Landsliðskonurnar okkar sáu Brady spila, vinna og setja met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 13:01 Tom Brady var kátur á blaðamananfundi eftir sigur Tampa Bay Buccaneers. Getty/Sebastian Widmann Allt snerist um NFL-deildina í München í gær þegar þar var spilaður í fyrsta sinn leikur í NFL-deildinni á þýskri grundu. Gríðarlegur áhugi var á leiknum en miðarnir seldust upp á svipstundu enda stukku Þjóðverjar á tækifærið að sjá Tom Brady, besta leikmann sögunnar, spila í sínu eigin landi. Brady brást heldur ekki því hann leiddi lið sitt, Tampa Bay Buccaneers til 21-16 sigur á Seattle Seahawks á Allianz Arena. Brady átti tvær snertimarkssendingar og sú fyrri á annan reynslubolta, Julio Jones, var fyrsta snertimarkið sem var skorað í NFL-deildinni á þýskri grundu. Með því að vinna þennan leik í gær þá hefur Brady nú unnið NFL leik í Bandaríkjunum, á Englandi, í Mexíkó og nú í Þýskalandi. Enn eitt NFL-metið í eigu kappans. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Það var gríðarleg stemmning á leikvanginum og sungu áhorfendur meðal annars saman nokkra góða kantrýslagara sem Brady kunnu sérstaklega að meta eins og kom fram á blaðamannafundi hans eftir leik. Það má sjá Brady ræða þetta með því að fletta hér fyrir ofan. Útlitið var ekki bjart hjá Brady og félögum á dögunum eftir þrjú töp í röð og fimm töp í sex leikjum. Nú hefur liðið aftur á móti unnið tvo leiki í röð og það er að birta til í herbúðum Buccaneers. Meðal þeirra sem fengu miða voru leikmenn kvennaliðs Bayern og eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum tveggja íslenskra landsliðskvenna þá voru þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á vellinum í gær. Bayern birti meðal annars mynd af fótboltastelpunum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þær Glódís Perla og Karólína Lea eru saman lengt frá ljósmyndaranum. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) NFL Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Sjá meira
Gríðarlegur áhugi var á leiknum en miðarnir seldust upp á svipstundu enda stukku Þjóðverjar á tækifærið að sjá Tom Brady, besta leikmann sögunnar, spila í sínu eigin landi. Brady brást heldur ekki því hann leiddi lið sitt, Tampa Bay Buccaneers til 21-16 sigur á Seattle Seahawks á Allianz Arena. Brady átti tvær snertimarkssendingar og sú fyrri á annan reynslubolta, Julio Jones, var fyrsta snertimarkið sem var skorað í NFL-deildinni á þýskri grundu. Með því að vinna þennan leik í gær þá hefur Brady nú unnið NFL leik í Bandaríkjunum, á Englandi, í Mexíkó og nú í Þýskalandi. Enn eitt NFL-metið í eigu kappans. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Það var gríðarleg stemmning á leikvanginum og sungu áhorfendur meðal annars saman nokkra góða kantrýslagara sem Brady kunnu sérstaklega að meta eins og kom fram á blaðamannafundi hans eftir leik. Það má sjá Brady ræða þetta með því að fletta hér fyrir ofan. Útlitið var ekki bjart hjá Brady og félögum á dögunum eftir þrjú töp í röð og fimm töp í sex leikjum. Nú hefur liðið aftur á móti unnið tvo leiki í röð og það er að birta til í herbúðum Buccaneers. Meðal þeirra sem fengu miða voru leikmenn kvennaliðs Bayern og eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum tveggja íslenskra landsliðskvenna þá voru þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á vellinum í gær. Bayern birti meðal annars mynd af fótboltastelpunum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þær Glódís Perla og Karólína Lea eru saman lengt frá ljósmyndaranum. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
NFL Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Sjá meira