Loka að næturlagi til að koma í veg fyrir bílahittinga Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2022 12:09 Hliðunum er lokað frá klukkan níu á kvöldin til klukkan sex á mað morgni. Vísir/Vilhelm Búið er að setja upp hlið við bílaplanið við Norðurturn Smáralindar. Hliðið kemur í veg fyrir að bílahittingar eigi sér stað þar í skjóli nætur. Í gegnum árin hafa íbúar í nágrenni Smáralindar kvartað yfir því að hópur fólks safnist saman við bílaplön verslunarmiðstöðvarinnar. Fólkið fer í spyrnu á bílum sínum og spilar háværa tónlist. Hávaðinn dynur um allt hverfið. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem birt var á Vísi síðasta haust. Nú er búið að koma fyrir hliði við innganginn sem er lokað klukkan níu á kvöldin og opnað klukkan sex á morgnana. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, segir í samtali við fréttastofu að hliðið komi í veg fyrir bílahittingana. „Þetta eru okkar aðgerðir til þess að minnka þessi læti sem fylgja þessum samkomum sem þarna hafa verið. Það lá alveg fyrir að þessar kvartanir hafa beinst að þessum bílastæðum. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir áður þá voru þær ekki að skila neinu. Það þurfti að grípa til þessara aðgerða, að loka bílastæðinu á nóttunni,“ segir Ríkharð. Notkun á hliðinu hófst fyrir um þremur vikum síðan og segir Ríkharð að ekki einn einasti hittingur hafi verið haldinn á planinu síðan þá. Hann vonast til þess að íbúar í hverfinu séu ánægðir með það. Hann bendir á að hliðið sé eingöngu þarna til að koma í veg fyrir hávaðann. „Það er ekki komið til umræðu að rukka í stæði. Þessi hlið eru eingöngu tilkomin vegna þessara kvartana, vegna þessara Fast and Furious samkunda sem oft eru þarna,“ segir Ríkharð. Smáralind Kópavogur Bílar Tengdar fréttir Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Í gegnum árin hafa íbúar í nágrenni Smáralindar kvartað yfir því að hópur fólks safnist saman við bílaplön verslunarmiðstöðvarinnar. Fólkið fer í spyrnu á bílum sínum og spilar háværa tónlist. Hávaðinn dynur um allt hverfið. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem birt var á Vísi síðasta haust. Nú er búið að koma fyrir hliði við innganginn sem er lokað klukkan níu á kvöldin og opnað klukkan sex á morgnana. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, segir í samtali við fréttastofu að hliðið komi í veg fyrir bílahittingana. „Þetta eru okkar aðgerðir til þess að minnka þessi læti sem fylgja þessum samkomum sem þarna hafa verið. Það lá alveg fyrir að þessar kvartanir hafa beinst að þessum bílastæðum. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir áður þá voru þær ekki að skila neinu. Það þurfti að grípa til þessara aðgerða, að loka bílastæðinu á nóttunni,“ segir Ríkharð. Notkun á hliðinu hófst fyrir um þremur vikum síðan og segir Ríkharð að ekki einn einasti hittingur hafi verið haldinn á planinu síðan þá. Hann vonast til þess að íbúar í hverfinu séu ánægðir með það. Hann bendir á að hliðið sé eingöngu þarna til að koma í veg fyrir hávaðann. „Það er ekki komið til umræðu að rukka í stæði. Þessi hlið eru eingöngu tilkomin vegna þessara kvartana, vegna þessara Fast and Furious samkunda sem oft eru þarna,“ segir Ríkharð.
Smáralind Kópavogur Bílar Tengdar fréttir Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent