Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn Siggeir Ævarsson skrifar 9. nóvember 2022 22:15 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að eigin sögn kófsveittur í leikslok í Grindavík, en hans konur náðu aðeins að hleypa blóðþrýstingnum hjá honum upp í lokin, í leik sem þær voru í raun búnar að klára snemma í fjórða leikhluta. Grindvíkingar eru þó ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og héldu áfram allt þar til lokaflautið gall. Lokatölur 79-83 þar sem Njarðvík voru komnar 12 stigum yfir þegar rúmar 2 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var alvöru barátta, ég er rennsveittur! Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri og ég er bara alveg ógeðslega ánægður að ná að fara hérna í burtu með tvö stig.“ Það var svolítið eins og það kveiknaði ekki almennilega á Njarðvíkurliðinu fyrr en í 4. leikhluta. Hvað var það sem small á þeim tímapunkti? „Það small varnarlega. Grindavíkurliðið skoraði 2 stig á fyrstu fimm mínútunum og við náum að búa til forystu þar. Það eru oft þessar sálfræðilegu fyrstu 5 mínútur í loka leikhlutanum sem ráða því hverjar vinna leikinn. Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn. Ég held reyndar að þetta sé í þriðja skipti í vetur þar sem við erum búnar að klára leikinn en þetta endar í „sloppy“ tveimur og hálfri mínútu.“ „Við þurfum bara nánast að læra það hvernig við klárum svona leiki, þar sem þú ert með 10 stiga forskot og tvær mínútur eftir. Við erum að taka skot eftir sex sekúndur og eitthvað svona rugl. En ég er ótrúlega stoltur af mínu liði og varnarvinnunni, í fjórða leikhluta sérstaklega. Aftur, þá er ég bara ótrúlega glaður að fara með tvö stig í burtu gegn frábæru Grindavíkurliði.“ Beðið eftir Collier Það er ekkert launungamál að Aliyah Collier er einn besti leikmaður þessarar deildar. Hún hafði nokkuð hægt um sig framan af leik. Eru samherjar hennar mögulega orðnar of góðu vanar og farnar að bíða eftir því að hún taki til sinna ráða inná vellinum? „Nei ég held ekki. Ég er með það miklar keppniskonur í liðinu að ég held það alls ekki málið. Það sem við erum að reyna gera er aðeins að breyta til og fikra okkur áfram með nýja hluti sóknarlega. Þegar það var vel gert þá erum við að fá körfur.“ „En svo vantar aðeins upp á „spacing-una“ og færsluna á boltanum inná milli. En það er eitthvað sem ég hef engar áhyggjur af. Við förum yfir það á vídjóinu og æfum það á æfingu. Þegar við spilum svo leikina sem skipta máli einhvern tímann seinna þá ætla ég mér að vera með þetta tilbúið og þá verður erfitt að stoppa okkur.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Grindvíkingar eru þó ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og héldu áfram allt þar til lokaflautið gall. Lokatölur 79-83 þar sem Njarðvík voru komnar 12 stigum yfir þegar rúmar 2 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var alvöru barátta, ég er rennsveittur! Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri og ég er bara alveg ógeðslega ánægður að ná að fara hérna í burtu með tvö stig.“ Það var svolítið eins og það kveiknaði ekki almennilega á Njarðvíkurliðinu fyrr en í 4. leikhluta. Hvað var það sem small á þeim tímapunkti? „Það small varnarlega. Grindavíkurliðið skoraði 2 stig á fyrstu fimm mínútunum og við náum að búa til forystu þar. Það eru oft þessar sálfræðilegu fyrstu 5 mínútur í loka leikhlutanum sem ráða því hverjar vinna leikinn. Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn. Ég held reyndar að þetta sé í þriðja skipti í vetur þar sem við erum búnar að klára leikinn en þetta endar í „sloppy“ tveimur og hálfri mínútu.“ „Við þurfum bara nánast að læra það hvernig við klárum svona leiki, þar sem þú ert með 10 stiga forskot og tvær mínútur eftir. Við erum að taka skot eftir sex sekúndur og eitthvað svona rugl. En ég er ótrúlega stoltur af mínu liði og varnarvinnunni, í fjórða leikhluta sérstaklega. Aftur, þá er ég bara ótrúlega glaður að fara með tvö stig í burtu gegn frábæru Grindavíkurliði.“ Beðið eftir Collier Það er ekkert launungamál að Aliyah Collier er einn besti leikmaður þessarar deildar. Hún hafði nokkuð hægt um sig framan af leik. Eru samherjar hennar mögulega orðnar of góðu vanar og farnar að bíða eftir því að hún taki til sinna ráða inná vellinum? „Nei ég held ekki. Ég er með það miklar keppniskonur í liðinu að ég held það alls ekki málið. Það sem við erum að reyna gera er aðeins að breyta til og fikra okkur áfram með nýja hluti sóknarlega. Þegar það var vel gert þá erum við að fá körfur.“ „En svo vantar aðeins upp á „spacing-una“ og færsluna á boltanum inná milli. En það er eitthvað sem ég hef engar áhyggjur af. Við förum yfir það á vídjóinu og æfum það á æfingu. Þegar við spilum svo leikina sem skipta máli einhvern tímann seinna þá ætla ég mér að vera með þetta tilbúið og þá verður erfitt að stoppa okkur.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum