Tveggja ára dómur fyrir stórfelld brot gegn barnsmóður og árás á samfanga Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 08:29 Dómarar Landsréttar töldu brot mannsins gegn konunni voru ófyrirleitin og að hann ætti sér engar málsbætur. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir karlmanni sem var sakfelldur fyrir ítrekuð og stórfelld brot gegn barnsmóður sinni og sérstaklega hættulega líkamsárás á samfanga í gær. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi en héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimmtán mánaða fangelsi. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir ítrekuð, alvarleg og stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi og fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hann ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð ítrekað. Brot hans voru talin ófyrirleitin og til þess fallin að valda henni og ófæddu, og síðar nýfæddu, barni þeirra miklum skaða. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum kemur fram að hann hafi slegið konuna með krepptum hnefa í andlitið þegar hún var gengin átta mánuði á leið með barn þeirra. Hlaut konan mar og roða á kjálka og kinn. Eftir að barnið var komið í heiminn réðst maðurinn á konuna þegar hún hélt á þriggja mánaða gömlu barninu í fanginu. Settist maðurinn ofan á hana og beyglaði fingur hennar. Hótaði hann að brjóta fingurna. Þá dró hann konuna á hendinni út úr herberginu, reif í hár hennar, ýtti henni á hurð í þvottahúsi og hótaði ítrekað að beita hna líkamsmeiðingu og lífláti. Hljóp hann á eftir konunni út úr húsinu með hníf í hendi. Þegar maðurinn náði konunni fyrir utan húsið felldi hann hana í jörðina og ógnaði henni með því að leggja hnífinn að líkama hennar og hóta henni ítrekað lífláti. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að ógna konunni og áreita ítrekað. Festi skæri á hendurnar og réðst á samfanga Þegar maðurinn sat í fangelsi veittist hann að samfanga sínum og stakk hann sex sinnum í hægri fót með skærum sem hann hafði tekið í sundur og fest við hendur sínar. Fanginn sem varð fyrir árásinni hlaut þrjú stungusár á utanvert læri, eitt á utanverðan fótlegg og tvö grunn stungusár ofarlega á aftanvert læri. Landsréttur taldi þá árás háskalega og að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Auk tveggja ára fangelsisdóms þarf maðurinn að greiða barnsmóður sinni 1,2 milljónir króna í bætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Í héraði var maðurinn jafnframt dæmdur til þess að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir ítrekuð, alvarleg og stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi og fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hann ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð ítrekað. Brot hans voru talin ófyrirleitin og til þess fallin að valda henni og ófæddu, og síðar nýfæddu, barni þeirra miklum skaða. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum kemur fram að hann hafi slegið konuna með krepptum hnefa í andlitið þegar hún var gengin átta mánuði á leið með barn þeirra. Hlaut konan mar og roða á kjálka og kinn. Eftir að barnið var komið í heiminn réðst maðurinn á konuna þegar hún hélt á þriggja mánaða gömlu barninu í fanginu. Settist maðurinn ofan á hana og beyglaði fingur hennar. Hótaði hann að brjóta fingurna. Þá dró hann konuna á hendinni út úr herberginu, reif í hár hennar, ýtti henni á hurð í þvottahúsi og hótaði ítrekað að beita hna líkamsmeiðingu og lífláti. Hljóp hann á eftir konunni út úr húsinu með hníf í hendi. Þegar maðurinn náði konunni fyrir utan húsið felldi hann hana í jörðina og ógnaði henni með því að leggja hnífinn að líkama hennar og hóta henni ítrekað lífláti. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að ógna konunni og áreita ítrekað. Festi skæri á hendurnar og réðst á samfanga Þegar maðurinn sat í fangelsi veittist hann að samfanga sínum og stakk hann sex sinnum í hægri fót með skærum sem hann hafði tekið í sundur og fest við hendur sínar. Fanginn sem varð fyrir árásinni hlaut þrjú stungusár á utanvert læri, eitt á utanverðan fótlegg og tvö grunn stungusár ofarlega á aftanvert læri. Landsréttur taldi þá árás háskalega og að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Auk tveggja ára fangelsisdóms þarf maðurinn að greiða barnsmóður sinni 1,2 milljónir króna í bætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Í héraði var maðurinn jafnframt dæmdur til þess að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira