Þetta eru Danirnir Jannik Pohl og Delphin Tshiembe sem komu báðir til Fram síðasta vor.
Pohl skoraði alls níu mörk í 21 leik í sumar. Fjögur þeirra komu í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar. Í frétt á heimasíðu Fram segir að eftir framlenginguna á samnings Pohls geti stuðningsmenn liðsins haldið áfram að syngja „Jannik Pól, give us a gól“.
Tshiembe lék 23 af 27 leikjum Fram í Bestu deildinni og skoraði eitt mark. Frammarar enduðu í 9. sæti á fyrsta tímabili sínu í efstu deild í áratug.