Enn er töluverð spenna í Bandaríkjunum en svo virðist sem Demókrötum hafi gengið töluvert betur í kosningunum en áður hafði verið spáð. Þó er allt í járnum enn og ekki ljóst hvernig fer að lokum.
Við fjöllum einnig um ráðstefnu um Börn og ofbeldi sem fram fer í dag en þar kom meðal annars fram að þrátt fyrir að skráðum brotum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýðir það ekki endilega aukningu að sögn sviðsstjóra hjá Ríkislögreglustjóra.
Einnig heyrum við í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra sem segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Hún er á meðal þátttakenda á ráðstefnu kvenleiðtoga sem fram fer í Hörpu.