92 þúsund flugu með Play í október Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 15:32 Play flutti 91.940 farþega í október og sætanýting var 81,9 prósent. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 91.940 farþega í október. Sætanýting var 81,9 prósent, samborið við 81,5 prósent í september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Um 35 prósent voru farþegar á leið frá Íslandi, 28,5 prósent voru farþegar á leið til Íslands og 36,3 prósent voru tengifarþegar. Í tilkynningunni segir að almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands hafi verið minni en búist var við síðustu mánuði þar sem mörg hótel voru uppbókuð og það sama mátti segja um bílaleigubíla. Afleiðing þess var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. „Nú horfir hins vegar til framfara og PLAY sér aukna eftirspurn meðal farþega á leið til landsins á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningunni. „Inneignum ferðamanna hjá öðrum ferðaþjónustuaðilum, sem fengust höfðu í faraldrinum og nýttar voru í miklum mæli á þessu ári, hefur fækkað til muna. Ferðamálastofa spáir um 40 prósent fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022 og PLAY sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár.“ Stundvísi í október var 95,4 prósent Vitnað er í Birgi Jónsson, forstjóra Play í tilkynningunni frá félaginu. Þar segir hann að í síðustu viku hafi ársfjórðungsuppgjör félagsins verið kynnt. Hann líti á það sem sannkallað afrek að svo ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði við þær ytri aðstæður sem það hafi starfað við. „Meirihluti áfangastaða okkar var glænýr í leiðakerfinu og vörumerki PLAY því að mestu óþekkt á mörkuðum. Sætanýtingin á Q3 var 85 prósent sem er mjög ásættanlegt og við búumst við góðri sætanýtingu næstu mánuði. Það er líka mjög jákvætt að við erum þegar farin að sjá aukningu á farþegum til Íslands á næstu mánuðum. Okkar magnaði hópur starfsmanna er kominn á fullt við undirbúning þess að færa enn út kvíarnar. Við erum að ráða fólk, fjórar flugvélar eru á leið til okkar og áfangastaðir eru að bætast við. Ég horfi spenntur til framtíðar því PLAY er að verða sterkt og arðbært lággjaldaflugfélag með vaxandi tekjugrunn og ánægða viðskiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Um 35 prósent voru farþegar á leið frá Íslandi, 28,5 prósent voru farþegar á leið til Íslands og 36,3 prósent voru tengifarþegar. Í tilkynningunni segir að almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands hafi verið minni en búist var við síðustu mánuði þar sem mörg hótel voru uppbókuð og það sama mátti segja um bílaleigubíla. Afleiðing þess var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. „Nú horfir hins vegar til framfara og PLAY sér aukna eftirspurn meðal farþega á leið til landsins á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningunni. „Inneignum ferðamanna hjá öðrum ferðaþjónustuaðilum, sem fengust höfðu í faraldrinum og nýttar voru í miklum mæli á þessu ári, hefur fækkað til muna. Ferðamálastofa spáir um 40 prósent fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022 og PLAY sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár.“ Stundvísi í október var 95,4 prósent Vitnað er í Birgi Jónsson, forstjóra Play í tilkynningunni frá félaginu. Þar segir hann að í síðustu viku hafi ársfjórðungsuppgjör félagsins verið kynnt. Hann líti á það sem sannkallað afrek að svo ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði við þær ytri aðstæður sem það hafi starfað við. „Meirihluti áfangastaða okkar var glænýr í leiðakerfinu og vörumerki PLAY því að mestu óþekkt á mörkuðum. Sætanýtingin á Q3 var 85 prósent sem er mjög ásættanlegt og við búumst við góðri sætanýtingu næstu mánuði. Það er líka mjög jákvætt að við erum þegar farin að sjá aukningu á farþegum til Íslands á næstu mánuðum. Okkar magnaði hópur starfsmanna er kominn á fullt við undirbúning þess að færa enn út kvíarnar. Við erum að ráða fólk, fjórar flugvélar eru á leið til okkar og áfangastaðir eru að bætast við. Ég horfi spenntur til framtíðar því PLAY er að verða sterkt og arðbært lággjaldaflugfélag með vaxandi tekjugrunn og ánægða viðskiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira