„Mér líður vel með þessa ákvörðun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 6. nóvember 2022 17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson segist stoltur yfir árangrinum þó að fjöldi atkvæða hafi ekki dugað til í þetta skipti. Framboðið hafi verið rétt ákvörðun en hann gefur ekki upp hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju. Hann segist ekki hafa áhyggjur af stöðu sinni í ríkisstjórn eða pólitískri framtíð sinni. Guðlaugur Þór hlaut 40,4% atkvæða í formannskjöri á móti Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi Sjálfstæðismanna í dag. Bjarni bar sigur úr býtum með 59,4% atkvæða. „Mér líður vel og það er enginn vafi að flokkurinn kemur miklu sterkari eftir þennan landsfund en fyrr. Og ég er afskaplega stoltur af þessum árangri; að fá yfir fjörutíu prósent á móti sitjandi formanni og þennan fjölda atkvæða er eitthvað sem maður er stoltur af. Ég er afskaplega stoltur af mínum stuðningsmönnum,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Hann segir ánægjulegt að áherslur hans á landsfundinum hafi fengið hljómgrunn. Sjálfstæðismenn standi sterkari að vígi en fyrr. Líður vel með ákvörðunina „Ég er alla vega afskaplega stoltur af því að fá þennan stuðning. Ég alveg þekki minn flokk og ég veit að það er íhaldssemi þegar að það kemur að því að kjósa formann þegar það er sitjandi formaður til staðar. En kosningabaráttan var góð og ég og Bjarni sýndum það, að það er hægt að keppa um embætti án þess að valda neinum skaða innan flokksins – eða á milli okkar. Sömuleiðis þá var mjög ánægjulegt að sjá þennan kraft á fundinum meðal stuðningsmanna.“ Aðspurður segist hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju; næsti landsfundur fer fram eftir tvö ár. „Eigum við ekki bara að byrja á því að setjast niður og horfa á Tottenham – Liverpool og sjá svona hvernig þetta þróast. Ég held að þetta sé ekki dagurinn til að taka slíkar ákvarðanir en mér líður vel með þessa ákvörðun. Og mér finnst gott að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd mikill lýðræðisflokkur.“ Ertu svekktur? „Auðvitað set ég alltaf markið þegar ég fer fram, að ná þeim árangri sem ég legg upp með – það er enginn vafi. En nei, það er ekki rétt orðið, því að það er enginn vafi í mínum huga að þetta var rétt ákvörðun. Og það er enginn vafi í mínum huga að Sjálfstæðisflokkurinn stendur mun sterkari eftir þennan landsfund en fyrr,“ segir Guðlaugur að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Guðlaugur Þór hlaut 40,4% atkvæða í formannskjöri á móti Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi Sjálfstæðismanna í dag. Bjarni bar sigur úr býtum með 59,4% atkvæða. „Mér líður vel og það er enginn vafi að flokkurinn kemur miklu sterkari eftir þennan landsfund en fyrr. Og ég er afskaplega stoltur af þessum árangri; að fá yfir fjörutíu prósent á móti sitjandi formanni og þennan fjölda atkvæða er eitthvað sem maður er stoltur af. Ég er afskaplega stoltur af mínum stuðningsmönnum,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Hann segir ánægjulegt að áherslur hans á landsfundinum hafi fengið hljómgrunn. Sjálfstæðismenn standi sterkari að vígi en fyrr. Líður vel með ákvörðunina „Ég er alla vega afskaplega stoltur af því að fá þennan stuðning. Ég alveg þekki minn flokk og ég veit að það er íhaldssemi þegar að það kemur að því að kjósa formann þegar það er sitjandi formaður til staðar. En kosningabaráttan var góð og ég og Bjarni sýndum það, að það er hægt að keppa um embætti án þess að valda neinum skaða innan flokksins – eða á milli okkar. Sömuleiðis þá var mjög ánægjulegt að sjá þennan kraft á fundinum meðal stuðningsmanna.“ Aðspurður segist hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju; næsti landsfundur fer fram eftir tvö ár. „Eigum við ekki bara að byrja á því að setjast niður og horfa á Tottenham – Liverpool og sjá svona hvernig þetta þróast. Ég held að þetta sé ekki dagurinn til að taka slíkar ákvarðanir en mér líður vel með þessa ákvörðun. Og mér finnst gott að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd mikill lýðræðisflokkur.“ Ertu svekktur? „Auðvitað set ég alltaf markið þegar ég fer fram, að ná þeim árangri sem ég legg upp með – það er enginn vafi. En nei, það er ekki rétt orðið, því að það er enginn vafi í mínum huga að þetta var rétt ákvörðun. Og það er enginn vafi í mínum huga að Sjálfstæðisflokkurinn stendur mun sterkari eftir þennan landsfund en fyrr,“ segir Guðlaugur að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira