Tapaði fjallgönguástríðunni eftir áföll Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 07:01 Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. vilborg arna „Ég þurfti svona að finna neistann minn aftur, koma til baka,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari en hún þurfti að finna fjallgönguástríðuna á ný eftir að hafa upplifað erfið áföll á Everest. Lengi vel vildi hún hvorki sjá né klífa fjöll. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni en Vilborg fagnar því um þessar mundir að 10 ár eru frá því að hún gekk ein á Suðurpólinn í sextíu daga, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni afmælisins ætlar hún ásamt fleirum að standa fyrir Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember, þar sem ítalska fjallgöngukonan Tamara Lunger mun gefa innsýn inn í leiðangursheim sinn. Lunger státar af mögnuðum ferli en hún var yngsta konan í heiminum til þess að standa á tindi Lhotse árið 2010 og árið 2014 kleif hún K2 án súrefnis. Vilborg segir alla geta dregið lærdóm af reynsluheimi Tamara og nýtt sér í daglegu lífi. Sjálf hefur Vilborg fengið sinn skerf af erfiðleikum og áföllum á fjallgönguferlinum, til að mynda þegar hún kleif tind Cho Oyo í Tíbet árið 2014, án súrefnis. „Það er svona líkamlega það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir Vilborg og bætir við að erfiðustu upplifanirnar hafi verið þegar hún reyndi við Everest í tvígang, fyrst árið 2014 og svo aftur ári síðar. Í fyrra skiptið féll snjóflóð og sextán létust og í seinna skiptið varð gríðarmikill jarðskjálfti en Vilborg var þá enn í grunnbúðunum. Lengi vel á eftir vildi hún hvorki klífa né sjá fjöll. „Þegar maður á svona sterka ástríðu þá er rosa erfitt að upplifa áfall í þessu, en það er auðvitað alltaf erfitt að upplifa áfall. Fjallamennskan er eitthvað sem ég hef getað leitað til á góðum stundum og á vondum stundum, og allt í einu er það bara farið. Kjarninn þínu hnjaskast pínulítið. Og maður þarf að finna leiðina. En svo er það náttúrulega þannig að maður er fjallamaður,“ segir Vilborg og bætir við að þess vegna hafi verið mikilvægt fyrir hana að finna þessa leið til baka. Hún komst á toppinn á Everest í þriðju tilraun, í maí 2017 og upplifði að eigin sögn ákveðið „closure.“ Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. „Og ég elska að vera úti í náttúrunni, en þetta er líka stór áskorun, þannig að þú ert roslega fókúseraður á það sem þú ert að gera og svo er þetta heilmikil núvitund. Þú kemur heim úr svona leiðangri og ert mjög þreyttur í kroppnum en ert samt endurnærður á sálinni, af því að þú ferð inn í þetta verkefni, og þetta verkefni er mjög afmarkað.“ Vilborg og Brynhildur Ólafs gengu þvert yfir Grænlandsjökul ásamt hópi fólks síðastliðið vor og munu segja frá leiðangrinum á fyrrnefndri Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember. Áhugsamir geta nálgast miða á Tix.is en hluti að aðgangsverðinu rennur til góðgerðamála í Pakistan. Fjallamennska Suðurskautslandið Bítið Tengdar fréttir Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01 Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni en Vilborg fagnar því um þessar mundir að 10 ár eru frá því að hún gekk ein á Suðurpólinn í sextíu daga, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni afmælisins ætlar hún ásamt fleirum að standa fyrir Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember, þar sem ítalska fjallgöngukonan Tamara Lunger mun gefa innsýn inn í leiðangursheim sinn. Lunger státar af mögnuðum ferli en hún var yngsta konan í heiminum til þess að standa á tindi Lhotse árið 2010 og árið 2014 kleif hún K2 án súrefnis. Vilborg segir alla geta dregið lærdóm af reynsluheimi Tamara og nýtt sér í daglegu lífi. Sjálf hefur Vilborg fengið sinn skerf af erfiðleikum og áföllum á fjallgönguferlinum, til að mynda þegar hún kleif tind Cho Oyo í Tíbet árið 2014, án súrefnis. „Það er svona líkamlega það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir Vilborg og bætir við að erfiðustu upplifanirnar hafi verið þegar hún reyndi við Everest í tvígang, fyrst árið 2014 og svo aftur ári síðar. Í fyrra skiptið féll snjóflóð og sextán létust og í seinna skiptið varð gríðarmikill jarðskjálfti en Vilborg var þá enn í grunnbúðunum. Lengi vel á eftir vildi hún hvorki klífa né sjá fjöll. „Þegar maður á svona sterka ástríðu þá er rosa erfitt að upplifa áfall í þessu, en það er auðvitað alltaf erfitt að upplifa áfall. Fjallamennskan er eitthvað sem ég hef getað leitað til á góðum stundum og á vondum stundum, og allt í einu er það bara farið. Kjarninn þínu hnjaskast pínulítið. Og maður þarf að finna leiðina. En svo er það náttúrulega þannig að maður er fjallamaður,“ segir Vilborg og bætir við að þess vegna hafi verið mikilvægt fyrir hana að finna þessa leið til baka. Hún komst á toppinn á Everest í þriðju tilraun, í maí 2017 og upplifði að eigin sögn ákveðið „closure.“ Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. „Og ég elska að vera úti í náttúrunni, en þetta er líka stór áskorun, þannig að þú ert roslega fókúseraður á það sem þú ert að gera og svo er þetta heilmikil núvitund. Þú kemur heim úr svona leiðangri og ert mjög þreyttur í kroppnum en ert samt endurnærður á sálinni, af því að þú ferð inn í þetta verkefni, og þetta verkefni er mjög afmarkað.“ Vilborg og Brynhildur Ólafs gengu þvert yfir Grænlandsjökul ásamt hópi fólks síðastliðið vor og munu segja frá leiðangrinum á fyrrnefndri Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember. Áhugsamir geta nálgast miða á Tix.is en hluti að aðgangsverðinu rennur til góðgerðamála í Pakistan.
Fjallamennska Suðurskautslandið Bítið Tengdar fréttir Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01 Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01
Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12