Vök Baths hlutu Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. nóvember 2022 18:00 Vök Baths er handhafi Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2022. Eliza Reid, forsetafrú og Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ásamt Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths og Ívari Ingimarssyni, stjórnarmanni hjá Vök Baths. Aðsent/SAF/EÁ Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru afhent í dag í nítjánda sinn en það voru Vök Baths á Egilsstöðum sem hlutu verðlaunin að þessu sinni. Eliza Reid afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu. Verðlaunin afhentu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) á afmælisdegi félagsins. Í ár bárust SAF fjórtán tilnefningar til verðlaunanna. Ásamt Vök Baths hlutu Hopp Reykjavík og Höldur – Bílaleiga Akureyrar Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir verkefni sitt „Hopp deilibílar.“ Verðlaunin afhenda SAF fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið með þeim að hvetja til frumkvöðla og fyrirtæki áfram í nýsköpun innan ferðaþjónustunnar. Hopp deilibílar hlutu nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar 2022. Eyþór Máni Steinarsson, Eiríkur Heiðar Nilsson og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir frá Hopp Reykjavík og Viktor Guðjónsson, Bergþór Karlsson og Pálmi Viðar Snorrason frá Höldi – Bílaleigu Akureyrar.Aðsent/SAF/EÁ Fram kemur í fréttatilkynningu vegna verðlaunanna að Vök Baths sé ánægjuleg nýjung fyrir Austurland sem og ferðamenn sem landshlutann heimsækja. „Hönnun staðarins endurspeglar þema náttúrunnar í kring og leikur lerki þar lykilhlutverk sem allt var sótt í Hallormsstaðaskóg, elsta þjóðskóg Íslands. Mikil áhersla er lögð á að sækja í staðbundin hráefni þar sem unnt er. Má þar nefna lífrænt ræktaðar jurtir frá Vallanesi á tebarnum og bjóra sem framleiddir eru í samstarfi við brugghúsið Austra,“ segir í tilkynningunni. Vök Baths samanstanda af tveimur heitum sjóndeildarlaugum, tveimur heitum laugum til viðbótar, vaðlaug og eimbaði ásamt fleiru. Böðin eru staðsett á bakka Urriðavatns við Egilsstaði. Hér má sjá yfirlitsmynd af aðstöðu Vök Baths.Facebook/Vök Baths Haft er eftir Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths þar sem hún segir verðlaunin veita fyrirtækinu innblástur til þess að gera betur. „Vök Baths er mjög gott dæmi um mikilvægi þess að við hugsum ekki aðeins um það að dreifa ferðamönnum um landið heldur að dreifa fjárfestingum og uppbyggingu um landið. Fjárfesting og uppbygging sem þessi laðar ferðamenn hvaðanæva að til þess að heimsækja Austurland. Þeir eru líklegri til að staldra við og nýta þá þjónustu sem þar er í boði og kynna sér hvað samfélagið á Austurlandi hefur upp á að bjóða. Það að hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar veitir okkur góðan byr til að gera enn betur.“ Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Múlaþing Nýsköpun Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Verðlaunin afhentu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) á afmælisdegi félagsins. Í ár bárust SAF fjórtán tilnefningar til verðlaunanna. Ásamt Vök Baths hlutu Hopp Reykjavík og Höldur – Bílaleiga Akureyrar Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir verkefni sitt „Hopp deilibílar.“ Verðlaunin afhenda SAF fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið með þeim að hvetja til frumkvöðla og fyrirtæki áfram í nýsköpun innan ferðaþjónustunnar. Hopp deilibílar hlutu nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar 2022. Eyþór Máni Steinarsson, Eiríkur Heiðar Nilsson og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir frá Hopp Reykjavík og Viktor Guðjónsson, Bergþór Karlsson og Pálmi Viðar Snorrason frá Höldi – Bílaleigu Akureyrar.Aðsent/SAF/EÁ Fram kemur í fréttatilkynningu vegna verðlaunanna að Vök Baths sé ánægjuleg nýjung fyrir Austurland sem og ferðamenn sem landshlutann heimsækja. „Hönnun staðarins endurspeglar þema náttúrunnar í kring og leikur lerki þar lykilhlutverk sem allt var sótt í Hallormsstaðaskóg, elsta þjóðskóg Íslands. Mikil áhersla er lögð á að sækja í staðbundin hráefni þar sem unnt er. Má þar nefna lífrænt ræktaðar jurtir frá Vallanesi á tebarnum og bjóra sem framleiddir eru í samstarfi við brugghúsið Austra,“ segir í tilkynningunni. Vök Baths samanstanda af tveimur heitum sjóndeildarlaugum, tveimur heitum laugum til viðbótar, vaðlaug og eimbaði ásamt fleiru. Böðin eru staðsett á bakka Urriðavatns við Egilsstaði. Hér má sjá yfirlitsmynd af aðstöðu Vök Baths.Facebook/Vök Baths Haft er eftir Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths þar sem hún segir verðlaunin veita fyrirtækinu innblástur til þess að gera betur. „Vök Baths er mjög gott dæmi um mikilvægi þess að við hugsum ekki aðeins um það að dreifa ferðamönnum um landið heldur að dreifa fjárfestingum og uppbyggingu um landið. Fjárfesting og uppbygging sem þessi laðar ferðamenn hvaðanæva að til þess að heimsækja Austurland. Þeir eru líklegri til að staldra við og nýta þá þjónustu sem þar er í boði og kynna sér hvað samfélagið á Austurlandi hefur upp á að bjóða. Það að hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar veitir okkur góðan byr til að gera enn betur.“
Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Múlaþing Nýsköpun Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira