„Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 12:01 Tilfinningarnar báru Piqué ofurliði. David S. Bustamante/Getty Images Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu. Hinn 35 ára gamli Piqué greindi frá því í liðinni viku að hann hygðist leggja skóna á hilluna og leikurinn í gær, laugardag, yrði hans síðasti á mögnuðum ferli. Miðvörðurinn hefur verið inn og út úr liðinu hjá Barcelona en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Fyrr á þessu ári var skilnaður hans við söngkonuna Shakiru staðfestur en hún hefur staðið í málaferlum undanfarið vegna vangoldinna skatta. Á sama tíma og samband þeirra hjóna fór á hliðina fór samband Barcelona að dala. Piqué var mikið gagnrýndur fyrir að vera virkur í skemmtanalífi Barcelona á sama tíma og félagið gat ekki neitt. Sjá einnig: Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Þegar í ljós kom að hann væri ekki að fara á HM með spænska landsliðinu virðist hann hafa tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna, þó svo að tímabilið sé í fullum gangi og Börsungar í bullandi titilbaráttu. „Fyrst og fremst vil ég bara segja takk. Við liðsfélaga mína, starfsfólkið, fólkið í félaginu og félagið sjálft. Til allra sem hafa hjálpað okkur að gera líf okkar auðveldara,“ sagði Piqué fyrir framan tugir þúsunda á Spotify Nývangi, heimavelli Barcelona, á laugardalskvöld. Pique went through all the emotions after the final game of his career pic.twitter.com/xIr4YrOZOu— ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2022 „Þegar maður verður eldri þá áttar maður sig á að stundum er ást einfaldlega að sleppa takinu. Ég er handviss um að ég muni snúa aftur í framtíðinni.“ „Eftir samband sem innihélt svo mikla ást, svo mikla ástríðu þá er ég viss um að nú sér rétti tíminn til að stíga til hliðar. Gefa hvort öðru smá andrúm en ég er viss um að ég muni snúa aftur. Ég fæddist hér og mun deyja hér,“ sagði Piqué að endingu á meðan stuðningsfólk félagsins gaf til kynna að það vildi fá hann sem forseta félagsins þegar fram líða stundir. Það hefur verið ýjað að því að Piqué – sem virðist nokkuð fær þegar kemur að viðskiptum og peningum – gæti tekið sæti í stjórn félagsins. Hann virðist allavega ekki hafa áhuga á að fara út í þjálfun. Hinn 35 ára gamli Piqué var vægast sagt sigursæll á sínum ferli. Eftir stutt stopp hjá Manchester United, og á láni hjá Real Zaragoza, þá sneri hann aftur til Katalóníu og varð goðsögn bæði hjá Barcelona og með spænska landsliðinu. Hann varð heimsmeistari árið 2010 með Spáni og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hjá Man United var hann hluti af liði sem vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu vorið 2008 þó hann hafi aðallega verið varaskeifa. Með Barcelona varð hann átta sinnum spænskur meistari, sjö sinnum spænskur bikarmeistari og Evrópumeistari þrisvar sinnum. Einnig vann hann spænska ofurbikarinn sex sinnum, Ofurbikar Evrópu þrisvar og HM félagsliða þrisvar einnig. Gerard Piqué og Cesc Fábregas unnu nokkra titlana saman.AFP Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Piqué greindi frá því í liðinni viku að hann hygðist leggja skóna á hilluna og leikurinn í gær, laugardag, yrði hans síðasti á mögnuðum ferli. Miðvörðurinn hefur verið inn og út úr liðinu hjá Barcelona en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Fyrr á þessu ári var skilnaður hans við söngkonuna Shakiru staðfestur en hún hefur staðið í málaferlum undanfarið vegna vangoldinna skatta. Á sama tíma og samband þeirra hjóna fór á hliðina fór samband Barcelona að dala. Piqué var mikið gagnrýndur fyrir að vera virkur í skemmtanalífi Barcelona á sama tíma og félagið gat ekki neitt. Sjá einnig: Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Þegar í ljós kom að hann væri ekki að fara á HM með spænska landsliðinu virðist hann hafa tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna, þó svo að tímabilið sé í fullum gangi og Börsungar í bullandi titilbaráttu. „Fyrst og fremst vil ég bara segja takk. Við liðsfélaga mína, starfsfólkið, fólkið í félaginu og félagið sjálft. Til allra sem hafa hjálpað okkur að gera líf okkar auðveldara,“ sagði Piqué fyrir framan tugir þúsunda á Spotify Nývangi, heimavelli Barcelona, á laugardalskvöld. Pique went through all the emotions after the final game of his career pic.twitter.com/xIr4YrOZOu— ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2022 „Þegar maður verður eldri þá áttar maður sig á að stundum er ást einfaldlega að sleppa takinu. Ég er handviss um að ég muni snúa aftur í framtíðinni.“ „Eftir samband sem innihélt svo mikla ást, svo mikla ástríðu þá er ég viss um að nú sér rétti tíminn til að stíga til hliðar. Gefa hvort öðru smá andrúm en ég er viss um að ég muni snúa aftur. Ég fæddist hér og mun deyja hér,“ sagði Piqué að endingu á meðan stuðningsfólk félagsins gaf til kynna að það vildi fá hann sem forseta félagsins þegar fram líða stundir. Það hefur verið ýjað að því að Piqué – sem virðist nokkuð fær þegar kemur að viðskiptum og peningum – gæti tekið sæti í stjórn félagsins. Hann virðist allavega ekki hafa áhuga á að fara út í þjálfun. Hinn 35 ára gamli Piqué var vægast sagt sigursæll á sínum ferli. Eftir stutt stopp hjá Manchester United, og á láni hjá Real Zaragoza, þá sneri hann aftur til Katalóníu og varð goðsögn bæði hjá Barcelona og með spænska landsliðinu. Hann varð heimsmeistari árið 2010 með Spáni og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hjá Man United var hann hluti af liði sem vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu vorið 2008 þó hann hafi aðallega verið varaskeifa. Með Barcelona varð hann átta sinnum spænskur meistari, sjö sinnum spænskur bikarmeistari og Evrópumeistari þrisvar sinnum. Einnig vann hann spænska ofurbikarinn sex sinnum, Ofurbikar Evrópu þrisvar og HM félagsliða þrisvar einnig. Gerard Piqué og Cesc Fábregas unnu nokkra titlana saman.AFP
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira