Borgar sig síður að fara í skóla vegna krónutöluhækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 14:30 Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM. Mynd/aðsend Krónutöluhækkanir síðustu ára hafa leitt til þess að það borgar sig síður hér á landi en annars staðar að fara í skóla, segir hagfræðingur BHM. Um fjórðungur Íslendinga er einungis með grunnskólapróf og hlutfallið er það hæsta á Norðurlöndum. BHM kynnti í morgun áherslur sínar fyrir komandi kjaraviðræður og samkvæmt þeim verða prósentuhækkanir stærsta krafa félagsins. Vísað er til þess að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins hafi komið fólki misvel og að kaupmáttur félagsmanna ASÍ hafi til að mynda aukist langt umfram kaupmátt þeirra sem eru í aðildarfélögum BHM. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM segir að áframhald þess væri óásættanleg niðurstaða. „Við getum ekki samþykkt það að fara inn í annað kjarasamningstímabil þar sem kaupmáttur mun rýrna. Þá erum við að sjá fimm til sex ára tímabil af kaupmáttarrýrnun, ekki bara fyrir sérfræðinga hjá ríkinu heldur fyrir millistéttina í heild sinni,“ segir Vilhjálmur. Aðsókn ungs fólks í háskólanám er minni hér en í öðrum löndum. Aðeins 38% fólks á aldrinum 25–34 ára hefur aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð Samhliða því að kröfurnar voru kynntar var birt ný rannsókn sem var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á virði menntunar í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt henni er menntunarstig á Íslandi óvenju lágt og um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára er einungis með grunnskólamenntun. Hlutfallið er hærra en á hinum Norðurlöndunum. „Við sjáum bara á Íslandi að það borgar sig mun síður að fara í skóla en í öðrum löndum. Og mun síður en á Norðurlöndunum. Þetta er meðal ananrs vegna áhrifa krónutöluhækkana síðustu ára. Og við teljum bara að frekari krónutöluhækkanir muni hafa skaðleg áhrif á hvata til náms á Íslandi.“ Samkvæmt skýrslunni eru háskólamenntaðar konur með um þriðjungi lægri laun en karlar meirihluta starfsævinnar. „Það hallar verulega á konur á íslenskum vinnumarkaði. Sérfræðingar hjá sveitarfélögunum, sem eru áttatíu prósent konur, eru til að mynda með fjörutíu prósentum lægra tímakaup en allir karlkyns sérfræðingar á almenna markaðnum,“ segir Vilhjálmur. „Það hefur bara aldrei myndast markaðsverð fyrir þessi störf, til dæmis þroskaþjálfar sem eru eingöngu á opinbera markaðnum, þeir hafa bara kannski ekki verið í þeirri samningsstöðu að fá borgað í samræmi við samfélagslegt verðmæti.“ Önnur stærsta krafa BHM er að virði vanmetinna starfa á vinnumarkaðnum, þar sem konur eru í meirihluta, verði leiðrétt umfram prósentuhækkanir. „Lausnin við þessu er í rauninni tvíþætt - prósentuhækkun og leiðrétting á skökku virði starfa.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
BHM kynnti í morgun áherslur sínar fyrir komandi kjaraviðræður og samkvæmt þeim verða prósentuhækkanir stærsta krafa félagsins. Vísað er til þess að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins hafi komið fólki misvel og að kaupmáttur félagsmanna ASÍ hafi til að mynda aukist langt umfram kaupmátt þeirra sem eru í aðildarfélögum BHM. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM segir að áframhald þess væri óásættanleg niðurstaða. „Við getum ekki samþykkt það að fara inn í annað kjarasamningstímabil þar sem kaupmáttur mun rýrna. Þá erum við að sjá fimm til sex ára tímabil af kaupmáttarrýrnun, ekki bara fyrir sérfræðinga hjá ríkinu heldur fyrir millistéttina í heild sinni,“ segir Vilhjálmur. Aðsókn ungs fólks í háskólanám er minni hér en í öðrum löndum. Aðeins 38% fólks á aldrinum 25–34 ára hefur aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð Samhliða því að kröfurnar voru kynntar var birt ný rannsókn sem var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á virði menntunar í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt henni er menntunarstig á Íslandi óvenju lágt og um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára er einungis með grunnskólamenntun. Hlutfallið er hærra en á hinum Norðurlöndunum. „Við sjáum bara á Íslandi að það borgar sig mun síður að fara í skóla en í öðrum löndum. Og mun síður en á Norðurlöndunum. Þetta er meðal ananrs vegna áhrifa krónutöluhækkana síðustu ára. Og við teljum bara að frekari krónutöluhækkanir muni hafa skaðleg áhrif á hvata til náms á Íslandi.“ Samkvæmt skýrslunni eru háskólamenntaðar konur með um þriðjungi lægri laun en karlar meirihluta starfsævinnar. „Það hallar verulega á konur á íslenskum vinnumarkaði. Sérfræðingar hjá sveitarfélögunum, sem eru áttatíu prósent konur, eru til að mynda með fjörutíu prósentum lægra tímakaup en allir karlkyns sérfræðingar á almenna markaðnum,“ segir Vilhjálmur. „Það hefur bara aldrei myndast markaðsverð fyrir þessi störf, til dæmis þroskaþjálfar sem eru eingöngu á opinbera markaðnum, þeir hafa bara kannski ekki verið í þeirri samningsstöðu að fá borgað í samræmi við samfélagslegt verðmæti.“ Önnur stærsta krafa BHM er að virði vanmetinna starfa á vinnumarkaðnum, þar sem konur eru í meirihluta, verði leiðrétt umfram prósentuhækkanir. „Lausnin við þessu er í rauninni tvíþætt - prósentuhækkun og leiðrétting á skökku virði starfa.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira