Fundu brak úr Challenger fyrir tilviljun Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 14:02 Challenger hefur sig á loft frá Canaveral-höfða daginn örlagaríka, 28. janúar 1986. Aðeins rúmri mínútu síðar sprakk eldflaugin og öll áhöfnin fórst. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur staðfest að brak sem heimildarmyndargerðarmenn fundu fyrir tilviljun í sjónum undan ströndum Flórída sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst fyrir rúmum 36 árum. Ekki hefur verið ákveðið hvort hróflað verður við því. Kafarar sem unnu að heimildarmynd um Bermúdaþríhyrningin fundu brak úr stórum manngerðum hlut á hafsbotni þegar þeir leituðu að flaki flugvélar úr síðari heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu samband við NASA þar sem þeir fundu brakið undan austurströnd Flórída þaðan sem stofnunin skýtur eldflaugum á loft. Í tilkynningu á vef NASA kemur fram að yfirmenn stofnunarinnar hafi farið yfir myndefni af brakinu og staðfest að það sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst skömmu eftir geimskot frá Canaveral-höfða 28. janúar árið 1986. Svo virðist sem að brakið sé hluti af hitaskildi geimskutlunnar sem átti að verja hana þegar hún sneri aftur til jarðar úr geimferð sinni. Eldflaugin sem geimskutlan sat ofan á sprakk hins vegar yfir Atlantshafinu aðeins 73 sekúndum eftir geimskotið. Þó að brakið hafi fundist við tökur á þáttum um Bermúdaþríhyrninginn var staðurinn þar sem brakið fannst vel norðvestan við það svæði sem kennt er við þríhyrninginn. NASA segist nú íhuga hvað verði gert við brakið, ef eitthvað, til þess að heiðra minningu geimfaranna sjö sem fórust með Challenger. Brakið er samkvæmt lögum eign bandarísku alríkisstjórnarinnar. Stöðvaði geimskutluáætlunina í tæp þrjú ár Á meðal sjömenninganna sem fórust var Christa McAuliffe en hún átti að vera fyrsti óbreytti borgarinnar í geimnum. Hún var barnaskólakennari frá Massachusetts og átti meðal annars að stýra kennslustundum fyrir bandarísk börn úr geimnum. Fjöldi skólabarna víðs vegar um Bandaríkin fylgdist með geimskotinu og horfði upp á geimskutluna splundrast í beinni útsendingu. Harmleikurinn varð til þess að NASA stöðvaði geimskutluáætlun sína í tæp þrjú ár en stofnunin lá undir harðri gagnrýni fyrir framgögnu sína. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að stjórnendur NASA höfðu hunsað viðvaranir verkfræðinga um að hættulegt væri að halda geimskotinu til streitu í þeim óvenjulega kulda sem gerði í Flórída þegar Challenger var skotið á loft. Geimskotinu hafði verið frestað nokkrum sinnum dagana á undan. Geimskutlan sjálf sprakk ekki heldur brotnaði upp eftir að funheitt gas lak úr eldflaug. Talið er að hluti áhafnarinnar kunni að hafa verið lifandi þegar áhafnarhylkið skall í sjóinn á meira en þrjú hundruð kílómetra hraða á klukkustund.AP Þá kom í ljós að yfirmenn höfðu vitað af galla í svonefndum O-hringjum sem héldu saman samskeytum eldflauganna sem voru notaðar til þess að skjóta geimskutlunum á loft í um tíu ár fyrir slysið. Það var slíkur hringur sem gaf sig með þeim afleiðingum að funheitt gas úr eldflaug streymdi út úr henni og sprengdi upp eldsneytistank. Geimskutlurnar hófu sig aftur á loft haustið 1988 en áætlun varð fyrir öðru áfalli þegar Columbia-geimskutlan fórst á heimleið úr geimnum 1. febrúar árið 2003. Skemmdir sem urðu á hitaskildi hennar í geimskotinu urðu til þess að skutlan splundraðist. Geimskutluáætluninni var formlega lokið árið 2011. Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Kafarar sem unnu að heimildarmynd um Bermúdaþríhyrningin fundu brak úr stórum manngerðum hlut á hafsbotni þegar þeir leituðu að flaki flugvélar úr síðari heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu samband við NASA þar sem þeir fundu brakið undan austurströnd Flórída þaðan sem stofnunin skýtur eldflaugum á loft. Í tilkynningu á vef NASA kemur fram að yfirmenn stofnunarinnar hafi farið yfir myndefni af brakinu og staðfest að það sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst skömmu eftir geimskot frá Canaveral-höfða 28. janúar árið 1986. Svo virðist sem að brakið sé hluti af hitaskildi geimskutlunnar sem átti að verja hana þegar hún sneri aftur til jarðar úr geimferð sinni. Eldflaugin sem geimskutlan sat ofan á sprakk hins vegar yfir Atlantshafinu aðeins 73 sekúndum eftir geimskotið. Þó að brakið hafi fundist við tökur á þáttum um Bermúdaþríhyrninginn var staðurinn þar sem brakið fannst vel norðvestan við það svæði sem kennt er við þríhyrninginn. NASA segist nú íhuga hvað verði gert við brakið, ef eitthvað, til þess að heiðra minningu geimfaranna sjö sem fórust með Challenger. Brakið er samkvæmt lögum eign bandarísku alríkisstjórnarinnar. Stöðvaði geimskutluáætlunina í tæp þrjú ár Á meðal sjömenninganna sem fórust var Christa McAuliffe en hún átti að vera fyrsti óbreytti borgarinnar í geimnum. Hún var barnaskólakennari frá Massachusetts og átti meðal annars að stýra kennslustundum fyrir bandarísk börn úr geimnum. Fjöldi skólabarna víðs vegar um Bandaríkin fylgdist með geimskotinu og horfði upp á geimskutluna splundrast í beinni útsendingu. Harmleikurinn varð til þess að NASA stöðvaði geimskutluáætlun sína í tæp þrjú ár en stofnunin lá undir harðri gagnrýni fyrir framgögnu sína. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að stjórnendur NASA höfðu hunsað viðvaranir verkfræðinga um að hættulegt væri að halda geimskotinu til streitu í þeim óvenjulega kulda sem gerði í Flórída þegar Challenger var skotið á loft. Geimskotinu hafði verið frestað nokkrum sinnum dagana á undan. Geimskutlan sjálf sprakk ekki heldur brotnaði upp eftir að funheitt gas lak úr eldflaug. Talið er að hluti áhafnarinnar kunni að hafa verið lifandi þegar áhafnarhylkið skall í sjóinn á meira en þrjú hundruð kílómetra hraða á klukkustund.AP Þá kom í ljós að yfirmenn höfðu vitað af galla í svonefndum O-hringjum sem héldu saman samskeytum eldflauganna sem voru notaðar til þess að skjóta geimskutlunum á loft í um tíu ár fyrir slysið. Það var slíkur hringur sem gaf sig með þeim afleiðingum að funheitt gas úr eldflaug streymdi út úr henni og sprengdi upp eldsneytistank. Geimskutlurnar hófu sig aftur á loft haustið 1988 en áætlun varð fyrir öðru áfalli þegar Columbia-geimskutlan fórst á heimleið úr geimnum 1. febrúar árið 2003. Skemmdir sem urðu á hitaskildi hennar í geimskotinu urðu til þess að skutlan splundraðist. Geimskutluáætluninni var formlega lokið árið 2011.
Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira