Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2022 10:10 Syðri hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk, sem núna er búið að taka í notkun. Til hægri sést hvar nýja flugstöðin rís. Fjær sést gamla flugbrautin. Kalaallit Airports Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Alls voru 930 metrar af fyrirhugaðri 2.200 metra langri flugbraut teknir í notkun. Fyrsta flugtakið var síðastliðinn fimmtudagsmorgun þegar Dash 8-200 flugvél Air Greenland hóf sig til flugs af nýju brautinni áleiðis til Kangerlussuaq-flugvallar. Flugvél Icelandair við núverandi flugstöð í Nuuk. Gamla flugbrautin til hægri. Ofar og fjær til hægri sést í syðri hluta nýju brautarinnar. Ofarlega vinstra megin sést svo nýja flugstöðin rísa.Kalaallit Airports Gamla flugbrautin er 950 metra löng en hún var tekin í notkun árið 1979. Með því að flytja flugumferðina af gömlu brautinni skapast betra svigrúm fyrir verktaka til að ljúka gerð nýju brautarinnar, sem á að vera fullbúin árið 2024. Jafnframt er unnið að byggingu nýrrar flugstöðvar en Nuuk-flugvelli er ætlað að taka við hlutverki Kangerlussuaq sem aðalflugvöllur Grænlands. Nýja flugstöðin verður vegleg bygging.Kalaallit Airports Samhliða stækkun Nuuk-flugvallar er verið að leggja nýja 2.200 metra langa flugbraut við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa og á það verk einnig að klárast árið 2024. Þriðja stóra flugvallaframkvæmdin er gerð nýs flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Brautin þar verður 1.500 metra löng og er áætlað að hún verði tilbúin árið 2025. Hér má sjá fyrsta flugtakið af nýju brautinni í Nuuk síðastliðinn fimmtudag í myndbandi frá Kalaallit Airports, flugvallafélagi Grænlands: Í þessari frétt fyrir þremur árum var flugvallauppbyggingu Grænlands lýst með viðtali við Kim Kielsen, þáverandi forsætisráðherra: Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08 Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Alls voru 930 metrar af fyrirhugaðri 2.200 metra langri flugbraut teknir í notkun. Fyrsta flugtakið var síðastliðinn fimmtudagsmorgun þegar Dash 8-200 flugvél Air Greenland hóf sig til flugs af nýju brautinni áleiðis til Kangerlussuaq-flugvallar. Flugvél Icelandair við núverandi flugstöð í Nuuk. Gamla flugbrautin til hægri. Ofar og fjær til hægri sést í syðri hluta nýju brautarinnar. Ofarlega vinstra megin sést svo nýja flugstöðin rísa.Kalaallit Airports Gamla flugbrautin er 950 metra löng en hún var tekin í notkun árið 1979. Með því að flytja flugumferðina af gömlu brautinni skapast betra svigrúm fyrir verktaka til að ljúka gerð nýju brautarinnar, sem á að vera fullbúin árið 2024. Jafnframt er unnið að byggingu nýrrar flugstöðvar en Nuuk-flugvelli er ætlað að taka við hlutverki Kangerlussuaq sem aðalflugvöllur Grænlands. Nýja flugstöðin verður vegleg bygging.Kalaallit Airports Samhliða stækkun Nuuk-flugvallar er verið að leggja nýja 2.200 metra langa flugbraut við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa og á það verk einnig að klárast árið 2024. Þriðja stóra flugvallaframkvæmdin er gerð nýs flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Brautin þar verður 1.500 metra löng og er áætlað að hún verði tilbúin árið 2025. Hér má sjá fyrsta flugtakið af nýju brautinni í Nuuk síðastliðinn fimmtudag í myndbandi frá Kalaallit Airports, flugvallafélagi Grænlands: Í þessari frétt fyrir þremur árum var flugvallauppbyggingu Grænlands lýst með viðtali við Kim Kielsen, þáverandi forsætisráðherra:
Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08 Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08
Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24