Trudeau sakar Kínverja um gróf kosningaafskipti Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2022 09:48 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er ósáttur við kínversk stjórnvöld. AP/Blair Gable Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sakaði kínversk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu. Ásakanir forsætisráðherrans koma í kjölfar uppljóstrana um að kommúnistastjórnin hafi stutt fjölda frambjóðenda á laun í kosningum árið 2019. Að minnsta kosti ellefu frambjóðendur í alríkiskosningunum fyrir þremur árum nutu stuðnings Kínverja samkvæmt mati kanadísku leyniþjónustunnar. Þeir hlutu fjárstyrkir frá Beijing og jafnvel ráðgjöf við framboð sín. Ræðisskrifstofa Kína í Ontario er sögð hafa stýrt aðgerðunum, að því er kanadíska fréttastofan Global News sagði frá. Kínverjar eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að koma útsendurum sínum fyrir að skrifstofum sitjandi þingmanna til að hafa áhrif á stefnu kanadískra stjórnvalda og ná tangarhaldi á embættismönnum. Sendifulltrúa Kína í Kanada hafa ekki brugðist við ásökununum. Trudeau segir að gripið hafi verið til ráðstafna til þess að styrkja framkvæmd kosninga og að stjórn hans ætlaði að leggja aukinn metnað í að verjast erlendum áhrifaherferðum sem þessari, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Því miður sjáum við lönd, ríki um allan heim, hvort sem það er Kína eða aðrir, sem halda áfram óvægnum leik með stofnanir okkar, með lýðræðið okkar,“ sagði forsætisráðherrann við fréttamenn í gær. Áður hafði verið greint frá því að kínversk yfirvöld hefði opnað óopinberar „lögreglustöðvar“ í Kanada til að hafa eftirlit með kínverskum andófsmönnum þar. Írsk og hollensk stjórnvöld hafa skipað Kínverjum að loka líka stöðvum þar. Kanada Kína Tengdar fréttir Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum. 27. október 2022 22:33 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Að minnsta kosti ellefu frambjóðendur í alríkiskosningunum fyrir þremur árum nutu stuðnings Kínverja samkvæmt mati kanadísku leyniþjónustunnar. Þeir hlutu fjárstyrkir frá Beijing og jafnvel ráðgjöf við framboð sín. Ræðisskrifstofa Kína í Ontario er sögð hafa stýrt aðgerðunum, að því er kanadíska fréttastofan Global News sagði frá. Kínverjar eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að koma útsendurum sínum fyrir að skrifstofum sitjandi þingmanna til að hafa áhrif á stefnu kanadískra stjórnvalda og ná tangarhaldi á embættismönnum. Sendifulltrúa Kína í Kanada hafa ekki brugðist við ásökununum. Trudeau segir að gripið hafi verið til ráðstafna til þess að styrkja framkvæmd kosninga og að stjórn hans ætlaði að leggja aukinn metnað í að verjast erlendum áhrifaherferðum sem þessari, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Því miður sjáum við lönd, ríki um allan heim, hvort sem það er Kína eða aðrir, sem halda áfram óvægnum leik með stofnanir okkar, með lýðræðið okkar,“ sagði forsætisráðherrann við fréttamenn í gær. Áður hafði verið greint frá því að kínversk yfirvöld hefði opnað óopinberar „lögreglustöðvar“ í Kanada til að hafa eftirlit með kínverskum andófsmönnum þar. Írsk og hollensk stjórnvöld hafa skipað Kínverjum að loka líka stöðvum þar.
Kanada Kína Tengdar fréttir Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum. 27. október 2022 22:33 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum. 27. október 2022 22:33