Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 9. nóvember 2022 23:17 Hér má sjá borða klipptan áður en sporvagninn var tekinn í notkun. Utanríkisráðuneytið Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. Þórdís Kolbrún tók við formennskunni af Breifne O‘Reilly, fastafulltrúa Írlands gagnvart Evrópuráðinu. Ísland mun sinna embættinu í sex mánuði eða þar til í maí 2023 þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn hér á landi. Fundurinn verður sá fjórði frá upphafi. Þegar hún tók við nýtti Þórdís Kolbrún tækifærið og kynnti formennskuáætlun Íslands í ráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Formennskuáætlunina má sjá með því að smella hér. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu þar sem hún segir helsta markmið formennskutíðar Íslands vera að efla grundvallargildi ráðsins ásamt því að „leggja sérstaka áherslu á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti.“ „Ísland fær það ábyrgðarmikla verkefni að leiða Evrópuráðið á tímum sem fela í sér miklar áskoranir. Grundvallargildi ráðsins - lýðræði, réttarríkið og mannréttindi – eiga undir högg að sækja eins og hörmulegt árásarstríð Rússlands gegn Úkraínu sýnir svo glöggt. Helsta markmiðið í formennskutíð Íslands verður því að efla þessi grundvallargildi og styrkja ráðið sem málsvara þeirra. Ísland tekur forystuhlutverki sínu alvarlega á þessum krefjandi tímum,” segir Þórdís Kolbrún. Í tilefni formennsku Íslands í ráðinu var sporvagn skreyttur norðurljósum tekinn í gagnið í Strassborg í dag og fékk Þórdís Kolbrún far með vagninum að ráðhúsi borgarinnar þar sem íslenska fánanum var flaggað. Hér að ofan má sjá umfjöllun um málið úr kvöldfréttum. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Íslendingar erlendis Frakkland Utanríkismál Tengdar fréttir Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Þórdís Kolbrún tók við formennskunni af Breifne O‘Reilly, fastafulltrúa Írlands gagnvart Evrópuráðinu. Ísland mun sinna embættinu í sex mánuði eða þar til í maí 2023 þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn hér á landi. Fundurinn verður sá fjórði frá upphafi. Þegar hún tók við nýtti Þórdís Kolbrún tækifærið og kynnti formennskuáætlun Íslands í ráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Formennskuáætlunina má sjá með því að smella hér. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu þar sem hún segir helsta markmið formennskutíðar Íslands vera að efla grundvallargildi ráðsins ásamt því að „leggja sérstaka áherslu á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti.“ „Ísland fær það ábyrgðarmikla verkefni að leiða Evrópuráðið á tímum sem fela í sér miklar áskoranir. Grundvallargildi ráðsins - lýðræði, réttarríkið og mannréttindi – eiga undir högg að sækja eins og hörmulegt árásarstríð Rússlands gegn Úkraínu sýnir svo glöggt. Helsta markmiðið í formennskutíð Íslands verður því að efla þessi grundvallargildi og styrkja ráðið sem málsvara þeirra. Ísland tekur forystuhlutverki sínu alvarlega á þessum krefjandi tímum,” segir Þórdís Kolbrún. Í tilefni formennsku Íslands í ráðinu var sporvagn skreyttur norðurljósum tekinn í gagnið í Strassborg í dag og fékk Þórdís Kolbrún far með vagninum að ráðhúsi borgarinnar þar sem íslenska fánanum var flaggað. Hér að ofan má sjá umfjöllun um málið úr kvöldfréttum.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Íslendingar erlendis Frakkland Utanríkismál Tengdar fréttir Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41