Þrjú ríki munu ráða úrslitum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 21:45 Atkvæði talin í Maricopa-sýslu í Arisóna. Þangað beinast nú augu allra sem eiga hagsmuna að gæta í kosningunum. AP Photo/Matt York Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing. Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar í gær. Enn er verið að telja atkvæði víða um Bandaríkin og endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir. Fjölmiðlar ytra telja þó ljóst að eins og staðan er núna haldi Demókratar á 48 sætum í öldungadeildinni. Repúblikanar eru ýmist með 48 eða 49, en mismunandi er eftir fjölmiðlum hvort Alaska er talið óákveðið eða með Repúblikönum. Það gera 96-97 sæti en hundrað þingmenn sitja í öldungadeildinni. Það þýðir að staðan í þremur ríkjum, þar sem fjölmiðlar hafa ekki treyst sér að segja til um sigurvegara, muni ráða úrslitum um hvort Demókratar haldi meirihluta eða ekki. Demókrötum nægir að komast í fimmtíu þingmenn þar sem Kamala Harris, varaforseti, heldur á oddaatkvæði. Repúblikanar þurfa einnig tvo sæti til að ná 51 þingmanni og þar með meirihluta, ef gert ráð fyrir að Alaska falli þeim í skaut. Umrædd ríki eru Arisóna, Nevada og Georgía. Ljóst er að kosningin í Georgíu, þar sem sitjandi þingmaður Demókrata, Raphael Warnock, etur kappi gegn Repúblikanum Herschel Walker, mun fara í aðra úrslitaumferð, sem fer fram 6. desember næstkomandi. Örlagavaldurinn Georgía Samkvæmt kosningareglum ríkisins þarf frambjóðandi að ná meira en fimmtíu prósent fylgi til að ná kjöri, sem hvorugur frambjóðanda náði í þetta skiptið. Þetta er í annað sinn í röð sem Warnock fer í aðra umferð. Hann náði einmitt kjöri á þing fyrir tveimur árum í slíkri kosningu, sem varð til þess að Demókratar náðu meirihluta í öldungadeildinni. Aðrar kosningar í röð gæti öldungadeildarkosningin í Georgíu-ríki því reynst mikill örlagavaldur. Það fer þó alfarið eftir því hvernig niðurstöðurnar verða í Arisóna og Nevada. Nái annar hvor flokkurinn að sigra í báðum þessum ríkjum munu aukakosningarnar í Georgíu ekki skipta jafn miklu máli, þar sem báðir flokkar þurfa tvö sæti í viðbót. Donald Trump er sagður vera æfur yfir því að Mehmet Oz, lengst til vinstri hafi tapað fyrir Demókratanum John Fetterman í öldungadeildarkosningunum í Pennsylvanínu. Ron deSantis, annar til vinstri, var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída-ríkis í gær. Hann er talinn vera líklegasti mótframbjóðandi Trumps í forkosningum Repúbliakna fyrir forsetakosningarnar 2024.Samsett Ekki er víst hvenær niðurstöðurnar í Arisóna og Nevada liggi fyrir, þó ljóst er að það verður áður en aukakosningin fer fram í Georgíu þann 6. desember næstkomandi. Eins og staðan er núna í Nevada er Adam Laxalt, frambjóðandi Repúblikana með 22 þúsund atkvæða forskot gegn sitjandi þingmanni Demókrata, Catherine Cortex Masto, þegar 77 prósent atkvæða hafa verið talin. Í kosningunum 2020 tók þrjá daga að telja níutíu prósent atkvæða, en flest atkvæða í Nevada eru svokölluð póstatkvæði. Í Arisóna hefur sitjandi þingmaður Demókrata, Mark Kelly, vinninginn sem stendur gegn Blake Masters, frambjóðanda Repúblikana. Þar hafa 66 prósent atkvæða verið talin. Um níutíu þúsund atkvæðum munar. Líkt og í Nevada eru flest atkvæði í ríkinu svokölluð póstatkvæði. Enn er líklegast að Repúblikanar muni ná meirihluta í fulltrúadeildinni en ólíklegt er að sá meirihluti verði jafn stór og spár gerði ráð fyrir í aðdraganda kosninganna. New York Times segir að staðan núna sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar í gær. Enn er verið að telja atkvæði víða um Bandaríkin og endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir. Fjölmiðlar ytra telja þó ljóst að eins og staðan er núna haldi Demókratar á 48 sætum í öldungadeildinni. Repúblikanar eru ýmist með 48 eða 49, en mismunandi er eftir fjölmiðlum hvort Alaska er talið óákveðið eða með Repúblikönum. Það gera 96-97 sæti en hundrað þingmenn sitja í öldungadeildinni. Það þýðir að staðan í þremur ríkjum, þar sem fjölmiðlar hafa ekki treyst sér að segja til um sigurvegara, muni ráða úrslitum um hvort Demókratar haldi meirihluta eða ekki. Demókrötum nægir að komast í fimmtíu þingmenn þar sem Kamala Harris, varaforseti, heldur á oddaatkvæði. Repúblikanar þurfa einnig tvo sæti til að ná 51 þingmanni og þar með meirihluta, ef gert ráð fyrir að Alaska falli þeim í skaut. Umrædd ríki eru Arisóna, Nevada og Georgía. Ljóst er að kosningin í Georgíu, þar sem sitjandi þingmaður Demókrata, Raphael Warnock, etur kappi gegn Repúblikanum Herschel Walker, mun fara í aðra úrslitaumferð, sem fer fram 6. desember næstkomandi. Örlagavaldurinn Georgía Samkvæmt kosningareglum ríkisins þarf frambjóðandi að ná meira en fimmtíu prósent fylgi til að ná kjöri, sem hvorugur frambjóðanda náði í þetta skiptið. Þetta er í annað sinn í röð sem Warnock fer í aðra umferð. Hann náði einmitt kjöri á þing fyrir tveimur árum í slíkri kosningu, sem varð til þess að Demókratar náðu meirihluta í öldungadeildinni. Aðrar kosningar í röð gæti öldungadeildarkosningin í Georgíu-ríki því reynst mikill örlagavaldur. Það fer þó alfarið eftir því hvernig niðurstöðurnar verða í Arisóna og Nevada. Nái annar hvor flokkurinn að sigra í báðum þessum ríkjum munu aukakosningarnar í Georgíu ekki skipta jafn miklu máli, þar sem báðir flokkar þurfa tvö sæti í viðbót. Donald Trump er sagður vera æfur yfir því að Mehmet Oz, lengst til vinstri hafi tapað fyrir Demókratanum John Fetterman í öldungadeildarkosningunum í Pennsylvanínu. Ron deSantis, annar til vinstri, var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída-ríkis í gær. Hann er talinn vera líklegasti mótframbjóðandi Trumps í forkosningum Repúbliakna fyrir forsetakosningarnar 2024.Samsett Ekki er víst hvenær niðurstöðurnar í Arisóna og Nevada liggi fyrir, þó ljóst er að það verður áður en aukakosningin fer fram í Georgíu þann 6. desember næstkomandi. Eins og staðan er núna í Nevada er Adam Laxalt, frambjóðandi Repúblikana með 22 þúsund atkvæða forskot gegn sitjandi þingmanni Demókrata, Catherine Cortex Masto, þegar 77 prósent atkvæða hafa verið talin. Í kosningunum 2020 tók þrjá daga að telja níutíu prósent atkvæða, en flest atkvæða í Nevada eru svokölluð póstatkvæði. Í Arisóna hefur sitjandi þingmaður Demókrata, Mark Kelly, vinninginn sem stendur gegn Blake Masters, frambjóðanda Repúblikana. Þar hafa 66 prósent atkvæða verið talin. Um níutíu þúsund atkvæðum munar. Líkt og í Nevada eru flest atkvæði í ríkinu svokölluð póstatkvæði. Enn er líklegast að Repúblikanar muni ná meirihluta í fulltrúadeildinni en ólíklegt er að sá meirihluti verði jafn stór og spár gerði ráð fyrir í aðdraganda kosninganna. New York Times segir að staðan núna sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira