Búast má við talsverði rigningu á sunnanverðu landinu í kvöld. Austan hvassviðri eða stormur í dag um land allt, hvassast syðst á landinu en hægara norðaustanlands.
Eftir hádegi fer að rigna en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti nær fimm til tólf stigum, hlýjast á Suðvesturlandi.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir vindhviðurnar verði hvað snarpastar undir Eyjafjöllum í dag milli klukkan 13 og 16. Á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli verður veðrið hvað verst á milli 14 og 18.
Suðurland
Austan 15-25 m/s, hvassast sunnantil. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s, einkum undir Eyjafjöllum. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.
Faxaflói
Austan 15-23 m/s, en hægari norðantil. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s, einkum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.
Strandir og Norðurland vestra
Austan 15-25 m/s, hvassast austast. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll á vestanverðum Tröllaskaga, staðbundið yfir 30 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.
Suðausturland
Austan 15-23 m/s, hvassast í Öræfum. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.
Á morgun
Suðaustan og austan 5-13 m/s og rigning með köflum, en styttir upp á vestanverðu landinu síðdegis. Hiti 4 til 9 stig.