„Mér líður vel með þessa ákvörðun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 6. nóvember 2022 17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson segist stoltur yfir árangrinum þó að fjöldi atkvæða hafi ekki dugað til í þetta skipti. Framboðið hafi verið rétt ákvörðun en hann gefur ekki upp hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju. Hann segist ekki hafa áhyggjur af stöðu sinni í ríkisstjórn eða pólitískri framtíð sinni. Guðlaugur Þór hlaut 40,4% atkvæða í formannskjöri á móti Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi Sjálfstæðismanna í dag. Bjarni bar sigur úr býtum með 59,4% atkvæða. „Mér líður vel og það er enginn vafi að flokkurinn kemur miklu sterkari eftir þennan landsfund en fyrr. Og ég er afskaplega stoltur af þessum árangri; að fá yfir fjörutíu prósent á móti sitjandi formanni og þennan fjölda atkvæða er eitthvað sem maður er stoltur af. Ég er afskaplega stoltur af mínum stuðningsmönnum,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Hann segir ánægjulegt að áherslur hans á landsfundinum hafi fengið hljómgrunn. Sjálfstæðismenn standi sterkari að vígi en fyrr. Líður vel með ákvörðunina „Ég er alla vega afskaplega stoltur af því að fá þennan stuðning. Ég alveg þekki minn flokk og ég veit að það er íhaldssemi þegar að það kemur að því að kjósa formann þegar það er sitjandi formaður til staðar. En kosningabaráttan var góð og ég og Bjarni sýndum það, að það er hægt að keppa um embætti án þess að valda neinum skaða innan flokksins – eða á milli okkar. Sömuleiðis þá var mjög ánægjulegt að sjá þennan kraft á fundinum meðal stuðningsmanna.“ Aðspurður segist hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju; næsti landsfundur fer fram eftir tvö ár. „Eigum við ekki bara að byrja á því að setjast niður og horfa á Tottenham – Liverpool og sjá svona hvernig þetta þróast. Ég held að þetta sé ekki dagurinn til að taka slíkar ákvarðanir en mér líður vel með þessa ákvörðun. Og mér finnst gott að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd mikill lýðræðisflokkur.“ Ertu svekktur? „Auðvitað set ég alltaf markið þegar ég fer fram, að ná þeim árangri sem ég legg upp með – það er enginn vafi. En nei, það er ekki rétt orðið, því að það er enginn vafi í mínum huga að þetta var rétt ákvörðun. Og það er enginn vafi í mínum huga að Sjálfstæðisflokkurinn stendur mun sterkari eftir þennan landsfund en fyrr,“ segir Guðlaugur að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Guðlaugur Þór hlaut 40,4% atkvæða í formannskjöri á móti Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi Sjálfstæðismanna í dag. Bjarni bar sigur úr býtum með 59,4% atkvæða. „Mér líður vel og það er enginn vafi að flokkurinn kemur miklu sterkari eftir þennan landsfund en fyrr. Og ég er afskaplega stoltur af þessum árangri; að fá yfir fjörutíu prósent á móti sitjandi formanni og þennan fjölda atkvæða er eitthvað sem maður er stoltur af. Ég er afskaplega stoltur af mínum stuðningsmönnum,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Hann segir ánægjulegt að áherslur hans á landsfundinum hafi fengið hljómgrunn. Sjálfstæðismenn standi sterkari að vígi en fyrr. Líður vel með ákvörðunina „Ég er alla vega afskaplega stoltur af því að fá þennan stuðning. Ég alveg þekki minn flokk og ég veit að það er íhaldssemi þegar að það kemur að því að kjósa formann þegar það er sitjandi formaður til staðar. En kosningabaráttan var góð og ég og Bjarni sýndum það, að það er hægt að keppa um embætti án þess að valda neinum skaða innan flokksins – eða á milli okkar. Sömuleiðis þá var mjög ánægjulegt að sjá þennan kraft á fundinum meðal stuðningsmanna.“ Aðspurður segist hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju; næsti landsfundur fer fram eftir tvö ár. „Eigum við ekki bara að byrja á því að setjast niður og horfa á Tottenham – Liverpool og sjá svona hvernig þetta þróast. Ég held að þetta sé ekki dagurinn til að taka slíkar ákvarðanir en mér líður vel með þessa ákvörðun. Og mér finnst gott að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd mikill lýðræðisflokkur.“ Ertu svekktur? „Auðvitað set ég alltaf markið þegar ég fer fram, að ná þeim árangri sem ég legg upp með – það er enginn vafi. En nei, það er ekki rétt orðið, því að það er enginn vafi í mínum huga að þetta var rétt ákvörðun. Og það er enginn vafi í mínum huga að Sjálfstæðisflokkurinn stendur mun sterkari eftir þennan landsfund en fyrr,“ segir Guðlaugur að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira