„Dylst varla neinum að Fréttablaðið er í áróðri fyrir inngöngu í Evrópusambandið“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 18:33 Bjarni Benediktsson sagðist skilja að menn gerðu út blaðamenn og heilu fjölmiðlana til að koma Sjálfstæðisflokknum úr ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður Sjálfstæðisflokksins, fór með fundargesti í ferðalag aftur til ársins 2010, reifaði atvik í Búsáhaldabyltingunni, skaut föstum skotum á Samfylkinguna að nýju og sagði engum dyljast að Fréttablaðið stundaði áróður í þágu aðildar að Evrópusambandinu. Bjarni hefur nýtt tjáningarfrelsið óspart til að skjóta á Samfylkinguna síðan landsfundurinn hófst. Það gerði hann í setningarræðu sinni í gær þegar hann sagði að borgarbúar ættu skilið frí frá Samfylkingunni. Í dag hélt hann áfram. „Stundum finnst manni að þessir sérfræðingar sem tala fyrir Samfylkinguna og eru fastagestir í fréttatímum á Ríkisútvarpinu, margir þeirra einhvern veginn hafa lesið í einhverri bók flestöll svörin við öllu. En án þekkingu, án reynslu, án þess að vera í samtali við fólk sem býr í alvöru samfélagi – en er ekki bara einhver setning í bók – þá getur þetta verið dálítið flóknara,“ sagði Bjarni við fögnuð fundargesta. Hann ítrekaði mikilvægi þess að ræða við fólkið í landinu og gerði ferð Sjálfstæðisflokksins um landið í kjördæmaviku hátt undir höfði. Mestu skipti að treysta landsmönnum, taka þátt í umræðunni og gefa aldrei eftir. „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni“ „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni í alvörunni. Það hlýtur að vera alveg ömurleg reynsla að dveljast alla daga í eins konar pólitískum bergmálshelli. Rífast þar við eigið bergmál, óttast ekkert meira en að hafa skoðun sem gæti orðið óvinsæl á Twitter. Þá er dagurinn bara ónýtur. Hugsið ykkur þessa tilveru að vera hrædd við eigin pólitíska skugga, allan daginn, skelfingu lostin.“ Því næst gagnrýndi hann Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og sagði hann leggja að jöfnu „baráttu sína fyrir því að vera á sokkaleistunum í þingsal og kvenfrelsisbaráttuna í Íran.“ Hvað það ætti eiginlega að þýða að eyða peningum skattgreiðenda í hundruði fyrirspurna til ráðuneyta, meðal annars um hvað klukkan sé. „En við skulum passa okkur, þó að það sé erfitt að taka þessu fólki alvarlega að þá er það þannig að þessu fólki er fúlasta alvara um að vilja taka völdin í landinu. Og það þurfum við að koma í veg fyrir,“ sagði Bjarni við dynjandi lófaklapp. Skaut á fjölmiðla Bjarna hefur verið tíðrætt um Evrópusambandið á fundinum og sagði að ástæða fyrrverandi þingflokksmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir brottför úr flokknum væri úr gildi gengin, vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Í dag gagnrýndi meintan áróður tiltekinna fjölmiðla. „Kæru vinir, auðvitað finn ég fyrir því iðulega að andstæðingar mínir bíða eftir því að ég hætti, fari bara eitthvað annað. Stundum finnst mér meira að segja heilu fjölmiðlarnir ganga út á það, svei mér þá. Ég hef tekið tímabil þar sem ég hef hugsað: Ég þarf bara að svara hverri einustu spurningu og ég ætla bara alveg að umvefja þennan blaðamann; bregðast alltaf jákvætt við - og ef ég sýni fram á að ég er alltaf málefnalegur þá hlýtur viðkomandi að fara átta sig á því að ég er bara að svara satt og rétt. En ég hef gefist upp á mörgum slíkum blaðamönnum. Og stundum finnst ég mér sumir fjölmiðlar - heilu fjölmiðlarnir - séu gerðir út til þess að koma á framfæri við landsmenn einhverri skoðun sem er kannski andstæð okkar. Það dylst varla neinum að Fréttablaðið er í áróðri fyrir inngöngu í Evrópusambandið, það er bara þannig. Menn þurfa að átta sig á því,“ sagði Bjarni meðal annars við góðar viðtökur fundargesta. Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Bjarni hefur nýtt tjáningarfrelsið óspart til að skjóta á Samfylkinguna síðan landsfundurinn hófst. Það gerði hann í setningarræðu sinni í gær þegar hann sagði að borgarbúar ættu skilið frí frá Samfylkingunni. Í dag hélt hann áfram. „Stundum finnst manni að þessir sérfræðingar sem tala fyrir Samfylkinguna og eru fastagestir í fréttatímum á Ríkisútvarpinu, margir þeirra einhvern veginn hafa lesið í einhverri bók flestöll svörin við öllu. En án þekkingu, án reynslu, án þess að vera í samtali við fólk sem býr í alvöru samfélagi – en er ekki bara einhver setning í bók – þá getur þetta verið dálítið flóknara,“ sagði Bjarni við fögnuð fundargesta. Hann ítrekaði mikilvægi þess að ræða við fólkið í landinu og gerði ferð Sjálfstæðisflokksins um landið í kjördæmaviku hátt undir höfði. Mestu skipti að treysta landsmönnum, taka þátt í umræðunni og gefa aldrei eftir. „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni“ „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni í alvörunni. Það hlýtur að vera alveg ömurleg reynsla að dveljast alla daga í eins konar pólitískum bergmálshelli. Rífast þar við eigið bergmál, óttast ekkert meira en að hafa skoðun sem gæti orðið óvinsæl á Twitter. Þá er dagurinn bara ónýtur. Hugsið ykkur þessa tilveru að vera hrædd við eigin pólitíska skugga, allan daginn, skelfingu lostin.“ Því næst gagnrýndi hann Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og sagði hann leggja að jöfnu „baráttu sína fyrir því að vera á sokkaleistunum í þingsal og kvenfrelsisbaráttuna í Íran.“ Hvað það ætti eiginlega að þýða að eyða peningum skattgreiðenda í hundruði fyrirspurna til ráðuneyta, meðal annars um hvað klukkan sé. „En við skulum passa okkur, þó að það sé erfitt að taka þessu fólki alvarlega að þá er það þannig að þessu fólki er fúlasta alvara um að vilja taka völdin í landinu. Og það þurfum við að koma í veg fyrir,“ sagði Bjarni við dynjandi lófaklapp. Skaut á fjölmiðla Bjarna hefur verið tíðrætt um Evrópusambandið á fundinum og sagði að ástæða fyrrverandi þingflokksmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir brottför úr flokknum væri úr gildi gengin, vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Í dag gagnrýndi meintan áróður tiltekinna fjölmiðla. „Kæru vinir, auðvitað finn ég fyrir því iðulega að andstæðingar mínir bíða eftir því að ég hætti, fari bara eitthvað annað. Stundum finnst mér meira að segja heilu fjölmiðlarnir ganga út á það, svei mér þá. Ég hef tekið tímabil þar sem ég hef hugsað: Ég þarf bara að svara hverri einustu spurningu og ég ætla bara alveg að umvefja þennan blaðamann; bregðast alltaf jákvætt við - og ef ég sýni fram á að ég er alltaf málefnalegur þá hlýtur viðkomandi að fara átta sig á því að ég er bara að svara satt og rétt. En ég hef gefist upp á mörgum slíkum blaðamönnum. Og stundum finnst ég mér sumir fjölmiðlar - heilu fjölmiðlarnir - séu gerðir út til þess að koma á framfæri við landsmenn einhverri skoðun sem er kannski andstæð okkar. Það dylst varla neinum að Fréttablaðið er í áróðri fyrir inngöngu í Evrópusambandið, það er bara þannig. Menn þurfa að átta sig á því,“ sagði Bjarni meðal annars við góðar viðtökur fundargesta. Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni hér að neðan.
Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira