Orkumál á krossgötum Hildigunnur H. Thorsteinsson skrifar 10. nóvember 2022 09:30 Krísa í orkumálum blasir við þjóðum heims þegar þær koma saman á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Á sama tíma og við vinnum okkur úr viðjum heimsfaraldurs og verð á orku rýkur upp vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu erum við í óða önn að skipta út meginorkugjafa samfélaga til að berjast gegn loftslagsáhrifum. Allt þetta hefur áhrif og kallar fram brot og veika hlekki í orkuinnviðum okkar og reynir á staðfestu í stefnu og samstöðu þjóða. Í þessu ástandi græða olíufélög heimsins sem aldrei fyrr og slá hvert hagnaðarmetið á fætur öðru og enn á ný er stríðsrekstur fjármagnaður með orkusölu. Á sama tíma eiga almenningur og fyrirtæki um alla Evrópu erfitt með að borga orkureikninga sína. Skorður hafa verið settar á hversu hlýtt megi vera í húsum víða; í Ungverjalandi var haustfríið fært til desember til að spara orku og á sumum svæðum í Evrópu er gert ráð fyrir að ákveðið hlutfall heimila muni hreinlega slökkva á hitanum sínum í lok mánaðar því þau eiga ekki fyrir reikningunum. Ljós í myrkrinu – eða kuldanum Ekki eru öll teikn á lofti neikvæð. Þrátt fyrir að sum lönd hafi brugðist við hækkuðu verði á olíu og gasi með því að fýra upp í kolaorkuverum sínum er gert ráð fyrir að þau áhrif verði tímabundin. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf á dögunum út árlega skýrslu sína um horfur í orkumálum og í fyrsta sinn gera útreikningar stofnunarinnar ráð fyrir að með núverandi takti og markmiðum einstakra þjóða og bandalaga þá muni notkun heimsins á jarðefnaeldsneyti ná toppi og síðan dragast saman þegar nær dregur 2030. Fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu eru einnig á hraðri siglingu og vega um 50% meira en fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti. Þetta styður og styrkir áframhaldandi nýsköpun í nýjum orkugjöfum, kolefnishreinsun og förgun og hringrásarhagkerfinu. Við þurfum ekki að líta lengra en til steinrunnis koldíoxíðs hjá Carbfix til að sjá þess merki eða til Danmörku þar sem hitaveituvæðingin hefur fengið aukinn byr í seglin. Sífellt fleiri bæir og bæjarhlutar eru að byggja upp hitaveitur. Einstakt hús hefur takmarkaða möguleika á að skipta um orkugjafa en hitaveitukerfi getur fengið orku frá margskonar hitagjöfum eins og jarðhita, afgangsvarma og sólarorku. Tækifæri til að hraða umbyltingu Í krísum felast nefnilega tækifæri. Tækifæri til að breyta, skipta um stefnu, brúa bil og snúa veikleika í styrk. Þannig er það einnig núna. Nú er tækifæri til hraða taktinn í umbyltingu á orkuframleiðslu og notkun. Stjörnuhá orkuverð hafa snert fjölskyldur um nær alla Evrópu. Almenningur jafnt sem stjórnvöld hafa verið vakin hressilega til vitundar um mikilvægi þess að umbylta ekki bara rafmagnsframleiðslu heldur hitunarkostum til sjálfbærari vega. Samfélög þar sem búið er að byggja upp sjálfbær orkukerfi með nærliggjandi orkugjöfum hafa staðist þessa krísu betur en önnur. Þar hafa orkuinnviðirnir gefið skjól fyrir hækkandi orkuverðsvindum og verð haldist stöðug. Eins á Íslandi þar sem grænir orkugjafar og hitaveituvæðingin hafa skýlt annars berskjaldaðri þjóð í miðju norður Atlantshafinu. Hitaveitur framtíðarinnar Saga hitaveituvæðingarinnar á Íslandi er gömul saga og ný. Við sem ólumst upp með hitaveituvatn í ofnunum okkar lítum oft á hitaveituna sem sjálfsagðan hlut en það er hún svo sannarlega ekki. Framsýni, nýsköpun og framtakssemi ýttu hitaveitunni okkar úr vör og nú njótum við góðs af því. Við höfum oft heyrt þessa sögu en okkur ber skylda til að halda áfram að segja hana. Bæði fyrir nýjar kynslóðir hér á landi en ekki síður fyrir önnur lönd sem hafa enn ekki farið þessa sömu leið en gætu það vel. Orkumál eru á krossgötum. Styðjum við umbreytinguna, aukum taktinn, höldum á lofti sögu hitaveituvæðingunnar og hverju hún breytti fyrir okkur. Nýtum hana til innblásturs fyrir heimsbyggðina og okkur sjálf. Höldum áfram að tryggja og byggja upp sjálfbærar hitaveitur í bæjum landsins og styðjum við sams konar uppbyggingu í öðrum löndum. Höldum áfram að skapa nýjar lausnir, prófa okkur áfram og framkvæma til að styðja við aukinn hraða í átt að kolefnislausum heimi. Það er enn ekki ljóst hvenær eða hvernig þessari orkukrísu lýkur og þess vegna er tækifærið núna til að hafa áhrif á hvað muni breytast í kjölfar hennar. Því að þó við vitum ekki hvernig línurnar muni liggja að lokum þá er ljóst að leiðin liggur ekki til baka. Höfundur er Chief Technical Officer hjá Innargi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Krísa í orkumálum blasir við þjóðum heims þegar þær koma saman á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Á sama tíma og við vinnum okkur úr viðjum heimsfaraldurs og verð á orku rýkur upp vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu erum við í óða önn að skipta út meginorkugjafa samfélaga til að berjast gegn loftslagsáhrifum. Allt þetta hefur áhrif og kallar fram brot og veika hlekki í orkuinnviðum okkar og reynir á staðfestu í stefnu og samstöðu þjóða. Í þessu ástandi græða olíufélög heimsins sem aldrei fyrr og slá hvert hagnaðarmetið á fætur öðru og enn á ný er stríðsrekstur fjármagnaður með orkusölu. Á sama tíma eiga almenningur og fyrirtæki um alla Evrópu erfitt með að borga orkureikninga sína. Skorður hafa verið settar á hversu hlýtt megi vera í húsum víða; í Ungverjalandi var haustfríið fært til desember til að spara orku og á sumum svæðum í Evrópu er gert ráð fyrir að ákveðið hlutfall heimila muni hreinlega slökkva á hitanum sínum í lok mánaðar því þau eiga ekki fyrir reikningunum. Ljós í myrkrinu – eða kuldanum Ekki eru öll teikn á lofti neikvæð. Þrátt fyrir að sum lönd hafi brugðist við hækkuðu verði á olíu og gasi með því að fýra upp í kolaorkuverum sínum er gert ráð fyrir að þau áhrif verði tímabundin. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf á dögunum út árlega skýrslu sína um horfur í orkumálum og í fyrsta sinn gera útreikningar stofnunarinnar ráð fyrir að með núverandi takti og markmiðum einstakra þjóða og bandalaga þá muni notkun heimsins á jarðefnaeldsneyti ná toppi og síðan dragast saman þegar nær dregur 2030. Fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu eru einnig á hraðri siglingu og vega um 50% meira en fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti. Þetta styður og styrkir áframhaldandi nýsköpun í nýjum orkugjöfum, kolefnishreinsun og förgun og hringrásarhagkerfinu. Við þurfum ekki að líta lengra en til steinrunnis koldíoxíðs hjá Carbfix til að sjá þess merki eða til Danmörku þar sem hitaveituvæðingin hefur fengið aukinn byr í seglin. Sífellt fleiri bæir og bæjarhlutar eru að byggja upp hitaveitur. Einstakt hús hefur takmarkaða möguleika á að skipta um orkugjafa en hitaveitukerfi getur fengið orku frá margskonar hitagjöfum eins og jarðhita, afgangsvarma og sólarorku. Tækifæri til að hraða umbyltingu Í krísum felast nefnilega tækifæri. Tækifæri til að breyta, skipta um stefnu, brúa bil og snúa veikleika í styrk. Þannig er það einnig núna. Nú er tækifæri til hraða taktinn í umbyltingu á orkuframleiðslu og notkun. Stjörnuhá orkuverð hafa snert fjölskyldur um nær alla Evrópu. Almenningur jafnt sem stjórnvöld hafa verið vakin hressilega til vitundar um mikilvægi þess að umbylta ekki bara rafmagnsframleiðslu heldur hitunarkostum til sjálfbærari vega. Samfélög þar sem búið er að byggja upp sjálfbær orkukerfi með nærliggjandi orkugjöfum hafa staðist þessa krísu betur en önnur. Þar hafa orkuinnviðirnir gefið skjól fyrir hækkandi orkuverðsvindum og verð haldist stöðug. Eins á Íslandi þar sem grænir orkugjafar og hitaveituvæðingin hafa skýlt annars berskjaldaðri þjóð í miðju norður Atlantshafinu. Hitaveitur framtíðarinnar Saga hitaveituvæðingarinnar á Íslandi er gömul saga og ný. Við sem ólumst upp með hitaveituvatn í ofnunum okkar lítum oft á hitaveituna sem sjálfsagðan hlut en það er hún svo sannarlega ekki. Framsýni, nýsköpun og framtakssemi ýttu hitaveitunni okkar úr vör og nú njótum við góðs af því. Við höfum oft heyrt þessa sögu en okkur ber skylda til að halda áfram að segja hana. Bæði fyrir nýjar kynslóðir hér á landi en ekki síður fyrir önnur lönd sem hafa enn ekki farið þessa sömu leið en gætu það vel. Orkumál eru á krossgötum. Styðjum við umbreytinguna, aukum taktinn, höldum á lofti sögu hitaveituvæðingunnar og hverju hún breytti fyrir okkur. Nýtum hana til innblásturs fyrir heimsbyggðina og okkur sjálf. Höldum áfram að tryggja og byggja upp sjálfbærar hitaveitur í bæjum landsins og styðjum við sams konar uppbyggingu í öðrum löndum. Höldum áfram að skapa nýjar lausnir, prófa okkur áfram og framkvæma til að styðja við aukinn hraða í átt að kolefnislausum heimi. Það er enn ekki ljóst hvenær eða hvernig þessari orkukrísu lýkur og þess vegna er tækifærið núna til að hafa áhrif á hvað muni breytast í kjölfar hennar. Því að þó við vitum ekki hvernig línurnar muni liggja að lokum þá er ljóst að leiðin liggur ekki til baka. Höfundur er Chief Technical Officer hjá Innargi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar