Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2022 07:29 Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra og borgarstjóri, er stjórnarformaður og annar stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga. Aðsend/María Kjartansdóttir Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. Í tilkynningu segir að það séu Women Political Leaders (WPL) sem standi að Heimsþinginu í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. „Yfirskrift Heimsþingins í ár er Power, Together for Partnership sem vísar til mikilvægis samstarfs og samstöðu um jafnréttismál. Væntanlegar eru kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og tæknigeiranum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Hægt er að fylgjast með útsendingu frá þinginu í spilaranum að neðan. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Bidhya Devi Bhandari forseti Nepal, Eliza Reid forsetafrú, Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, Sima Sami Bahous framkvæmdastjóri UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Margarita Robles Fernandez varnarmálaráðherra Spánar, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Ann Cairns stjórnarformaður Mastercard, ásamt yfir 100 þingkonum alls staðar að úr heiminum og fjölmörgum öflugum kvenleiðtogum af yngri kynslóðinni. Á heimsþinginu veitir stjórn Women Political Leaders sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2022 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga.“ Ísland mælist efst landa þegar kemur að jafnrétti Haft er eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformanni og annars stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga, að það sé afar ánægjulegt að taka á móti svo stórum hópi kvenleiðtoga í Hörpu og fá tækifæri eitt árið enn til að kynna árangur Íslands í jafnréttismálum. „Ísland hefur í þrettán ár mælst efst landa þegar kemur að jafnrétti og alþjóðlega er litið til okkar sem fyrirmyndar. Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga og við vitum og finnum að viðburðinn skiptir máli og hefur þegar skilað árangri,” segir Hanna Birna. Silvana Koch-Mehrin er forseti Women Political Leaders og annar stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga. „Það er mikilvægt að kvenleiðtogar um allan heim og úr öllum geirum taki höndum saman um mikilvæg úrlausnarefni eins og umhverfismál, stríðsátök og aðrar áskoranir samtímans. Það er WPL mikill heiður að eiga í svo árangursríku og ánægjulegu samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi í fimmta sinn. Fleiri konur í forystu og jafnrétti kynjanna þolir enga bið. Samtalið á Heimsþingi kvenleiðtoga hefur raunveruleg áhrif,” er haft eftir Koch-Mehrin. Ráðstefnur á Íslandi Harpa Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Í tilkynningu segir að það séu Women Political Leaders (WPL) sem standi að Heimsþinginu í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. „Yfirskrift Heimsþingins í ár er Power, Together for Partnership sem vísar til mikilvægis samstarfs og samstöðu um jafnréttismál. Væntanlegar eru kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og tæknigeiranum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Hægt er að fylgjast með útsendingu frá þinginu í spilaranum að neðan. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Bidhya Devi Bhandari forseti Nepal, Eliza Reid forsetafrú, Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, Sima Sami Bahous framkvæmdastjóri UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Margarita Robles Fernandez varnarmálaráðherra Spánar, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Ann Cairns stjórnarformaður Mastercard, ásamt yfir 100 þingkonum alls staðar að úr heiminum og fjölmörgum öflugum kvenleiðtogum af yngri kynslóðinni. Á heimsþinginu veitir stjórn Women Political Leaders sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2022 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga.“ Ísland mælist efst landa þegar kemur að jafnrétti Haft er eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformanni og annars stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga, að það sé afar ánægjulegt að taka á móti svo stórum hópi kvenleiðtoga í Hörpu og fá tækifæri eitt árið enn til að kynna árangur Íslands í jafnréttismálum. „Ísland hefur í þrettán ár mælst efst landa þegar kemur að jafnrétti og alþjóðlega er litið til okkar sem fyrirmyndar. Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga og við vitum og finnum að viðburðinn skiptir máli og hefur þegar skilað árangri,” segir Hanna Birna. Silvana Koch-Mehrin er forseti Women Political Leaders og annar stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga. „Það er mikilvægt að kvenleiðtogar um allan heim og úr öllum geirum taki höndum saman um mikilvæg úrlausnarefni eins og umhverfismál, stríðsátök og aðrar áskoranir samtímans. Það er WPL mikill heiður að eiga í svo árangursríku og ánægjulegu samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi í fimmta sinn. Fleiri konur í forystu og jafnrétti kynjanna þolir enga bið. Samtalið á Heimsþingi kvenleiðtoga hefur raunveruleg áhrif,” er haft eftir Koch-Mehrin.
Ráðstefnur á Íslandi Harpa Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira