Áminning læknis skal standa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2022 20:03 Myndin tengist fréttinni ekki beint. icture by GABRIELE CHAROTTE (Photo by Fairfax Media via Getty Im Heilbrigðisráðuneytið hefur úrskurðað að ákvörðun embættis landlæknis um að áminna lækni vegna tveggja mála sem tengjast vanrækslu í starfi skuli standa. Málið má rekja til þess að í febrúar á þessu ári áminnti embætti landlæknis lækninn vegna vanrækslu í starfi. Var það annars vegar vegna þess að hann var talinn hafa sýnt af sér ótilhlýðilega framkomu í garð skjólstæðings hans. Taldi skjólstæðingurinn að læknirinn hefði talað niður til hennar og sýnt henni og sjúkdómi hennar óvirðingu. Hitt málið tengdist skjólstæðingi mannsins sem svipti sig lífi nokkrum mínútum eftir að læknirinn hafði útskrifað hann. Taldi embættið að læknirinn hefði vanrækt að greina skjólstæðinginn á fullnægjandi og faglegan hátt, hefja rétta meðferð og tryggja eftirfylgd við útskrift. Taldi embættið að með þessu hafi læknirinn vanrækt starfsskyldur sínar. Læknirinn vildi hins vegar ekki una áminningunni og kærði niðurstöðu embættis landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins. Taldi hann að embættið hefði ekki leyfi til að hnýta saman tvö óskyld mál. Þá taldi hann samskipti sín við sjúklinginn í fyrra málinu í engu hafa verið ámælisverð. Að sama skapi taldi hann að í seinna málinu hafi verið litið framhjá kerfisbundnum þáttum, svo sem skorti á teymisvinnu og plássleysi. Hann einn hafi persónulega verið gerður ábyrgur fyrir andláti skjólstæðingsins. Litið hafi verið framhjá öðrum þáttum sem urðu til þess að viðkomandi var útskrifaður. Alvarleikastigið mikið Heilbrigðisráðuneytið úrskurðaði að áminningin skuli standa. Var það gert á þeim grundvelli að niðurstaðan í fyrra málinu hafi verið byggð á öllum gögnum málsins. Þá telur ráðuneytið að alvarleikastigið í seinna málinu sé mikið, enda hafi verið um að ræða alvarlegan veikan sjúkling sem hafi áður gert tilraun til sjálfvígs. Taldi ráðuneytið að lagaskilyrði fyrir áminningu hafi verið uppfyllt. Því skuli hún standa. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira
Málið má rekja til þess að í febrúar á þessu ári áminnti embætti landlæknis lækninn vegna vanrækslu í starfi. Var það annars vegar vegna þess að hann var talinn hafa sýnt af sér ótilhlýðilega framkomu í garð skjólstæðings hans. Taldi skjólstæðingurinn að læknirinn hefði talað niður til hennar og sýnt henni og sjúkdómi hennar óvirðingu. Hitt málið tengdist skjólstæðingi mannsins sem svipti sig lífi nokkrum mínútum eftir að læknirinn hafði útskrifað hann. Taldi embættið að læknirinn hefði vanrækt að greina skjólstæðinginn á fullnægjandi og faglegan hátt, hefja rétta meðferð og tryggja eftirfylgd við útskrift. Taldi embættið að með þessu hafi læknirinn vanrækt starfsskyldur sínar. Læknirinn vildi hins vegar ekki una áminningunni og kærði niðurstöðu embættis landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins. Taldi hann að embættið hefði ekki leyfi til að hnýta saman tvö óskyld mál. Þá taldi hann samskipti sín við sjúklinginn í fyrra málinu í engu hafa verið ámælisverð. Að sama skapi taldi hann að í seinna málinu hafi verið litið framhjá kerfisbundnum þáttum, svo sem skorti á teymisvinnu og plássleysi. Hann einn hafi persónulega verið gerður ábyrgur fyrir andláti skjólstæðingsins. Litið hafi verið framhjá öðrum þáttum sem urðu til þess að viðkomandi var útskrifaður. Alvarleikastigið mikið Heilbrigðisráðuneytið úrskurðaði að áminningin skuli standa. Var það gert á þeim grundvelli að niðurstaðan í fyrra málinu hafi verið byggð á öllum gögnum málsins. Þá telur ráðuneytið að alvarleikastigið í seinna málinu sé mikið, enda hafi verið um að ræða alvarlegan veikan sjúkling sem hafi áður gert tilraun til sjálfvígs. Taldi ráðuneytið að lagaskilyrði fyrir áminningu hafi verið uppfyllt. Því skuli hún standa.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira