Guðni heldur í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 12:09 Stíf dagskrá er framundan hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson heldur í dag í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna. Þar mun hann heimsækja þrjá háskóla. Á morgun, þriðjudag, flytur Guðni minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar við Dartmouth College í New Hampshire. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að fyrirlesturinn sé haldinn í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og The Institute of Arctic Studies við Dartmouth háskóla. Vilhjálmur starfaði síðustu æviárin við þennan háskóla sem hýsir bókasafn hans. Guðni mun fjalla um sjálfstæði og alþjóðasamstarf í ljósi reynslu Íslands, þjóðernishyggju og hnattvæðingar. Íslenskar bækur varðveittar í safni skólans Á miðvikudag heimsækir Guðni Williams College í Massachusetts. Þar verður efnt til samræðufundar forseta með dr. Magnúsi Bernharðssyni, prófessor í sagnfræði, um ímynd Íslands og alþjóðlega stöðu. Að lokum mun Guðni halda til New York á fimmtudag, þar sem hann mun heimsækja Cornell háskóla. Sá skóli hefur átt margþætt samstarf við Íslendinga, að því sem fram kemur í tilkynningunni frá forsætisráðuneytinu. Fyrsti bókavörður skólans, Daniel Willard Fiske, var mikill Íslandsvinur og safnaði íslenskum bókum sem nú eru varðveittar í safni skólans. Á undanförnum árum hefur Cornell átt í samstarfi við Geothermal Resource Park á Íslandi um nýtingu jarðhita og af því tilefni verða nokkrir fulltrúar GRP og íslenskra stjórnvalda í för með forseta í þessari heimsókn. Forseti mun flytja fyrirlestur í Cornell sem ber heitið „Can small states make a difference? The case of Iceland on the international scene.““ Guðni er væntanlegur aftur til landsins á föstudag. Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Forseti Íslands Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Á morgun, þriðjudag, flytur Guðni minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar við Dartmouth College í New Hampshire. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að fyrirlesturinn sé haldinn í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og The Institute of Arctic Studies við Dartmouth háskóla. Vilhjálmur starfaði síðustu æviárin við þennan háskóla sem hýsir bókasafn hans. Guðni mun fjalla um sjálfstæði og alþjóðasamstarf í ljósi reynslu Íslands, þjóðernishyggju og hnattvæðingar. Íslenskar bækur varðveittar í safni skólans Á miðvikudag heimsækir Guðni Williams College í Massachusetts. Þar verður efnt til samræðufundar forseta með dr. Magnúsi Bernharðssyni, prófessor í sagnfræði, um ímynd Íslands og alþjóðlega stöðu. Að lokum mun Guðni halda til New York á fimmtudag, þar sem hann mun heimsækja Cornell háskóla. Sá skóli hefur átt margþætt samstarf við Íslendinga, að því sem fram kemur í tilkynningunni frá forsætisráðuneytinu. Fyrsti bókavörður skólans, Daniel Willard Fiske, var mikill Íslandsvinur og safnaði íslenskum bókum sem nú eru varðveittar í safni skólans. Á undanförnum árum hefur Cornell átt í samstarfi við Geothermal Resource Park á Íslandi um nýtingu jarðhita og af því tilefni verða nokkrir fulltrúar GRP og íslenskra stjórnvalda í för með forseta í þessari heimsókn. Forseti mun flytja fyrirlestur í Cornell sem ber heitið „Can small states make a difference? The case of Iceland on the international scene.““ Guðni er væntanlegur aftur til landsins á föstudag.
Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Forseti Íslands Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira