Fótbolti

Stefán Teitur hóf endur­komu Sil­ke­borg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skagamaðurinn skoraði fyrra mark Silkeborg í dag.
Skagamaðurinn skoraði fyrra mark Silkeborg í dag. Lars Ronbog/Getty Images

Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrra mark Silkeborg í 2-1 sigri á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Mikael Anderson var í byrjunarliði AGF sem gerði 1-1 jafntefli við Viborg.

Silkeborg byrjaði leik dagsins illa en Andreas Poulsen kom heimamönnum í Álaborg yfir strax á fjórðu mínútu leiksins. Það var ekki fyrr en á 71. mínútu sem Stefán Teitur jafnaði metin og Pelle Mattsson tryggði svo gestunum yfir átta mínútum síðar.

Stefán Teitur var tekinn af velli þegar sjö mínútur lifðu leiks en liðsfélagar hans héldu út og Silkeborg vann 2-1 sigur. Stigin þrjú lyfta Silkeborg upp í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið er með 24 stig eftir 16 leiki.

Mikael Anderson var þá í byrjunarliði AGF sem var 1-0 yfir þegar hann var tekinn af velli á 71. mínútu. Viborg jafnaði nokkrum mínútum síðar og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. AGF er í 5. sæti með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×