„Mér líður vel með þessa ákvörðun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 6. nóvember 2022 17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson segist stoltur yfir árangrinum þó að fjöldi atkvæða hafi ekki dugað til í þetta skipti. Framboðið hafi verið rétt ákvörðun en hann gefur ekki upp hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju. Hann segist ekki hafa áhyggjur af stöðu sinni í ríkisstjórn eða pólitískri framtíð sinni. Guðlaugur Þór hlaut 40,4% atkvæða í formannskjöri á móti Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi Sjálfstæðismanna í dag. Bjarni bar sigur úr býtum með 59,4% atkvæða. „Mér líður vel og það er enginn vafi að flokkurinn kemur miklu sterkari eftir þennan landsfund en fyrr. Og ég er afskaplega stoltur af þessum árangri; að fá yfir fjörutíu prósent á móti sitjandi formanni og þennan fjölda atkvæða er eitthvað sem maður er stoltur af. Ég er afskaplega stoltur af mínum stuðningsmönnum,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Hann segir ánægjulegt að áherslur hans á landsfundinum hafi fengið hljómgrunn. Sjálfstæðismenn standi sterkari að vígi en fyrr. Líður vel með ákvörðunina „Ég er alla vega afskaplega stoltur af því að fá þennan stuðning. Ég alveg þekki minn flokk og ég veit að það er íhaldssemi þegar að það kemur að því að kjósa formann þegar það er sitjandi formaður til staðar. En kosningabaráttan var góð og ég og Bjarni sýndum það, að það er hægt að keppa um embætti án þess að valda neinum skaða innan flokksins – eða á milli okkar. Sömuleiðis þá var mjög ánægjulegt að sjá þennan kraft á fundinum meðal stuðningsmanna.“ Aðspurður segist hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju; næsti landsfundur fer fram eftir tvö ár. „Eigum við ekki bara að byrja á því að setjast niður og horfa á Tottenham – Liverpool og sjá svona hvernig þetta þróast. Ég held að þetta sé ekki dagurinn til að taka slíkar ákvarðanir en mér líður vel með þessa ákvörðun. Og mér finnst gott að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd mikill lýðræðisflokkur.“ Ertu svekktur? „Auðvitað set ég alltaf markið þegar ég fer fram, að ná þeim árangri sem ég legg upp með – það er enginn vafi. En nei, það er ekki rétt orðið, því að það er enginn vafi í mínum huga að þetta var rétt ákvörðun. Og það er enginn vafi í mínum huga að Sjálfstæðisflokkurinn stendur mun sterkari eftir þennan landsfund en fyrr,“ segir Guðlaugur að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Guðlaugur Þór hlaut 40,4% atkvæða í formannskjöri á móti Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi Sjálfstæðismanna í dag. Bjarni bar sigur úr býtum með 59,4% atkvæða. „Mér líður vel og það er enginn vafi að flokkurinn kemur miklu sterkari eftir þennan landsfund en fyrr. Og ég er afskaplega stoltur af þessum árangri; að fá yfir fjörutíu prósent á móti sitjandi formanni og þennan fjölda atkvæða er eitthvað sem maður er stoltur af. Ég er afskaplega stoltur af mínum stuðningsmönnum,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Hann segir ánægjulegt að áherslur hans á landsfundinum hafi fengið hljómgrunn. Sjálfstæðismenn standi sterkari að vígi en fyrr. Líður vel með ákvörðunina „Ég er alla vega afskaplega stoltur af því að fá þennan stuðning. Ég alveg þekki minn flokk og ég veit að það er íhaldssemi þegar að það kemur að því að kjósa formann þegar það er sitjandi formaður til staðar. En kosningabaráttan var góð og ég og Bjarni sýndum það, að það er hægt að keppa um embætti án þess að valda neinum skaða innan flokksins – eða á milli okkar. Sömuleiðis þá var mjög ánægjulegt að sjá þennan kraft á fundinum meðal stuðningsmanna.“ Aðspurður segist hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju; næsti landsfundur fer fram eftir tvö ár. „Eigum við ekki bara að byrja á því að setjast niður og horfa á Tottenham – Liverpool og sjá svona hvernig þetta þróast. Ég held að þetta sé ekki dagurinn til að taka slíkar ákvarðanir en mér líður vel með þessa ákvörðun. Og mér finnst gott að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd mikill lýðræðisflokkur.“ Ertu svekktur? „Auðvitað set ég alltaf markið þegar ég fer fram, að ná þeim árangri sem ég legg upp með – það er enginn vafi. En nei, það er ekki rétt orðið, því að það er enginn vafi í mínum huga að þetta var rétt ákvörðun. Og það er enginn vafi í mínum huga að Sjálfstæðisflokkurinn stendur mun sterkari eftir þennan landsfund en fyrr,“ segir Guðlaugur að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira