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þær Glódís Perla og Karólína Lea eru saman lengt frá ljósmyndaranum. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) NFL Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Gríðarlegur áhugi var á leiknum en miðarnir seldust upp á svipstundu enda stukku Þjóðverjar á tækifærið að sjá Tom Brady, besta leikmann sögunnar, spila í sínu eigin landi. Brady brást heldur ekki því hann leiddi lið sitt, Tampa Bay Buccaneers til 21-16 sigur á Seattle Seahawks á Allianz Arena. Brady átti tvær snertimarkssendingar og sú fyrri á annan reynslubolta, Julio Jones, var fyrsta snertimarkið sem var skorað í NFL-deildinni á þýskri grundu. Með því að vinna þennan leik í gær þá hefur Brady nú unnið NFL leik í Bandaríkjunum, á Englandi, í Mexíkó og nú í Þýskalandi. Enn eitt NFL-metið í eigu kappans. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Það var gríðarleg stemmning á leikvanginum og sungu áhorfendur meðal annars saman nokkra góða kantrýslagara sem Brady kunnu sérstaklega að meta eins og kom fram á blaðamannafundi hans eftir leik. Það má sjá Brady ræða þetta með því að fletta hér fyrir ofan. Útlitið var ekki bjart hjá Brady og félögum á dögunum eftir þrjú töp í röð og fimm töp í sex leikjum. Nú hefur liðið aftur á móti unnið tvo leiki í röð og það er að birta til í herbúðum Buccaneers. Meðal þeirra sem fengu miða voru leikmenn kvennaliðs Bayern og eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum tveggja íslenskra landsliðskvenna þá voru þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á vellinum í gær. Bayern birti meðal annars mynd af fótboltastelpunum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þær Glódís Perla og Karólína Lea eru saman lengt frá ljósmyndaranum. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
NFL Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira