Hafa lagt út milljónir vegna ófrjósemi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. nóvember 2022 21:00 María Rut segir meðferðirnar hafa haft áhrif á íbúðakaup þeirra hjóna. Vísir/Egill Kona sem greitt hefur sjö milljónir króna í meðferðir og annan kostnað vegna ófrjósemi segir mikilvægt að fólk í sömu sporum fái meiri fjárhagslegan stuðning. Samtökin Tilvera, sem eru samtök um ófrjósemi, gerðu nýlega könnun meðal félagsmanna um kostnað fólks vegna ófrjósemismeðferða. Þar kom í ljós að kostnaður margra hleypur á milljónum króna. „Alveg upp í fimmtán tuttugu milljónir. Við hjónin höfum lagt út sirka sjö milljónir en við náttúrulega höfum líka fengið styrk frá fjölskyldunni. Það náttúrulega tók langan tíma líka fyrir okkur að safna. Þannig að þó að við séum það lánsöm að eiga í dag þrjá syni þá tók alveg tíma alltaf á milli meðferða að safna. Þannig að við náðum ekki að kaupa okkur íbúð til dæmis fyrr en seint. Við erum nýbúin að ná að safna upp í afborgun af henni. Þannig að maður hefur þurft að setja svolítið til hliðar hluti kannski sem er öðrum sjálfsagðir,“ segir María Rut Baldursdóttir en hún situr í stjórn Tilveru. Margvíslegur kostnaður falli til þegar fólk glímir við ófrjósemi ekki aðeins vegna meðferða, heldur einnig ferðakostnaður, sprautur og lyf og auka aðgerðir. Þá sé nokkuð um að fólk fari til útlanda í meðferðir sem kosti sitt. Mikilvægt sé að ríkið taki aukinn þátt í þessum kostnaði. Þrátt fyrir að niðurgreiðsla frá ríkinu vegna meðferða hafi aukist þá séu allt of fáar meðferðir niðurgreiddar. „Nú er önnur, þriðja og fjórða meðferð vel niðurgreidd en það eru bara margir sem þurfa tíu til fimmtán meðferðir og það er ekkert eftir fjórðu meðferð, það er ekkert meira niðurgreitt,“ segir Sigríður Auðunsdóttir en hún líkt og María situr í stjórn Tilveru. Þær María Rut Baldursdóttir og Sigríður Auðunsdóttir sitja í stjórn Tilveru sem eru samtök um ófrjósemi en samtökin standa nú fyrir sérstakri vitundarvakningu.Vísir/Egill Mikilvægt sé að talað sé um ófrjósemi en hún sé oft á tíðum feimnismál. Talið er að einn af hverjum sex sem vill eignast barn eigi í erfiðleikum með það. Samtökin standa fyrir vitundarvakningu þessa dagana um ófrjósemi en á föstudaginn hitta félagsmenn heilbrigðisráðherra og afhenda honum reynslusögur fólks í þessum sporum. „Við viljum bara að ráðherra hlusti og geti lesið þessa sögur til þess að hann átti sig á hvað fólk hefur þurft að ganga í gegnum,“ segir María Rut. Heilbrigðismál Frjósemi Tengdar fréttir Gengu til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð Snjódrífurnar leiddu Lífskraftsgöngur á Akrafjall, Súlur og Sjónfríð á Glámuhálendi til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. Þátttakendur voru margar þjóðþekktar konur sem allar skörtuðu bleikum Lífskraftshúfum. 22. júní 2022 16:31 Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 „Þetta gefur okkur þennan kraft sem við þurfum til þess að koma okkar málum á framfæri“ Endóvikan er vitundarvakning sem er haldin í mars ár hvert með mismunandi þemum en í ár er þemað vitundavakning á atvinnumarkaðinum. Guðfinna Birta Valgeirsdóttir er kynningarstýra samtakanna og segir hún meðbyrinn aldrei hafa verið jafn mikinn og í ár. 25. mars 2022 14:30 Fleiri sækja í frjósemismeðferðir Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. 25. ágúst 2022 21:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samtökin Tilvera, sem eru samtök um ófrjósemi, gerðu nýlega könnun meðal félagsmanna um kostnað fólks vegna ófrjósemismeðferða. Þar kom í ljós að kostnaður margra hleypur á milljónum króna. „Alveg upp í fimmtán tuttugu milljónir. Við hjónin höfum lagt út sirka sjö milljónir en við náttúrulega höfum líka fengið styrk frá fjölskyldunni. Það náttúrulega tók langan tíma líka fyrir okkur að safna. Þannig að þó að við séum það lánsöm að eiga í dag þrjá syni þá tók alveg tíma alltaf á milli meðferða að safna. Þannig að við náðum ekki að kaupa okkur íbúð til dæmis fyrr en seint. Við erum nýbúin að ná að safna upp í afborgun af henni. Þannig að maður hefur þurft að setja svolítið til hliðar hluti kannski sem er öðrum sjálfsagðir,“ segir María Rut Baldursdóttir en hún situr í stjórn Tilveru. Margvíslegur kostnaður falli til þegar fólk glímir við ófrjósemi ekki aðeins vegna meðferða, heldur einnig ferðakostnaður, sprautur og lyf og auka aðgerðir. Þá sé nokkuð um að fólk fari til útlanda í meðferðir sem kosti sitt. Mikilvægt sé að ríkið taki aukinn þátt í þessum kostnaði. Þrátt fyrir að niðurgreiðsla frá ríkinu vegna meðferða hafi aukist þá séu allt of fáar meðferðir niðurgreiddar. „Nú er önnur, þriðja og fjórða meðferð vel niðurgreidd en það eru bara margir sem þurfa tíu til fimmtán meðferðir og það er ekkert eftir fjórðu meðferð, það er ekkert meira niðurgreitt,“ segir Sigríður Auðunsdóttir en hún líkt og María situr í stjórn Tilveru. Þær María Rut Baldursdóttir og Sigríður Auðunsdóttir sitja í stjórn Tilveru sem eru samtök um ófrjósemi en samtökin standa nú fyrir sérstakri vitundarvakningu.Vísir/Egill Mikilvægt sé að talað sé um ófrjósemi en hún sé oft á tíðum feimnismál. Talið er að einn af hverjum sex sem vill eignast barn eigi í erfiðleikum með það. Samtökin standa fyrir vitundarvakningu þessa dagana um ófrjósemi en á föstudaginn hitta félagsmenn heilbrigðisráðherra og afhenda honum reynslusögur fólks í þessum sporum. „Við viljum bara að ráðherra hlusti og geti lesið þessa sögur til þess að hann átti sig á hvað fólk hefur þurft að ganga í gegnum,“ segir María Rut.
Heilbrigðismál Frjósemi Tengdar fréttir Gengu til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð Snjódrífurnar leiddu Lífskraftsgöngur á Akrafjall, Súlur og Sjónfríð á Glámuhálendi til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. Þátttakendur voru margar þjóðþekktar konur sem allar skörtuðu bleikum Lífskraftshúfum. 22. júní 2022 16:31 Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 „Þetta gefur okkur þennan kraft sem við þurfum til þess að koma okkar málum á framfæri“ Endóvikan er vitundarvakning sem er haldin í mars ár hvert með mismunandi þemum en í ár er þemað vitundavakning á atvinnumarkaðinum. Guðfinna Birta Valgeirsdóttir er kynningarstýra samtakanna og segir hún meðbyrinn aldrei hafa verið jafn mikinn og í ár. 25. mars 2022 14:30 Fleiri sækja í frjósemismeðferðir Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. 25. ágúst 2022 21:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Gengu til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð Snjódrífurnar leiddu Lífskraftsgöngur á Akrafjall, Súlur og Sjónfríð á Glámuhálendi til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. Þátttakendur voru margar þjóðþekktar konur sem allar skörtuðu bleikum Lífskraftshúfum. 22. júní 2022 16:31
Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01
„Þetta gefur okkur þennan kraft sem við þurfum til þess að koma okkar málum á framfæri“ Endóvikan er vitundarvakning sem er haldin í mars ár hvert með mismunandi þemum en í ár er þemað vitundavakning á atvinnumarkaðinum. Guðfinna Birta Valgeirsdóttir er kynningarstýra samtakanna og segir hún meðbyrinn aldrei hafa verið jafn mikinn og í ár. 25. mars 2022 14:30
Fleiri sækja í frjósemismeðferðir Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. 25. ágúst 2022 21:01