Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 08:54 FTX er á meðal stærstu kauphalla með rafmyntir í heiminum. Fall þess hefur valdið miklum titringi á rafmyntarmarkaði í vikunni. Vísir/Getty Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. Gengi helstu rafmynta heims hefur hrapað í kjölfar hremminga FTX í vikunni. Fyrirtækið varð fyrir áhlaupi þegar viðskiptavinir þess vildu leysa út fé sé í hrönnum. Aðstandendur þess eru nú sagðir vinna að því í örvæntingu að safna um 9,4 milljörðum dollara frá fjárfestum og keppinautum til þess að eiga fyrir innistæðum. Staða FTX versnaði enn þegar björgunartilraunir aðalkeppinautsins Binance fóru út um þúfur á miðvikudag. Stjórnendum Binance hugnaðist ekki það sem þeir sáu þegar þeir fengu að líta í bókhaldsbækur FTX. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bahamaeyja, þar sem FTX er skráð, frysti í gær eignir dótturfélags FTX og fór fram á að settur yrði skiptastjóri yfir bú þess. Reuters-fréttastofan segir jafnframt óstaðfestar fregnir um að hliðstæð yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaki nú Sam Bankman-Fried, forstjóra og stofnanda FTX, fyrir möguleg brot á lögum um verðbréf. Bandarískir þingmenn krefjast þess nú að rafmyntarbransanum verði sett lög og vilja rannsókn á því hvað leiddi til falls FTX. Nokkrir fjárfestingasjóðir sem lögðu fé í FTX hafa þegar sagst hafa afskrifað þær fjárfestingar sínar. Erfiðleikar FTX er sagðir hafa byrjað fyrr á þessu ári þegar Bankman-Fried kom öðrum rafmyntarfyrirtækjum sem voru í kröggum til bjargar. Hann er sagður hafa lagt að minnsta kosti fjóra milljarða dollara í fyrirtækið Alameda. Fulltrúar Binance sem skoðuðu kaup á FTX líktu bókhaldi þess við svarthol þar sem engin leið væri að greina á milli eigna þess og skulda Alameda. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Fjártækni Bahamaeyjar Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gengi helstu rafmynta heims hefur hrapað í kjölfar hremminga FTX í vikunni. Fyrirtækið varð fyrir áhlaupi þegar viðskiptavinir þess vildu leysa út fé sé í hrönnum. Aðstandendur þess eru nú sagðir vinna að því í örvæntingu að safna um 9,4 milljörðum dollara frá fjárfestum og keppinautum til þess að eiga fyrir innistæðum. Staða FTX versnaði enn þegar björgunartilraunir aðalkeppinautsins Binance fóru út um þúfur á miðvikudag. Stjórnendum Binance hugnaðist ekki það sem þeir sáu þegar þeir fengu að líta í bókhaldsbækur FTX. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bahamaeyja, þar sem FTX er skráð, frysti í gær eignir dótturfélags FTX og fór fram á að settur yrði skiptastjóri yfir bú þess. Reuters-fréttastofan segir jafnframt óstaðfestar fregnir um að hliðstæð yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaki nú Sam Bankman-Fried, forstjóra og stofnanda FTX, fyrir möguleg brot á lögum um verðbréf. Bandarískir þingmenn krefjast þess nú að rafmyntarbransanum verði sett lög og vilja rannsókn á því hvað leiddi til falls FTX. Nokkrir fjárfestingasjóðir sem lögðu fé í FTX hafa þegar sagst hafa afskrifað þær fjárfestingar sínar. Erfiðleikar FTX er sagðir hafa byrjað fyrr á þessu ári þegar Bankman-Fried kom öðrum rafmyntarfyrirtækjum sem voru í kröggum til bjargar. Hann er sagður hafa lagt að minnsta kosti fjóra milljarða dollara í fyrirtækið Alameda. Fulltrúar Binance sem skoðuðu kaup á FTX líktu bókhaldi þess við svarthol þar sem engin leið væri að greina á milli eigna þess og skulda Alameda.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Fjártækni Bahamaeyjar Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00