Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2022 16:20 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, ræddi málefni hælisleitenda á Sprengisandi á Bylgjunni. Hópbrottvísun stjórnvalda í vikunni hafa vakið hörð viðbrögð. Þá sér í lagi meðferð stjórnvalda á fötluðum flóttamanni frá Írak. Dómsmálaráðherra segir enga aðra framkvæmd í boði þegar kemur að málefnum hælisleitenda. Hjálparsamtök hafa hins vegar lýst því yfir að alvarleg afturför hafi átt sér stað í málsmeðferð þeirra hér á landi. Mótmælt var á Austurvelli í dag vegna brottflutningsins. Sjá einnig: Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ Munu læra af þessu Guðmundur Ingi segir vinnubrögð lögreglu á miðvikudag óásættanleg. „Ef við tökum þessa brottvísun, og þá vil ég horfa fyrst og fremst til fatlaða mannsins að þá verð ég að segja að mér finnst óásættanlegt að lögreglan sé ekki með bifreið allan tímann til að flytja fatlaðan einstakling upp úr stólnum. Þarna verðum við að líta til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það „common sense“ að hinn fatlaði einstaklingur hafi þann stuðning sem hann á rétt á, þar á meðal réttindagæslumann. „Lögreglan verður að gera þetta betur en þetta og ég er viss um að þau munu læra af þessu,“ bætir hann við. Stærri umræða að hætta að senda til Grikklands Þá barst talið að aðstæðum í Grikklandi. „Að íslensk stjórnvöld skuli í alvöru vera að senda fatlaðan einstakling til Grikklands og þú segir bara „þetta snýst um hvort lögreglan sé með tiltekinn bíl“, það er áfangastaðurinn sem ég er að tala um,“ svaraði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi. Guðmundur sagði því vilja ræða þessa tvo hluti í sitthvoru lagi, réttindi fatlaðs fólks í fyrsta lagi og Grikkland sem áfangastað flóttafólks í öðru lagi. „Það er hluti af kannski stærri umræðu ef Ísland ætla að skera sig úr hvað þetta varðar. Það er umræða sem sé kannski bara hollt að taka,“ sagði Guðmundur varðandi það hvort stjórnvöld ættu að hætta að senda hælisleitendur til Grikklands. Hann myndi vilja líta til annarra ríkja og þeirra aðstæðna sem eru í Grikklandi. Horfa verði til þess að stjórnvöld hafi þá lagaskyldu að meta hvert og eitt dæmi fyrir sig. Hlusta má á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að ofan en talið berst að nýlegri brottvísun eftir að um 11 mínútur eru liðnar af viðtalinu. Lögreglan Sprengisandur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, ræddi málefni hælisleitenda á Sprengisandi á Bylgjunni. Hópbrottvísun stjórnvalda í vikunni hafa vakið hörð viðbrögð. Þá sér í lagi meðferð stjórnvalda á fötluðum flóttamanni frá Írak. Dómsmálaráðherra segir enga aðra framkvæmd í boði þegar kemur að málefnum hælisleitenda. Hjálparsamtök hafa hins vegar lýst því yfir að alvarleg afturför hafi átt sér stað í málsmeðferð þeirra hér á landi. Mótmælt var á Austurvelli í dag vegna brottflutningsins. Sjá einnig: Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ Munu læra af þessu Guðmundur Ingi segir vinnubrögð lögreglu á miðvikudag óásættanleg. „Ef við tökum þessa brottvísun, og þá vil ég horfa fyrst og fremst til fatlaða mannsins að þá verð ég að segja að mér finnst óásættanlegt að lögreglan sé ekki með bifreið allan tímann til að flytja fatlaðan einstakling upp úr stólnum. Þarna verðum við að líta til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það „common sense“ að hinn fatlaði einstaklingur hafi þann stuðning sem hann á rétt á, þar á meðal réttindagæslumann. „Lögreglan verður að gera þetta betur en þetta og ég er viss um að þau munu læra af þessu,“ bætir hann við. Stærri umræða að hætta að senda til Grikklands Þá barst talið að aðstæðum í Grikklandi. „Að íslensk stjórnvöld skuli í alvöru vera að senda fatlaðan einstakling til Grikklands og þú segir bara „þetta snýst um hvort lögreglan sé með tiltekinn bíl“, það er áfangastaðurinn sem ég er að tala um,“ svaraði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi. Guðmundur sagði því vilja ræða þessa tvo hluti í sitthvoru lagi, réttindi fatlaðs fólks í fyrsta lagi og Grikkland sem áfangastað flóttafólks í öðru lagi. „Það er hluti af kannski stærri umræðu ef Ísland ætla að skera sig úr hvað þetta varðar. Það er umræða sem sé kannski bara hollt að taka,“ sagði Guðmundur varðandi það hvort stjórnvöld ættu að hætta að senda hælisleitendur til Grikklands. Hann myndi vilja líta til annarra ríkja og þeirra aðstæðna sem eru í Grikklandi. Horfa verði til þess að stjórnvöld hafi þá lagaskyldu að meta hvert og eitt dæmi fyrir sig. Hlusta má á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að ofan en talið berst að nýlegri brottvísun eftir að um 11 mínútur eru liðnar af viðtalinu.
Lögreglan Sprengisandur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira