Borgar sig síður að fara í skóla vegna krónutöluhækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 14:30 Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM. Mynd/aðsend Krónutöluhækkanir síðustu ára hafa leitt til þess að það borgar sig síður hér á landi en annars staðar að fara í skóla, segir hagfræðingur BHM. Um fjórðungur Íslendinga er einungis með grunnskólapróf og hlutfallið er það hæsta á Norðurlöndum. BHM kynnti í morgun áherslur sínar fyrir komandi kjaraviðræður og samkvæmt þeim verða prósentuhækkanir stærsta krafa félagsins. Vísað er til þess að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins hafi komið fólki misvel og að kaupmáttur félagsmanna ASÍ hafi til að mynda aukist langt umfram kaupmátt þeirra sem eru í aðildarfélögum BHM. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM segir að áframhald þess væri óásættanleg niðurstaða. „Við getum ekki samþykkt það að fara inn í annað kjarasamningstímabil þar sem kaupmáttur mun rýrna. Þá erum við að sjá fimm til sex ára tímabil af kaupmáttarrýrnun, ekki bara fyrir sérfræðinga hjá ríkinu heldur fyrir millistéttina í heild sinni,“ segir Vilhjálmur. Aðsókn ungs fólks í háskólanám er minni hér en í öðrum löndum. Aðeins 38% fólks á aldrinum 25–34 ára hefur aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð Samhliða því að kröfurnar voru kynntar var birt ný rannsókn sem var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á virði menntunar í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt henni er menntunarstig á Íslandi óvenju lágt og um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára er einungis með grunnskólamenntun. Hlutfallið er hærra en á hinum Norðurlöndunum. „Við sjáum bara á Íslandi að það borgar sig mun síður að fara í skóla en í öðrum löndum. Og mun síður en á Norðurlöndunum. Þetta er meðal ananrs vegna áhrifa krónutöluhækkana síðustu ára. Og við teljum bara að frekari krónutöluhækkanir muni hafa skaðleg áhrif á hvata til náms á Íslandi.“ Samkvæmt skýrslunni eru háskólamenntaðar konur með um þriðjungi lægri laun en karlar meirihluta starfsævinnar. „Það hallar verulega á konur á íslenskum vinnumarkaði. Sérfræðingar hjá sveitarfélögunum, sem eru áttatíu prósent konur, eru til að mynda með fjörutíu prósentum lægra tímakaup en allir karlkyns sérfræðingar á almenna markaðnum,“ segir Vilhjálmur. „Það hefur bara aldrei myndast markaðsverð fyrir þessi störf, til dæmis þroskaþjálfar sem eru eingöngu á opinbera markaðnum, þeir hafa bara kannski ekki verið í þeirri samningsstöðu að fá borgað í samræmi við samfélagslegt verðmæti.“ Önnur stærsta krafa BHM er að virði vanmetinna starfa á vinnumarkaðnum, þar sem konur eru í meirihluta, verði leiðrétt umfram prósentuhækkanir. „Lausnin við þessu er í rauninni tvíþætt - prósentuhækkun og leiðrétting á skökku virði starfa.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
BHM kynnti í morgun áherslur sínar fyrir komandi kjaraviðræður og samkvæmt þeim verða prósentuhækkanir stærsta krafa félagsins. Vísað er til þess að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins hafi komið fólki misvel og að kaupmáttur félagsmanna ASÍ hafi til að mynda aukist langt umfram kaupmátt þeirra sem eru í aðildarfélögum BHM. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM segir að áframhald þess væri óásættanleg niðurstaða. „Við getum ekki samþykkt það að fara inn í annað kjarasamningstímabil þar sem kaupmáttur mun rýrna. Þá erum við að sjá fimm til sex ára tímabil af kaupmáttarrýrnun, ekki bara fyrir sérfræðinga hjá ríkinu heldur fyrir millistéttina í heild sinni,“ segir Vilhjálmur. Aðsókn ungs fólks í háskólanám er minni hér en í öðrum löndum. Aðeins 38% fólks á aldrinum 25–34 ára hefur aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð Samhliða því að kröfurnar voru kynntar var birt ný rannsókn sem var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á virði menntunar í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt henni er menntunarstig á Íslandi óvenju lágt og um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára er einungis með grunnskólamenntun. Hlutfallið er hærra en á hinum Norðurlöndunum. „Við sjáum bara á Íslandi að það borgar sig mun síður að fara í skóla en í öðrum löndum. Og mun síður en á Norðurlöndunum. Þetta er meðal ananrs vegna áhrifa krónutöluhækkana síðustu ára. Og við teljum bara að frekari krónutöluhækkanir muni hafa skaðleg áhrif á hvata til náms á Íslandi.“ Samkvæmt skýrslunni eru háskólamenntaðar konur með um þriðjungi lægri laun en karlar meirihluta starfsævinnar. „Það hallar verulega á konur á íslenskum vinnumarkaði. Sérfræðingar hjá sveitarfélögunum, sem eru áttatíu prósent konur, eru til að mynda með fjörutíu prósentum lægra tímakaup en allir karlkyns sérfræðingar á almenna markaðnum,“ segir Vilhjálmur. „Það hefur bara aldrei myndast markaðsverð fyrir þessi störf, til dæmis þroskaþjálfar sem eru eingöngu á opinbera markaðnum, þeir hafa bara kannski ekki verið í þeirri samningsstöðu að fá borgað í samræmi við samfélagslegt verðmæti.“ Önnur stærsta krafa BHM er að virði vanmetinna starfa á vinnumarkaðnum, þar sem konur eru í meirihluta, verði leiðrétt umfram prósentuhækkanir. „Lausnin við þessu er í rauninni tvíþætt - prósentuhækkun og leiðrétting á skökku virði starfa.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent