„Við setjum markmanninn bara strax fram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. nóvember 2022 07:00 Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, hefur mikla trú á sínum mönnum í vetur. Vísir/Stöð 2 Breiðablik hefur heillað með frammistöðu sinni í upphafi Subway-deildar karla í körfubolta, en leikstíll liðsins hefur komið andstæðingum þess í opna skjöldu. „Það er ákveðin brú milli núna og ársins í fyrra þannig menn þekkja þeirra hluthverk, hvað þeir eiga að gera og hvað það er sem ég ætlast til af þeim og hvað við erum að reyna að vinna í,“ sagði Pétur Ingvarsson í samtali við Stöð 2 í gær. Blikar spila hraðan bolta og það er helst það sem andstæðingar liðsins eiga í erfiðleikum með. „Það sem við erum kannski að vinna með er að maður hefur séð í fótbolta að þá fer markmaðurinn fram í síðustu spyrnunni til þess að reyna að skora, en við setjum markmanninn bara strax fram. Við reynum að byrja að taka sénsa strax og spilum svolítið svoleiðis. Við erum í rauninni bara að taka áhættur frá fyrstu mínútu. Það er svolítið planið.“ „Við spilum hratt og það er fyrirsjáanlegt í þessu, en við notum bara þau tækifæri sem gefast. Við erum settir saman til að vinna öflug lið og líki þessu svolítið við Davíð og Golíat ef Davíð hefði fengið sverð í höndina þegar hann barðist við Golíat þá hefði hann alltaf tapað, en af því að hann tók tvo steina og teygjubyssu þá náði hann að vinna. Við erum svolítið að vinna með það.“ Ekki einfalt í framkvæmd Þá var Pétur sammála því að svona hröð spilamennska væri ekki auðveld í framkvæmd. „Nei, í grunninn er þetta í sjálfu sér einfalt módel sem við erum að vinna eftir, en það er samt miklu flóknara en menn halda. Þetta lítur einfalt út en er miklu flóknara en menn halda. Það er ekkert auðvelt að spila svona hratt. Það þarf ákveðna taktík og það þarf ákveðna vinnu til að gera þetta svona.“ „Þetta er búið að taka töluverðan tíma og þetta er í rauninni bara framhald frá seinasta ári það sem við erum að gera og árangurinn er að skila sér núna þetta árið. Í fyrra vorum við kannski með mikið af nýjum leikmönnum sem eru svo lykilleikmenn núna.“ Stefna á að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir Nú þegar fimm umferðir hafa verið spilaðar í Subway-deild karla situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap, líkt og Valur og Keflavík sem sitja í fyrst og þriðja sæti. Pétur segir þó að markmið liðsins á tímabilinu sé að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir. „Okkar markmið er bara að vera með svona „winning season“ þetta tímabilið. Vinna fleiri leiki en tapa og það yrðu besti árangur Breiðabliks frá upphafi. Ef við stefnum á að vinna fleiri leiki en tapa þá höfum við ansi gott svigrúm til að vinna með varðandi sigurleiki. En við verðum að vinna þá 12 leiki í vetur og það er bara planið.“ „Ég tel okkur vera með mjög sterkt lið og ég hugsa að þetta sé eitt sterkasta lið sem Breiðablik hefur teflt fram í körfubolta frá upphafi. Þannig ég held að við eigum alveg góða möguleika, en meiðsl og annað geta gert slæmt fyrir okkur.“ Pétur ræddi einnig um gott gengi fjölskyldumeðlima sinna í boltanum, tíma sinn hjá Hamri og ýmislegt fleira, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika Subway-deild karla Breiðablik Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
„Það er ákveðin brú milli núna og ársins í fyrra þannig menn þekkja þeirra hluthverk, hvað þeir eiga að gera og hvað það er sem ég ætlast til af þeim og hvað við erum að reyna að vinna í,“ sagði Pétur Ingvarsson í samtali við Stöð 2 í gær. Blikar spila hraðan bolta og það er helst það sem andstæðingar liðsins eiga í erfiðleikum með. „Það sem við erum kannski að vinna með er að maður hefur séð í fótbolta að þá fer markmaðurinn fram í síðustu spyrnunni til þess að reyna að skora, en við setjum markmanninn bara strax fram. Við reynum að byrja að taka sénsa strax og spilum svolítið svoleiðis. Við erum í rauninni bara að taka áhættur frá fyrstu mínútu. Það er svolítið planið.“ „Við spilum hratt og það er fyrirsjáanlegt í þessu, en við notum bara þau tækifæri sem gefast. Við erum settir saman til að vinna öflug lið og líki þessu svolítið við Davíð og Golíat ef Davíð hefði fengið sverð í höndina þegar hann barðist við Golíat þá hefði hann alltaf tapað, en af því að hann tók tvo steina og teygjubyssu þá náði hann að vinna. Við erum svolítið að vinna með það.“ Ekki einfalt í framkvæmd Þá var Pétur sammála því að svona hröð spilamennska væri ekki auðveld í framkvæmd. „Nei, í grunninn er þetta í sjálfu sér einfalt módel sem við erum að vinna eftir, en það er samt miklu flóknara en menn halda. Þetta lítur einfalt út en er miklu flóknara en menn halda. Það er ekkert auðvelt að spila svona hratt. Það þarf ákveðna taktík og það þarf ákveðna vinnu til að gera þetta svona.“ „Þetta er búið að taka töluverðan tíma og þetta er í rauninni bara framhald frá seinasta ári það sem við erum að gera og árangurinn er að skila sér núna þetta árið. Í fyrra vorum við kannski með mikið af nýjum leikmönnum sem eru svo lykilleikmenn núna.“ Stefna á að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir Nú þegar fimm umferðir hafa verið spilaðar í Subway-deild karla situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap, líkt og Valur og Keflavík sem sitja í fyrst og þriðja sæti. Pétur segir þó að markmið liðsins á tímabilinu sé að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir. „Okkar markmið er bara að vera með svona „winning season“ þetta tímabilið. Vinna fleiri leiki en tapa og það yrðu besti árangur Breiðabliks frá upphafi. Ef við stefnum á að vinna fleiri leiki en tapa þá höfum við ansi gott svigrúm til að vinna með varðandi sigurleiki. En við verðum að vinna þá 12 leiki í vetur og það er bara planið.“ „Ég tel okkur vera með mjög sterkt lið og ég hugsa að þetta sé eitt sterkasta lið sem Breiðablik hefur teflt fram í körfubolta frá upphafi. Þannig ég held að við eigum alveg góða möguleika, en meiðsl og annað geta gert slæmt fyrir okkur.“ Pétur ræddi einnig um gott gengi fjölskyldumeðlima sinna í boltanum, tíma sinn hjá Hamri og ýmislegt fleira, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika
Subway-deild karla Breiðablik Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira